Austri


Austri - 12.01.1995, Blaðsíða 4

Austri - 12.01.1995, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 12. janúar 1995. Hugarflug um atvinnu í haust fékk Framfarafélag Fljótsdalshéraðs til liðs við sig þrjár konur og þrjá karla frá mis- munandi stöðum á Héraði til að taka þátt í hugarflugi um atvinnu- mál með stjóm félagsins. Sérstak- ur fundarstjóri og ritari skráðu í allt 25 hugmyndir, en síðan hefur verið unnið og er áfram unnið með tíu þeirra. Til þess að aðrir fjórðungsbúar fái að velta þessum hugmyndum fyrir sér og e.t.v. finna leiðir til að koma þeim eða afbrigðum af þeim í framkvæmd, er ætlunin að birta þær hér, enda vill Framfarafélagið alls ekki sofa á þeim, og er fegið að hver sem er taki einhverja upp eða hagi henni eftir aðstæðum hjá sér. Hér er talið upp í sem stystu máli, en hægt er að fá frekari upplýsingar hjá undirrituðum eða öðmm úr stjóm félagsins. Framleiðsla á HRÚTABERJA- VÍNI, notkun á VILLTUM SVEPPUM, t.d. bæði tvennt með hreindýrakjöti á fínum veitinga- stöðum. Setja saman grófa BEKKI, FUGLAKER/HÚS eða ýmsa GARÐSSKRAUTMUNI úr ís- lenskum skógarviði. HANSAGARDÍNUHREINSUN, GLUGGAÞVOTTUR utan sem innan—líklega arðvænlegt út frá eða á nokkrum stöðum í fjórðungn- um. Ferðamenn, innlendir sem er- lendir, PLANTI SÍNUM EIGIN TRÉ/TRJÁM; e.t.v. fá það sent til sín aftur eða sækja sem jólatré eftir nokkur ár. GÆSLUVELLIR, LEIKSVÆÐI þar sem ferðamenn koma—sveitar- félagið geri þeim þannig auðveld- ara að staldra við. Atvinna fyrir gæslumennina, sem ferðamenn og heimamenn greiða fyrir að hluta. UMHVERFISFEGRUN þar sem ferðamenn koma að sveitarfélagi, t.d. við flugvöllinn á Egilsstöðum. Skapar atvinnu óbeint. ENDURVEKJA/FULLNÝTA möguleika GISTIHÚSSINS Á EG- ILSSTAÐABÝLI. UPPÁKOMUR í ATLAVÍK, sem er þegar þekkt hjá íslending- um—selja þeim eða útlendingum ýmsa þjónustu þar. SAMEIGINLEGT BLAÐ AUSTFIRÐINGA, ÓFLOKKS- BUNDIÐ, þar sem ritstjóri (helst í afdal vegna hins óhóflega hreppa- rígs!) fær fréttir og þjóðmálaum- ræðu frá mörgum riturum og öllum stöðum í gegnum tölvumótald. Að SVÆÐISÚTVARP flytji á föstudagsmorgnum “FRAMFARA- POTTINN”. þar sem hugmyndarík- ir menn hvaðanæva að úr fjórð- ungnum geri tillögur um framfara- mál Austurlands. Til sem flestra lesenda: Endilega ræðið þessar hugmyndir ykkar á milli! Hafið einnig samband ef þið viljið. Megi þær og sem flestar aðrar hugmyndir rætast og verða okkur í fjórðungnum til framfara. Philip Vogler, s. 11673. Get- raun Uthlutað úr Menningar sj óði KASK Nýlega var úthlutað úr Menning- arsjóði Austur-Skaftfellinga, en Kaupfélag Austur-Skaftfellinga á- vaxtar þann sjóð. Alls hlutu 17 að- ilar úthlutun en 23 aðilar sóttu um styrk úr sjóðnum. Samtals var úthlutað 620 þúsund krónum úr sjóðnum. Hæstu styrk- ina fengu Karlakórinn Jökull, vegna söngmóts karlakórasam- bandsins Kötlu í maí n.k. 100 þús- und krónur. Leikfélag Homafjarðar 100 þúsund krónur vegna fram- kvæmda við aðsetur félagsins, Hlöðuna. Sigurður Ragnarsson Keflavík, hlaut 80 þúsund krónur vegna rit- unar á æviskrám Austur-Skaftfell- inga. Félag aldraðra á Höfn hlaut 40 þúsund krónur vegna ferðalags fyr- ir aldrað fólk í sýslunni. Þeir sem hlutu 25 þúsund krónur vora: Afmælisnefnd Kaupfélags Austur-Skaftfellinga vegna hönn- unar og uppsetningar á minnis- merki um stofnun kaupfélagsins. Lúðrasveit Homafjarðar vegna 20 ára afmælishalds og kaupa á hljóð- færam. Foreldrafélag Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu vegna ferðalaga nemenda, tónleikahalds o.fl. Náttúruvemdarsamtök Austur- lands vegna könnunar á varpi og útbreiðslu fugla í A-Skaftafell- sýslu, Samband A-Skaftfellskra kvenna vegna námskeiða fyrir kon- ur í sýslunni. Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu til skóg- ræktar í Haukafelli á Mýrum. Starfsmannafélag Kaupfélags Aust- ur-Skaftfellinga og Borgeyjar hf. vegna endurbóta á Araseli, sumar- bústað félagsins. Þorleifur Hjalta- son í Hólum vegna viðgerðar á Farmal A dráttarvél sem síðar verð- ur eign Byggðasafnsins. Þeir sem hlutu 20 þúsund krónur vora: Jassklúbbur Hornafjarðar til tónleikahalds, námskeiða o.fl. Af- komendur Sólveigar Jónsdóttur og Valgeirs Bjamasonar Höfn vegna gróðursetningar í minningarreit. Harmóníkufélag Homafjarðar vegna tónleika með finnskum tón- listarmanni. Jón Guðmundsson og Elín Guðmundsdóttir Höfn vegna málverkasýningar Tryggva Ólafs- sonar og Stangveiðifélag Horna- fjarðar vegna uppbyggingar ný- stofnaðs félags. Heimild: KASK-Fréttir. Vissir þú að níu reikistjörnur snúast um sólu og jörðin er ein þeirra? Hér koma nokkrar spurn- ingar og þrautir fyrir þig lesandi góður. Þetta er aðalega gert til að hafa gaman af og vonandi hefur þú líka eitthvert gagna af þessu líka. 1. Veistu hvað jörðin er talin gömul? 2. Úr hverju er jörðin og hver er innsti hlutur jarðarinnar? 3. Skiptist storkuberg í tvo flokka? Já eða Nei. 4. Er Hrafntinna storkuberg? 5. Hvað er það sem nefnt hefur verið “Svart gull”? 6. Fullyrðing: Hvað er talið að falli margir loftsteinar á ári, sem eru þyngri en 100 grömm? : 10.000 loftsteinar. 19.000 loft- steinar. eða 25.000 Ioftsteinar. Krossaðu við eitt svar af þessum fullyrðingum. 7. Finnast baggalútar (hreðja- steinar) á Austurlandi ? Má svara Já eða Nei. Gaman væri að fá nán- ari staðsetningu ef svarið er Já. 8. Fullyrðing: Ekkert líf getur þrifist án vatns? Já eða Nei. 9. Fullyrðing: Vatn nemur ná- lega tveimur þriðju hlutum af þyngd mannslíkamans? Já eða Nei. 10. Hvað er talið að bergið í Gerpi sé gamalt? 5 milljón ára. 13 milljón ára. 17 milljón ára. 20 milljón ára. Merktu við rétta tölu. Svör merkt: Vikublaðið Austri Tjarnarbraut 19 700 Egilsstaðir. merkt Jörð. Góða skemmtun. Umsjón : Arndís Þorvaldsdóttir Eg skal kveða við þig vel Ágætu lesendur! Gleðilegt ár og bestu þakkir fyrir samskiptin á liðnu ári. Enn eru að berast botnar við fyrriparta frá Þórhalli Pálssyni. Brynjólfur Bergsteinsson, bóndi á Hafrafelli botnar á þessa leið. Lífs er slóðin ljót með hörsl lukkusjóður þunnur mjög. Skútu þjóðar skelfa bösl skekkir róður áraslög. Á heiðum sjatna silungsvötn seiðin rotnuð falla á botn. Veiði skatna vex þá jötn valdið þrotnar og yfirdrotn. Jóhannes bóndi á Skjögrastöðum kvað: Fallin lofar margur maður margan kauðann. Ætli ég verði annálaður eftir dauðann. Eftirfarandi vísu lét Jóhannes fylgja skattframtali sínu: Gamla mín á gamlan rokk gríðarlega útleikinn, og svo á ég minn skakka skrokk skoðið þið, þama er “statusinn” Skáldkonan Guðfinna Þorsteins- dóttir (Erla) yrkir um dýrð sum- arsins: Brekkur anga, allt er hljótt aðrir ganga að dýnu. Sárt mig langar sumamótt að sofna í fangi mínu. Skáldið Steinn Steinarr átti það til að varpa fram einni og einni ferskeytlu þó oftar væri skáld- skapur hans á aðra lund: Kalt er jafnan konulausum Fellur ofan fjúk og snær, flest vill dofa hjá mér. Myrk er stofan, mannlaus bær, má ég sofa hjá þér? Forboðin ást Margt er það sem miður fer, mikinn þótt ég rói. Ekki má ég unna þér, álfakroppurinn mjói. Hjá Þura í Garði kveður við ann- an tón: Varast skaltu viljann þinn, veik era manna hjörtu. Guðaðu samt á gluggann minn en gerðu það ekki í björtu. Um mannlegt eðli og breyskleika mannanna yrkir Jón Ólafsson: þegar blóðið er heitt og hjartað ungt er hægt að freistast, en sigra þungt. Að dæma hart það er harla létt, en hitt er örðugra að dæma rétt. Fleira verður ekki kveðið að sinni. Lesendur mættu gjaman fara að dæmi Þórhalls og senda í þáttinn fyrriparta handa hagyrð- ingum til að spreyta sig á að botna. Einnig eru vísur frá líð- andi stund vel þegnar. Með bestu kveðju. Islandsflug fær vottun á viðhaldsstöð sína íslandsflug hefur hlotið vottun á viðhaldsstöð sína frá Evrópusam- bandi flugmálastjórna. Vottun þessi er skv. JAR 145 staðli sem er nýr staðall evrópskra flugmálastjóma byggður á gæðastaðlinum ISO 9000. Frá áramótum þurfa allar flugvélar í flugrekstri í Evrópu, þ.e. flugvélar sem notaðar eru í atvinnuskyni, að vera í viðhaldi hjá viðurkenndri við- haldsstöð. Þetta opnar íslandsflugi aukna möguleika á viðhaldsverkefn- um bæði innan- og utanlands og hef- ur mikla þýðingu fyrir félagið út á við. f viðhaldsstöð íslandsflugs vinna 10-12 starfsmenn en stöðin er til húsa í 2.400 fermetra flugskýli fé- lagsins á Reykjavíkurflugvelli. Fréttatilkynning. Þessi mynd er af Askirkju í Fellum. Þessi kirkja er merkileg fyrir það að hún er ein af fáum kirkjum landsins sem eru á jörð í bœndaeign. Myndina tók Þorsteinn Sveinsson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.