Fréttablaðið - 13.10.2020, Qupperneq 4
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI, VARA- OG AUKAHLUTAVERSLUN
Pallbílahús frá ARE á alla USA pallbíla
Varahlutaverslun ÍSBAND býður upp á gott úrval vara- og aukahluta og
íhluta til breytinga. Allir helstu varahlutir í okkar vörumerkjum eru til á
lager. Sérpöntum varahluti í aðra USA bíla.
Úrval af felgum fyrir
Jeep® og RAM
Upphækkunarsett
í Wrangler
Upphækkunarsett
í RAM
Falcon demparar
ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK
SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 07:45 - 18:00
ALMENNT BÍLAVERKSTÆÐI OG
SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA
ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK.
FIAT HÚSBÍLAR - ÁBYRGÐAR OG
ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI
BREYTINGAR Á JEEP®, RAM
OG ÖÐRUM USA PALLBÍLUM
ALLIR BÍLAR SÓTTHREINSAÐIR
STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323
UMBOÐSAÐILI
FÉLAGSMÁL Félagsmálaráðuneytið
hefur beðið sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu um tillögur að
tímabundnu húsnæði fyrir öryggis-
vistun. Ákveðið hefur verið að reisa
sérútbúna öryggisvistun í Reykja-
nesbæ sem þjónusta á allt landið og
verið er að móta heildstæða stefnu
um öryggisvistun innan ráðu-
neytisins. Ekki er reiknað með að
húsnæðið verði þó tekið í notkun
fyrr en árið 2023.
Þangað til þurfi að finna allt að
150 fermetra leiguhúsnæði fyrir tvo
til þrjá einstaklinga sem fullnægi
viðmiðum um aðgengi og þjónustu
af þessu tagi. Hafa sveitarfélögin til
20. október að koma með tillögur.
Eins og áður hefur fram komið
hefur Reykjavíkurborg viljað losna
við öryggisvistun sína í Seljahverfi
en þar hafa íbúar kvartað yfir
nálægð við hana. Fyrir skemmstu
slapp maður úr öryggisvistun á
Akureyri og tók barn hálstaki.
Samkvæmt áætlunum verður nýja
öryggisvistunin í Reykjanesbæ ekki
í íbúabyggð eins og þær í Reykjavík
og á Akureyri. – khg
Leita að nýju
húsnæði undir
öryggisvistun
Félagsmálaráðherra mótar nú
heildstæða stefnu um öryggisvist-
anir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
LAUGARVATN „Ég tel að sveitarfélag-
ið sé skaðabótaskylt ef það verður
farið út í þetta,“ segir Jóhannes
Helgi Bachmann, sem fær ekki að
taka yfir hjólhýsabyggð við Laugar-
vatn, sem á að rýma.
Sveitarstjórn hafnaði í liðinni
viku erindi Jóhannesar um að „taka
yfir til eignar og sjá um endurbætur
og uppbyggingu“ á hjólhýsasvæð-
inu við Laugarvatn. Sveitarstjórnin
ákvað í september að svæðið yrði
rýmt á næstu tveimur árum.
„Ástæðan fyrir því að þetta þarf
að víkja snýr að öryggismálum
og er verið að bregðast við ábend-
ingum lögreglustjórans á Suður-
landi, slökkviliðsstjóra Bruna-
varna Árnessýslu og Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar,“ segir Ásta
Stefánsdóttir, sveitarstjóri Blá-
skógabyggðar.
„Þetta er alveg út í hött. Það er
búið að leyfa uppbyggingu á margra
milljóna króna mannvirkjum og
svo á bara að rýma svæðið,“ segir
Jóhannes sem kveðst sjálfur hafa
skipulagt sumarhúsasvæði á landi
Markar í Villingaholtshreppi.
„Ég bauð að ég myndi fjármagna
allar breytingar og viðbætur. Það
þarf að grisja svæðið og stækka
það og gera betri fráveitu og betri
vatnsmál og eldvarnir. Þetta er
alveg hægt en kostar bara peninga.
Ég bauð þeim að sjá um þetta og ég
fengi svæðið í staðinn til eignar,“
segir Jóhannes.
Hjólhýsahverfið við Laugarvatn
á sér um hálfrar aldar sögu. Þar
eru um 200 hjólhýsi. „Þegar það er
leyft að byggja upp, þó svo að það
sé ekki í samningi, þá er komin hefð
sem verður lögbundin á vissum
árafjölda. Með því að leyfa þetta
eru þeir búnir að skapa grundvöll
fyrir skaðabótaskyldu – ef þeir
ætla að láta rýma svæðið,“ fullyrðir
Jóhannes.
„Ég tel engar líkur á að sveitar-
félagið komi til með að þurfa að
greiða bætur,“ segir Ásta sveitar-
stjóri hins vegar. „Samningar eru til
tiltekins tíma og ljóst að verði ekki
um framlengingar að ræða þá þurfa
leigutakar að fjarlægja sína muni og
mannvirki.“
Jóhannes telur sveitarstjórnina
ekki átta sig á tekjum sem kastað
verði á glæ. Sveitarfélagið myndi fá
gjöld af fyrirtæki hans, verktakar fá
vinnu og verslanir viðskipti.
„Það er vöntun á svona góðu hjól-
hýsasvæði,“ segir Jóhannes. „Öll
þessi hýsi eru grunnurinn að því að
gera löglegt og vandað svæði.“
Meðal þess sem gera þyrfti er að
tryggja brunavarnir, betrumbæta
vatnsleiðslur og frárennsli og grisja
bæði gróður og byggðina, að sögn
Jóhannesar. „Ég er sjálfur fyrrver-
andi slökkviliðsmaður og veit hvað
þarf til. Það þarf að taka annað
hvert hús og stækka svæðið þann-
ig að það sé lengra á milli húsanna,“
segir hann.
Jóhannes kveðst engin rök hafa
fengið fyrir því að honum var synj-
að. „Það er eins og það liggi eitthvað
annað að baki þarna. Flest byggðar-
lög myndu berjast fyrir því að fá
svona tækifæri.“ gar@frettabladid.is
Sveitarstjórinn segir eigendur
hjólhýsa ekki fá skaðabætur
Jóhannes Helgi Bachmann, sem bauð Bláskógabyggð að taka yfir hjólhýsasvæði sem leggja á niður við
Laugarvatn, segir líkt og sveitarstjórnin geri sér ekki grein fyrir þeim tekjum sem fari úr sveitarfélaginu
með hjólhýsunum. Hann telur hefð skapa hjólhýsaeigendum bótarétt en sveitarstjóri hafnar öllu slíku.
Margar fjölskyldur hafa lengi átt athvarf í hverfi sem nú telur um 200 hjólhýsi við Laugarvatn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
HEILBRIGÐISMÁL Tæplega 300 heil-
brigðisstarfsmenn hafa skráð sig í
bakvarðasveit heilbrigðisþjónustu í
haust samanborið við rúmlega 1.100
í vor. Þetta kemur fram í svari heil-
brigðisráðuneytisins við fyrirspurn
Fréttablaðsins.
Á fyrstu tveimur vikunum eftir
að tilkynnt var um samkomubann í
mars voru meira en 500 skráningar.
Í byrjun apríl voru meira en þúsund
skráðir og var talan komin upp í
1.159 í lok apríl.
Í september, þegar hin svokall-
aða þriðja bylgja COVID-19 hófst,
var tekin ákvörðun um að endur-
vekja bakvarðasveitina, byrja á
núlli og óska eftir nýskráningu.
Ástæðurnar voru tvíþættar. Bæði
höfðu aðstæður þeirra sem höfðu
skráð sig breyst auk þess sem heil-
brigðisstofnanir óskuðu eftir því að
atriðum yrði bætt við skráninguna
til að einfalda ráðningar. Frá því
að bak varða sveitin var aftur sett
á laggirnar 21. september til gær-
dagsins höfðu 297 skráð sig.
Hlutfallsleg fækkun hefur ekki
verið meiri í einum hópi heilbrigð-
isstarfsmanna umfram annan. Í
vor höfðu 275 hjúkrunarfræðingar
skráð sig samanborið við 55 nú. Þá
hefur fjöldi lækna farið úr 107 í 35,
sjúkraflutningamanna úr 102 í 40
og sjúkraliða úr 238 í 63. Aðeins 31
hefur áður starfað sem bakvörður.
Rúmur helmingur þeirra sem
skráðir er nú í bakvarðasveitina
getur helst sinnt sjúklingum með
COVID-19. Þá vilja 190 helst vinna
á Landspítalanum og 144 á Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins. 25
vilja helst starfa á Sjúkrahúsinu á
Akureyri. – ab
Mun færri skráðir í bakvarðasveit en í vor
Í gær voru 23 inniliggjandi á heil-
brigðisstofnunum með COVID-19.
Ný vistun í Reykjanesbæ
verður tekin í notkun árið
2023.
Samningar eru til
tiltekins tíma og
ljóst að verði ekki um
framlengingar að ræða þá
þurfa leigutakar að fjarlægja
sína muni og
mannvirki.
Ásta Stefánsdótt-
ir, sveitarstjóri
Bláskógabyggðar
1 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð