Austri


Austri - 12.01.1995, Blaðsíða 6

Austri - 12.01.1995, Blaðsíða 6
Jafnþrýstibúnaður. Oryggi Stundvísi Þjónusta Þægindi Ávailt þrír í áhöfn Morgunflug - síðdegisflug. Frídagar í Reykjavík Helgarhátíð í Reykjavík Söguferð til Reykjavíkur Skemmtun Hótel íslandi 14 ferðir í viku. FLUGLEIÐIR traustur íslenskur ferðafélagi. Egilsstöðum, 12. janúar 1995. 2. tölublað. Akkur hf. leitar að nýjum togara í stað Klöru Sveins Austramynd: MM Akkur hf. á Fáskrúðsfirði leitar nú að nýjum togara erlendis eftir að það seldi togara sinn Klöru Sveins- dóttur SU 50 ásamt kvóta. Að sögn Ingólfs Sveinssonar fram- kvæmdastjóra Akks hf. var gert til- boð í kanadískan frystitogara fyrir jól en því tilboði var hafnað í síð- ustu viku, svo nú er verið að skoða málin betur. Hann segir að stefnt sé á úthafsveiðar með nýju skipi. Hlutafélagið Teisti hf. sem stofnað var um kaupin á Klöru Sveinsdótt- ur er skrásett á Fáskrúðsfirði en að fyrirtækinu standa íshúsfélag ís- firðinga, Togaraútgerð ísafjarðar, Gunnvör hf. og Ritur hf. á ísafirði. Ingólfur sagði að Klara hefði land- að rækju oftast á Eskifirði en einnig í Færeyjum og Húsavík. Að sögn Guðmundar Agnarssonar framkvæmdastjóra hjá Rit hf. á ísa- firði, verður áhöfnin á Klöru Sveinsdóttur ráðin áfram fram í Klara Sveinsdóttir í höfn á Fáskrúðsfirði. febrúar en ekki sé búið að ákveða framhaldið. Með Klöru fylgir 1387 tonna rækjukvóti, en Guðmundur segir að rækjan verði sennilega unnin fyrir vestan. Það er því Ijóst að stór hluti af þeim mannskap sem hefur unnið hjá Akki hf. kemur til með að missa atvinnuna í febrúar ef ekki verður búið að finna nýtt skip á þeim tíma, en hjá fyrirtækinu hafa unnið í kringum 20 manns. MM Framkvæmdir hafnar við verk- smiðjuhús Loðnuvinnslunnar hf. í síðastliðinni viku hófust fram- kvæmdir við undirstöður verk- smiðjuhúss Loðnuvinnslunnar h/f á Fáskrúðsfirði. Verkið var boðið út og var gengið til samninga við Krapp S/f sem er sameignarfyrir- tæki þriggja aðila, Þorsteins Bjamasonar, Fáskrúðsfirði, Röra og hellusteypunnar, Fáskrúðsfirði og Fjarðaverks á Djúpavogi. Tilboð þeirra félaga hljóðaði upp á 36,3 milljónir króna sem er 91 % af kostaðaráætlun. Aætlað er að öllum verkþáttum verði lokið um miðjan maí. Loðnuvinnslan h/f yfirtók um áramót fiskimjölsverksmiðju Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga og er fyrir- hugað að koma þar fyrir hluta af búnaði þeim sem keyptur hefur verið frá Japan, þannig að hægt verður að hefja loðnubræðslu þar fljótlega. Þá er verið að setja upp hreinsibúnað fyrir hrogn og flokk- unarbúnað fyrir loðnu á Fáskrúðs- firði og standa kaupfélagið og Loðnuvinnslan í sameiningu að þeirri framkvæmd. Einnig hefur frystirými í frystihúsinu verið auk- ið en þar voru nýlega settir upp þrír nýir frystiskápar. Hoffellið fór á veiðar upp úr áramótum og hófst vinna í frystihúsinu þann 10. janúar síðastliðinn. AÞ Nýbygging félags eldri borgara tekin í notkun á nýársdag Félag eldri borgara á Borgarfírði eystra tók á nýársdag í notkun nýtt hús sem félagið hefur byggt yfir starfsemi sína. Byggingin sem er 120 m2 steinhús er fullklárað, utan þess að eftir er að ganga frá lóð og hefur félagið flutt þangað alla starf- semi sína. Húsið er byggt fyrir gjafafé frá mæðginunum Gyðu Arnadóttur og Gesti Arnasyni, en þau gáfu félaginu tvær íbúðir í Reykjavík, lausafé, og einnig hús- muni og bækur. I húsinu hefur ver- ið innréttuð sérstök Gestsstofa sem er búin húsgögnum Gests, en hús- gögn og búnaður í húsinu er allur úr búi gefenda, utan þess að keypt hafa verið borð og stólar. Gestur sem var prentari að iðn átti mikið og gott bókasafn og hefur því að hluta verið komið fyrir í húsinu, einnig áttu þau mæðgin gott safn málverka sem nú prýðir veggi nýja hússins. Margir litu inn hjá eldri borgurum í tilefni dagsins m.a. börn úr sunnudagaskólanum sem þar tóku lagið fyrir gesti. Einnig voru sýndar litskyggnur úr safni Gests margar hverjar teknar á Borgarfirði. Þá var Félagi eldri borgara afhent peningagjöf að upp- hæð hundrað þúsund krónur frá hjónunum Valborgu Þorsteinsdótt- ur og Birni Olafssyni. Bygging hússins hefur gengið mjög vel, en fyrsta skóflustungan var tekin þann 24. október fyrir rúmu ári. Húsið teiknaði Bjöm Kristleifsson, arki- tekt, en yfirsmiður var Einar Jóns- son. Stefnt er að vígslu hússins sem hlotið hefur nafnið Vinaminni í vor. AÞ Unnið að stofnun leikskóla á Bakka- firði Skipuð hefur verið verkefnis- stjórn til að undirbúa stofnun leik- skóla á Bakkafirði. Að sögn Þóru Jónsdóttur sem situr í verkefnis- stjórninni er stefnt að því að leik- skólinn taki til starfa sem fyrst, en húsnæði fyrir starfsemina er til staðar í grunnskólanum. Gerð var könnun um þörf fyrir slíka stofnun á Bakkafirði í haust og reyndust foreldrar 8 barna hafa áhuga á heilsdagsvistun en áhugi var á hálfsdagsvistun hjá foreldrum 14 barna. Þóra sagði að stefnt væri að þvi að ráða leikskólakennara til að veita skólanum forstöðu. AÞ Horfðu til framtíðar! Þeir sem i FUJI filmur framkall FUJICOLOR láta gæði og < verðvei minningai Filma án endurgjalds fylgir með framköllun. 500- fai. Umboðsmenn um allt Austurland. Meiri gæði - betra verð Dynskógum 4, Egilsstöðum, sími 11699 jgjgjgjgjgjgjgjgjgjgjgjgjMMSJBJBJBJBM 0 KURL I fyrsta tölublaði ársins birtust í Austra tölur um mannfjöldaþróun hér í fjórð- ungi og kom þá í ljós að þar em búsettir umtalsvert fleiri karlar en konur. Ekki munu hafa farið fram rannsóknir á aldursdreifingu karla í fjórð- ungnum en Kurlritara er nær að halda að í hópnum sé að finna marga seggi komna á þann aldur að tímabært sé fyrir þá að leita kvonfangs. Ætla má hins vegar að þeir séu margir hverjir á þeim buxunum að bera sig lítt til slíkra verka með þeim afleið- ingum að austfirskar mey- stelpur sæka sér vatn yfir lækinn og flytja í aðra fjórð- unga í leit að maka. Ástandið varð Sigurði Óskari Pálssyni að yrkisefni: Það lifa margir í ljúfum vonum, löng verður stundum þeirra bið. Ei er að spyrja að „ósköponum“ Austfirðinga með kvenfólkið. Maður að nafni Benedikt Vilhjálmsson hefur lengi átt sæti í blaðstjórn Austra. Hann hefur oftar en ekki ver- ið blaðinu innan handar og m.a. teiknað myndagátuna í jólablaðið um ára bil. Útgáfu- stjóra þótti því vel við hæfi að skenkja Pella jólagjöf fyrir vel unnin störf og ákvað að blaðið sendi honum bók í jólagjöf. Gjöfina tók Bene- dikt upp eins og vera ber í faðmi fjölskyldunnar á að- fangadagskvöld og fer sögum af, að scnum hans og eigin- konu hafi verið skemmt þeg- ar úr pakkanum kom skáld- saga Einars Kárasonar „- Heimskra manna ráð“. GLERAUGU ÚR & KLUKKUR SKART & GJAFAVARA SÍMI 97-12020 /11606 FAX 97-12021 LAGARÁS 8 - PÓSTHÓLF 96 - 700 EGILSSTAÐIR Birta Einarsdóttir úrsmiður - Sævar Benediktsson sjóntækjafræðingur 30% afsláttur á Camelot skartgripum. Lokkar m/smellu og pinna. Nælur og men. on TISSOT Svissnesk gæðaúr.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.