Fréttablaðið - 13.10.2020, Side 12

Fréttablaðið - 13.10.2020, Side 12
Sem hjúkrunarfræðingur er ég mjög meðvituð um mikil-vægi heilbrigðrar þarmaflóru og góðrar meltingar og því fagna ég allri umræðu um hægðir og klósettferðir fólks. Í gegnum mitt starf og einkalíf hef ég áttað mig á hversu stór partur af heilsu fólks er tengdur meltingarveginum. Mér finnst algerlega nauðsyn- legt að hver og einn hugi að sinni „hægðaheilsu“ og sem betur fer er þetta málefni mér engan veginn óþægilegt eða viðkvæmt. Fjöl- skyldunni minni finnst þó algjör óþarfi að ræða þessa hluti við eld- húsborðið, yfir kvöldmatnum eða fyrir framan gesti og gangandi en mér finnst það hið besta mál og vil leggja mitt af mörkum til að dætur mínar skilji mikilvægi heilbrigðrar meltingar. Það að fara á klósettið og pæla í því sem lendir þar er bara nauðsynlegt heilsutékk. Þeir sem þekkja mig vel vita að ég á það til að vera með hægðir á heilanum. Ekki í orðsins fyllstu merkingu en svona allt að því. Ástæðan er ein- faldlega sú að ég sjálf hef glímt við meltingarvandamál um árabil sem kallast hægðatregða og hefur oft á tíðum gert mér lífið leitt. Ótalmargir einstaklingar á öllum aldri glíma við þennan hvimleiða kvilla og vita nákvæm- lega hvað ég er að tala um. Ein líklegasta ástæðan og upphaf þess að ég fæ þessa meltingarkvilla má rekja til sýklalyfjagjafar vegna sýk- ingar í móðurlífi í kjölfarið á barns- fæðingum. Mikið gríðarlega var ég þakklát fyrir sýklalyfin og endur- heimt heilsunnar en eftir sátu þarmarnir með bakteríuflóruna í algeru ójafnvægi og reglubundin hægðalosun heyrði sögunni til. Það er frekar þreytandi þegar ekkert er að frétta og þarmarnir bara í fríi og börnin þín halda að þú sért komin sex mánuði á leið og eigi von á systkini. Það er líka mjög þreytandi að vera alveg stíflaður og finna þreytu og slen byggjast upp í takt við þensluna á kviðnum. Nú fer þetta að verða meira og meira spennandi, frásagnargleði mín fer á flug og ég ætla því að fá að deila með ykkur ferðasögu síðasta árs. Við fjölskyldan dvöldum á Tenerife í tæpar tvær vikur í fyrra. Ég gerði þau skelfilegu mistök að taka ekki með mér neina góð- gerla því ég hélt að hægt væri að kaupa slíkt í næsta heilsuhúsi á eyjunni í Atlantshafi. Ónei, ekki aldeilis. Eyjarskeggjar eru eflaust flestir með fína meltingarheilsu því hvergi fann ég heilsuhús eða apó- tek sem seldi slíkar gersemar sem meltingarensím og fjölgerlar eru. Að kaupa kröftug laxativ-lyf var alveg síðasta sort því ég nennti ekki að ganga í hægðum mínum í fína sundbolnum á ströndinni. Loks á degi sjö í hægðastoppi fann ég einhverja rándýra góðgerlablöndu en þrátt fyrir að hafa klárað alla pakkninguna næstu daga hafði það engin áhrif. Allir gerlarnir greini- lega löngu dauðir úr hita og ég hélt áfram að burðast með nokkur kíló af úrgangsefnum sem sátu sem fastast. Ég flaug heim til Íslands töluvert sverari um mig miðja og tilkynnti fjölskyldunni minni að einungis eitt grjóthart lambasparð hefði skilað sér í skálina allt fríið. Þeim fannst ég ekki fyndin! Ég hef í mörg ár þurft að taka inn góðgerla og ég hef ekki tölu á Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Meltingar- kvillar eru úr sögunni hjá Laufeyju eftir hún fór að taka inn Bio-Kult að staðaldri. MYNDIR/AÐSENDAR Bio-Kult góðgerlar fyrir alla fjölskylduna. Bio-Kult Candéa og Original henta fyrir alla, einnig barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Ávallt er mælt með að ráðfæra sig við lækni fyrir inntöku fæðubótarefna. Lifrin er stærsti kirtill líkamans, hún gegnir yfir 100 mismunandi hlutverkum í líkamanum og er aðal efnaskipta- líffæri líkamans. Í raun er hún efnaverksmiðja sem starfar allan sólarhringinn því án hennar ætti engin brennsla sér stað í líkam- anum. Að auki væri blóðrásin ekki eðlileg, hormónabúskapurinn færi úr jafnvægi, óhreinindi myndu safnast í blóði og ótalmargt f leira færi úr skorðum. Þreyta og þrótt- leysi geta verið merki um að mikið álag sé á lifrinni. Lífsstíll hefur áhrif Það geta verið margar ástæður fyrir því að lifrin er ekki að virka eins og hún ætti að gera og fjölmargt í lífsstíl okkar sem getur haft áhrif þar á og ýtt undir fitusöfnun í lifur sem í daglegu tali kallast fitulifur. Fitulifur er hægt að laga og gott er að hafa í huga að það eru ákveðin matvæli sem ráðlegt er að neyta í hófi eða sleppa til að viðhalda heil- brigðri lifur, það eru til dæmis: n Áfengi og koffín n Unnin matvara og djúpsteiktur matur n Auka-/gerviefni n Sykraðir drykkir og snakk Active Liver Active Liver frá New Nordic er gríðarlega vinsæl vara og fjöl- Betri líðan og aukin orka Lifrin sinnir yfir 100 mismunandi hlutverkum í líkamanum og tengist hún beint eða óbeint allri líkamsstarfseminni. Active Liver reynist mörgum vel við að viðhalda heilbrigði lifrarinnar. Jóna Hjálmarsdóttir sjúkraliði: „Ég fann fljótlega mun en orkan jókst og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég finn líka mun á húðinni en hún ljómar meira og er mýkri.“ Það að fara á klósettið og pæla í því sem lendir þar er bara nauðsynlegt heilsu- tékk. Í kínverskum lækningum til forna var sagt: „Læknir sem getur stillt af starf- semi lifrarinnar, veit hvernig á að lækna hundrað sjúkdóma.“ margir finna fyrir almennt betri líðan við inntöku. Eins og nafnið gefur til kynna eflir þetta bætiefni lifrarstarfsemi og getur aukin orka verið eitt af einkennum heilbrigðr- ar lifrar. Active Liver inniheldur mjólkurþistil, ætiþistil og kólín sem stuðlar að: n Eðlilegum fituefnaskiptum n Eðlilegri starfsemi lifrar n Eðlilegum efnaskiptum er varða amínósýruna hómósystein Að auki inniheldur Active Liver túrmerik og svartan pipar. Auðveldara að halda mér í réttri þyngd Jóna Hjálmarsdóttir sjúkraliði hefur lengi notað Active Liver: „Ég er mjög meðvituð um líkamsstarfsemina og veit að fita getur safnast á lifrina. Ég ákvað að prófa Active Liver eftir að ég sá að það er gert úr náttúrulegum efnum. Ég fann f ljótlega mun á orkunni og mér finnst auðveldara að halda mér í réttri þyngd. Ég finn líka mun á húðinni en hún ljómar meira og er mýkri. Ég er mjög ánægð með árangurinn og mæli með Active Liver fyrir fólk sem hugsar um heilsuna og vill halda melting- unni góðri.“ Sölustaðir: Apótek, heilsubúðir og Framhald af forsíðu ➛ því hve miklum fjármunum ég hef eytt í alls konar vörur sem stuðla að öflugri og betri meltingu og heilbrigðari þarmaflóru. Sumt virkar og annað alls ekki. Það er því með mikilli ánægju sem ég segi frá reynslu minni af Bio-Kult sem ég hef notað með hléum undan- farin ár en sem ég hef nú gefið meiri gaum og tekið að staðaldri. Ég ákvað í ljósi minnar reynslu og tregðu að taka tvöfaldan skammt í tvær vikur af bæði Bio-Kult og Bio-Kult Candéa. Með því móti náði ég að koma öllu vel af stað og ná jafnvægi. Í dag tek ég ráðlagðan skammt bæði kvölds og morgna og finn að það hefur mjög góð áhrif á meltinguna og garnahljóðin eru fyrir mér kærkominn og ómfagur hljómur. Enn fremur þoli ég betur flestalla fæðu núna.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.