Fréttablaðið - 13.10.2020, Síða 30
Hrek k java k a n er á sínum st að í dagatalinu þann 31. október en þó er nú þegar ljóst að hún verður eitt-
hvað bragðdaufari og öðruvísi en
venjulega enda getur varla talist til
eftirbreytni að fara í hópum milli
húsa, banka upp á hjá ókunnugum
og troða þar lúkunum í nammis-
kálar.
„Þetta er ekkert sama örtröðin.
Kannski bara sem betur fer og þá
er fólk að fara eftir reglunum,“ segir
Valgerður Gunnarsdóttir, versl-
unarstjóri í Partíbúðinni, þegar
ellefu dagar eru í hrekkjavöku og
munurinn á stemningunni milli ára
er þegar merkjanlegur.
Engir sénsar teknir
„Við finnum það alveg en það er
ekki mikill munur á krökkunum.
Það verður eitthvað í skólanum og
svona,“ heldur hún áfram og segir
ljóst að krakkarnir séu ekki af baki
dottnir þótt útlit sé fyrir öðru-
vísi hrekkjavöku en þau hafa átt
að venjast undanfarin ár. „En við
finnum mun á fullorðna fólkinu
og ljóst að það verða engin risa
hrekkja vökupartí. Við erum nýlega
búin að opna netverslun og þar er
brjálað að gera og þar finnum við að
fólk ætlar greinilega bara að gera sér
glaðan dag heima.“
Jóhann K. Jóhannsson, sam-
skiptastjóri almannavarnadeildar
ríkislögreglustjóra, segir allt of
snemmt að segja til um hvort tekið
verði sérstaklega á hrekkjavökunni
með tilmælum eða leiðbeiningum.
„Við eigum eftir að sjá hvað gerist
19. þegar samkomutakmarkanir
innanlands verða endurskoðaðar.
Staðan verður endurmetin þá.“
Geislavirkar pláguvarnir
Partíbúðin hefur verið í brennidepli
í kringum hrekkjavökur síðustu ára
og verslunarstjóranum sýnist ljóst
að fólk sé almennt nú þegar búið
að ákveða að fara sérlega varlega á
Halloween núna.
„Það sem við heyrum er að
fólk ætlar frekar að gera vel við
sig heima. Skreyta heima, leyfa
krökkunum að vera í búningi en
kannski ekkert fara mikið út á við.
Við finnum alveg að það er hugur í
fólki en það er að fara varlega,“ segir
Valgerður og bætir aðspurð við að
ýmislegt bendi til þess að veiran
hafi einnig talsverð áhrif á búninga-
tísku ársins.
„Við erum með plágugrímur og
svona Chernobyl-galla og mér sýn-
ist þetta verða svolítið þannig ár.“
Graskerjateljarar
Vesturbærinn hefur verið áber-
andi líf legur á hrekkjavökum síð-
ustu ára og þar stilla foreldrar og
Hallow een-fólk saman strengi sína
í Facebook-hópnum Hrekkjavaka í
107 & 101 Vesturbær sem telur um
1.600 manns.
Þar er hugur í mannskapnum og
stemning fyrir því að skreyta húsin
eins og venjulega en láta sælgætið
og „grikk eða gott“ heimsóknirnar
eiga sig og stefna grímubúninga-
klæddum krökkunum frekar í ein-
hvers konar ratleiki um hverfið þar
sem þau geti talið grasker, haus-
kúpur eða aðra slíka hrollvaka.
Ekki ósvipað bangsatalningunum
sem urðu vinsæl dægradvöl í fyrstu
bylgju faraldursins.
Með þessu móti geti fólk brugðið
á leik sér og krökkunum í hverfinu
til ánægju án þess að tefla sóttvörn-
um í tvísýnu þar sem hægt sé að
umbuna þeim fyrir að ná ákveðn-
um fjölda í talningunni með nammi
þegar heim er komið.
Kynjaverur í Borgarbyggð
Fjögur ár eru síðan byrjað var að
halda hrekkjavökuna hátíðlega með
skipulögðum hætti í Borgarbyggð.
Stjórnendur Facebook-hópsins
Hrekkjavaka í Borgarbyggð 2020
segja að í ljósi sívaxandi vinsælda
hafi verið ákveðið nýlega að halda
í hefðina með tilheyrandi varúðar-
ráðstöfunum.
„Bæjarbúar sem vilja fá heimsókn
frá ýmsum kynjaverum setja út hjá
sér útikerti eða skreytingar til að
krakkarnir viti hvaða hús tekur á
móti þeim. Borgarbyggð er með lítil
sem engin smit og við viljum halda
því þannig,“ segja þau og benda á að
upplagt sé að taka þátt með því að
skreyta húsin og veifa svo krökk-
unum úr glugganum.
Þessi áform eru þó öll með þeim
fyrirvara að almannavarnir gefi
grænt ljós á hrekkjavökugleðina.
„Við hlýðum Víði og frestum þessu
til næsta árs ef aðstæður verða
þannig.“
toti@frettabladid.is
odduraevar@frettabladid.is
EN VIÐ FINNUM MUN Á
FULLORÐNA FÓLKINU
OG LJÓST AÐ ÞAÐ VERÐA ENGIN
RISA HREKKJAVÖKUPARTÍ.
Valgerður Gunnarsdóttir
Óvissa hjá almannavörnum á meðan
bragðdeyfð hrekkjavaka færist nær
Vesturbærinn iðar af lífi á hrekkjavöku sem er orðinn fastur liður þar þegar litskrúðugar forynjur og furðukvikindi
fara mikinn og ungir og eldri virðast ekki ætla að láta veiruskömmina spilla allri gleðinni í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Nú getur grikkur fylgt gottinu og allur varinn því góður. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Börn og foreldrar undirbúa öðruvísi
hrekkjavöku í skugga heimsfaraldursins
sem verður væntanlega helsta hrollvekja
ærslakvöldsins 31. október. Almannavarnir
bíða átekta á meðan mun rólegra er í Partí
búðinni núna en venjulega um þetta leyti.
1 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð