Austri


Austri - 12.01.1995, Page 2

Austri - 12.01.1995, Page 2
2 AUSTRI Egilsstöðum,I2. janúar 1995. Útgefandi: KSFA Skrifstofa Austra Tjarnarbraut 19, 700 Egiisstaðir, pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Áskrift kr. 100 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120,- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Efni skal skila á diskum eða vélrituðu. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Gatt samningurinn Samkomulag tókst á Alþingi fyrir áramótin um „full- gildingu samnings um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnun- ar“ eins og það heitir á opinbem máli. Hér er um að ræða Gatt samninginn sem er stærsti samningur um alþjóðavið- skipti sem gerður hefur verið. Viðræður um hann hófust árið 1986 í Uruguay, og hann var undirritaður með fyrir- vara um samþykki þjóðþinga í Marokko þann 15. apríl 1994. Eins og gefur að skilja var samningaferillinn ekki átaka- laus og svo var ekki heldur hér á landi. Deilumar hér- lendis stóðu ekki um samkomulagið sem heild, heldur vom átök á sínum tíma um tilboð Islands varðandi land- búnaðrmálin og ekki síður innan ríkisstjómarinnar um forræðið varðandi innflutnig landbúnaðarvara. Landbúnaðarkafli samningsins hefur eðlilega verið mest í umræðunni því að samningurinn veldur mestri ó- vissu fyrir þá atvinnugrein, og getur, ef samkeppnisstaða hennar er ekki jöfnuð, haft alvarleg áhrif. Hins vegar er þetta samkomulag jákvætt fyrir aðrar at- vinnugreinar, því íslendingar eiga mikið undir því að njóta bestu kjara í útflutningi. Samkvæmt samningnum ætti útflutningur fiskafurða á markaði vestan hafs og í Japan að njóta umtalsverðra tollalækkana. Sama gildir um iðnaðarvömr. Þessir markaðir em okkur afar mikil- vægir. I samkomulaginu sem náðist á Alþingi er ítrekað að ,,þrátt fyrir fullgildingu samningisins gildi óbreytt skipu- lag á innflutningi landbúnaðarafurða þar til lögum hefur verið breytt með hliðsjón af samningnum. Landbúnaðar- ráðherra verði tryggt forræði um allar efnislagar ákvarð- anir í því stjómkerfi sem varðar landbúnað og innflutning landbúnaðarvara og komið verður á fót á gmndvelli álykt- unarinnar.” Það er fagnaðarefni að almenn samstaða náðist um þessi mál, því afar mikilvægt er að landbúnaðurinn einn verði ekki látinn gjalda samningsins. Á þessu reyndist skilningur á Alþingi, og þess vegna náðist samkomulagið. Það er nauðsyn að víðsýni ráði í þessum efnum, og það getur tæpast verið hagur neytenda að knésetja landbúnað- inn. Það yrði eingöngu til þess að auka erfiðleika í at- vinnumálum hérlendis, og kæmi niður á neytendum í einu eða öðm formi. Ef landbúnaðurinn fær aðlögunartíma getur samningur- inn einnig gefið möguleika og liðkað fyrir útflutningi landbúnaðarvara. Þá möguleika þarf að grandskoða. J.K. Akið varlega! Hún leynist víða, hálkan Umferðarráð Fundir Alþingis stóðu á milli jóla og nýárs að þessu sinni. Venj- an er að ljúka þinghaldinu fyrir jól, en þó er ekki einsdæmi að fundir standi milli hátíðanna. Dæmi um það er árið 1987 er þá stóðu fundir fram í janúar 1988, vegna stórmála sem þá voru til afgreiðslu svo sem löggjafar um kvótakerfi í fiskveið- um. Tímahrak Hins vegar var það athyglisvert nú að þingið stóð ekki fram yfir áramótin vegna málafjölda frá rík- isstjóminni. Satt að segja var ekki mikið af málum frá henni sem lágu fyrir utan hinna venjulegu fylgifrumvarpa fjárlaga, og fjárlag- anna sjálfra. Hins vegar vom þau frumvörp komin afar seint fram, eða rétt fyrir jól. Löggjöf um breytingar í skattamálum er afar flókin og vandasöm og það þarf að skoða vel áhrif þeirra. Það er mjög leiður siður að vinna þessi mál í tímapressu um það leiti sem fjárlög verða að vera tilbúin. Tafir vegna kosningaumræðu og afsagnar. Það var alveg ljóst að þessi dráttur á framlagningu mála var vegna þess að það hægði á allri vinnu ráðuneyta við undirbúning mála í sumar þegar umtal um al- þingiskosningar á síðastliðnu hausti var í hámarki. Einnig var það ljóst að hinar miklu sviptingar sem urðu í haust í kring um embætti félags- málaráðherra seinkuðu málatilbún- aði og tóku tíma ráðherra og flokksforingja. Það gengur mikið á í fjölmiðlum í kring um þessa at- burði, en það er ekki síður mikið um að vera á bak við tjöldin í kring um atburð á borð við þann þegar ráðherra segir af sér. Þær staðreyndir voru viður- kenndar af stjórnarliðum í viðtölum við fjölmiðla að atburðir síðasta misseris í stjómarsamstarfinu hefðu tafið framgang mála. Afstaða stjórnarandstöðu. Fjárlög og fylgifrumvörp þeirra em að sjálfsögðu á ábyrgð stjórnar- liða hverju sinni. Eigi að síður vinnur stjómarandstaðan að yfir- ferð þeirra í Alþingi ásamt þeim og hefur áhrif í gegn um það, þótt heildarstefnan sé ríkisstjómarinnar. Fjárlagafrumvarp tekur ætíð all- miklum breytingum eftir að fjár- laganefnd hefur fjallað um það, en hins vegar ákveður ríkisstjóm og starfandi þingmeirihluti rammann og hverju er úr að spila, og meiri- hluti fjárlaganefndar vinnur sín verk í samráði við ríkisstjómina. Stjórnarandstaðan sat hjá við fjár- laglafrumvarpið sem heild, en greiddi atkvæði með einstökum breytingartillögum sem unnar voru í Alþingi. Samningar um þinglok Það hefur löngum verið svo að í samningum um þinglokin fær stjórnarandstaðan fram einhver mál sem hún setur á oddinn. Að þessu sinni voru tvær breytingar sem gerðar voru síðustu klukkutímana í ríkisfjármálunum. Skerðing fram- kvæmda í flugmálum var lækkuð um 30 milljónir króna og ákveðið var að halda embættum héraðs- lækna á Akureyri og í Reykjavík, en ætlunin var að leggja þessis embætti niður. Gatt samningurinn var staðfest- ur milli jóla og nýárs, en um hann er fjallað í leiðara Austra í dag. Æðarrækt- * arfélag Is- lands undir- býr rit um æðarfugl Æðarræktarfélag íslands sem varð 25 ára á síðasta ári hefur á- kveðið að hefja undirbúning að út- gáfu ritverks um æðarfugl. Þetta kom fram á aðlafudni félagsins 12. nóvember. Stjórn Æ.I. hefur skip- að ritnefnd til að vinna ritverkið. Einn ritnefndarmanna, sr. Þorleifur Kristmundsson frá Kolfreyjustað, hefur á 39 ára starfsferli sínum sinnt æðarvarpinu þar með þeim hætti að það er nú í röð stærri æð- arvarpa landsins. Fram kom á að- alfundinum að sala á æðardúni virðist vera að glæðast og í lok september sl. voru rúm 2500 kg. dúns farin úr landi. Á fundinum var Sæmundur Stefánsson frá Völlum í Svarfaðardal kjörinn heiðursfélagi en hann mun fyrstur hafa hreyft hugmyndinni að stofna félagið. Formaður Æ.í. er Davíð Gíslason, Garðabæ. Unnið upp úr fréttatil- kynningu. Nýútkomin bók frá ís- lenska kilju- klúbbnum “Nóttin hlustar á mig” eftir Þuríði Guðmundsdóttur er 7. ljóða- bók höfundar. Ljóðin í bókinni eru í þremur flokkum. Sá fyrsti nefnist Tjarnljóð, annar Blóm þagnarinnar og þriðji flokkurinn ber heitið Nótt- in hlustar á mig. Knattspyrnudeild Hattar með Uppskeruhátíð Uppskeruhátíð Knattspymu- deildar Hattar var haldin í Hótel Valaskjálf 30. desember síðast- liðinn. Um 80 manns sóttu hátíðina sem var hin glæsilegasta. Boðið var upp á skemmtiatriði undir borðum og á eftir stiginn dans við undirleik hljómsveitarinnar Austurland að Glettingi. Á Uppskeruhátíðinni voru félögum í meistaraflokki karla og kvenna veittar viðurkenningar. Eysteinn Hauksson var valinn besti leikmaður í meistaraflokki karla en jafnframt hlaut hann viður- kenningar fyrir að vera markahæsti leikmaðurinn og fyrir 50 deildar- leiki. Haraldur Klausen fékk viðurkenningu fyrir að hafa sýnt mestar framfarir á tímbilinu og fyrir 100 deildarleiki. Jón Kristins- son hlaut einnig viðurkenningu fyrir 100 deildarleiki og Baldur Bragason fyrir 50 deildarleiki. Besti leikmaður í meistaraflokki kvenna var valin Oddný Freyja Jökulsdóttir. Hugrún Hjálmars- dóttir var valin efnilegasti leik- maðurinn, en viðurkenningu fyrir flest mörk í meistaraflokki kvenna fékk Adda Birna Hjálmarsdóttir. Sem kunnugt er er fjárhagur deild- arinnar bágur og miklar skuldir hafa safnast upp, bæði vegna ferðakostnaðar liðanna og þjálfara sem oft og tíðum hafa verið aðkomumenn sem orðið hefur að sjá fyrir húsnæði og því verið dýrari í rekstri en ella. Knattspymumenn hafa snúið bökum saman og hyggjast breyta vöm í sókn. Gerðar hafa verið ákveðnar skipulagsbreytingar og kannaðar leiðir til tekjuöflunar og er stefnt að því að gera deildina skuldlausa á þremur til fimm ámm. Þjálfari meistaraflokks karla hefur verið ráðinn og er hann að þessu sinni heimamaður, Ámi Ólason, íþróttakennari og hófu leikmenn æfingar undir hans stjóm í nóvember. Framkvæmdastjóri Knattspymudeildar hefur verið ráðinn Hilmar Guðlaugsson og mun hann fyrst og fremst beina kröftum sínum að fjáröflunar- málum og er þegar komið á laggimar verkefni sem lýtur að auglýsingasölu. A.Þ. Leikið með knöttinn mynd Pétur Eiðsson

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.