Austri


Austri - 12.01.1995, Blaðsíða 3

Austri - 12.01.1995, Blaðsíða 3
Egilsstöðum,12. janúar 1995. AUSTRI 3 Austfírðingur ársins valinn Rúnar Kristinsson, bifreiðarstjóri á Eskifirði var af hlustendum svæðisútvarps valinn Austfirðingur ársins, en Rúnar sýndi mikið snar- ræði þegar hann bjargaði fjórum manneskjum úr bíl eftir árekstur á Fagradal. Næst flestar tilnefningar fékk Bjöm Andrésson blaðberi í Fellabæ, en hann bjargaði bami sem fast var í leðju upp úr hús- gmnni. Þriðja sætið hreppti Sigríð- ur Dóra Sverrisdóttir, menningar- frömuður á Vopnafirði, en hún vann ótrauð að eflingu menningar í sínum heimabæ og stóð meðal ann- ars að því að settar vom þar upp tvær myndlistarsýningar með verk- um Errós og Stefáns frá Möðrudal. Að venju tóku fjölmargir þátt í valinu og vom alls 52 nefndir til sögunnar. Austfirðingur ársins fær til varðveislu farandbikar sem Hót- el Valaskjálf hefur gefið. A.Þ. Myndin var tekin 15. mars á síðasta ári á Fagradal þegar slysið varð og sést að mjög slœmar aðstœður voru slysstað vegna skafrennings. Austramynd M.M. Rækjuvinnslan malar gull Rækjuvinnsla Hraðfrystihúss Eskifjarðar framleiddi á síðasta ári um 3500 lestir af rækju að verð- mæti 500 milljónir. Engri rækju hefur verið landað á Eskifirði það sem af er árinu en verið er að vinna birgðir sem áætlað er að dugi vinnslunni til 26. febrúar. Að sögn Búa Birgissonar, verkstjóra verður þá vinnsla stöðvuð tímabundið og farið í nauðsynlegt viðhald og end- urbætur á húsnæði. Áætlað er að starfsfólk vinnslunar, um 20 manns fái störf við loðnufrystingu á með- an. AÞ BÆTT HEILSA og betra líf í dag skrifar Þuríður Backman Umsjón: Sigurborg Kr. Hannesdóttir.sími 12143 S Aramótaheitið. Um áramótin líta flestir yftr farinn veg og meta stöðu sína. Enn eitt árið er að baki og við höfum ekki ein- göngu öðlast meiri þroska og lífs- reynslu, heldur má einnig sjá og finna það á skrokknum. Eftir að hafa vegið og metið lífs- stflinn, fylgst með aukakflóunum, hrukkunum og viðurkennt úthalds- leysið þá sjá margir að við svo búið má ekki lengur standa. Áramóta- heitið er því oft í þeim anda að bæta sig nú og taka upp hollari og betri lífsstfl. Reykingamenn nota einnig þessi tímamót til að hætta að reykja. Hætt er við að heitið standi ekki lengi ef um skyndiákvörðun er að ræða. Það að hætta reykingum þarf góðan undirbúning svo ætlunin standi.til frambúðar. Að hætta að reykja er aðeins einn þáttur í nýjum og betri lífsstfl. Fátt fer eins í taugarnar á reyk- ingamönnum og að heyra sögur af fólki, sem “bara” hætti eins og ekk- ert væri. Reykingamenn eru mis- miklir nikotínistar og eðli manna er misjafnt og því gengur mönnum misvel í reykbindindi. Nikotín er mjög sterkt ávanabindandi efni og er nú flokkað með heróíni og kókaíni. Því eiga þeir sem eru mjög háðir efninu ekki að láta hugfallast þó þeir falli í reykbindindi heldur taka aftur upp þráðinn, þegar þeim finnst þeir vera tilbúnir í þá vinnu sem fylgir því að hætta tóbaksnotkun. Það að hætta að reykja er vinna,vinna sem krefst þess að skoða sálarlífið, líðan- ina almennt, heimilislífið, vinnuum- hverfið og reyna með því að gera sér grein fyrir því hvers vegna viðkom- andi reykir. Líkamleg einkenni koma fram á mislöngum tíma hjá einstaklingum og eins eru þau mismunandi eftir kynjum. Æðaþrenglsi koma fyrr fram hjá körlum og óttinn við kransæðastíflu eða einkenni frá hjarta hjálpar því körlum að hætta alveg reykingum. Þeir karlmenn sem ungir greinast með kransæða- stíflu eru nær undantekningalaust reykingamenn. Sú vitneskja að reykingar geta valdið getuleysi hjá miðaldra karl- mönnum hjálpar einnig til að taka á- kvörðun og standa við bindindi. Konur hafa notað reykingar til að halda vigtinni niðri og uppfylla þannig einhverja tilbúna kvenímynd. Það er rétt að reykingar auka brennslu líkamans og það hægir á henni þegar hætt er að reykja (meðal þyngdaraukning kvenna er um 3 kg).. Þar sem margar konur reykja útlitsins vegna þá kaupa þær hold- arfarið dýru verði, því húðin verður fölleit og hrukkur í andliti gera við- komandi mörgum árum eldri. En það eru fleiri og alvarlegri þættir, sem reykingamenn eiga að þekkja til að meta sjálfir hvaða áhættu þeir eru að taka með því að reykja á- fram. Reykingar eru einn aðal áhættu- þáttur æðasjúkdóma og veldur m.a. æðakölkun, æðaþelssjúkdómum og blóðflæðistruflunum. Áhættan margfaldast ef aðrir áhættuþættir eru til staðar og hún eykst í réttu hlutfalli við hve mikið er reykt. Tóbaksnotkun hefur áhrif á mynd- un krabbameins víða í líkamanum og er aðaláhættuþáttur lungna- krabbameins. Ef reykingum er hætt minnka lflcur á kransæðastíflu og skyndi- dauða um helming á 1-2 árum. Lík- urnar minnka síðan enn frekar smátt og smátt á 10-20 árum. Það er því til mikils að vinna að ná tökum á fíkninni. Það er mjög einstaklingsbundið hvemig reykleysi er best náð. I gegnum tíðina hafa þróast nokkrar aðferðir til að hjálpa fólki til reykleysis, en það skal skýrt tekið fram að engin þeirra dugar ef reykingamaðurinn er ekki sjálfur búinn að taka þá á- kvörðun að hætta og það á við um áramótaheitið líka. Að lokum má minna á þá óum- deilanlegu staðreynd að það að reykja einn pakka af sígarettum á dag kostar 100.000.- kr á ári. Þuríður Backman fræðslufulltrúi K.í. íþróttahúsið á Fáskrúðsfirði fokhelt á árinu Nýlega gerði Búðahreppur samn- ing við Þorstein Bjamason verk- taka á Fáskrúðsfirði um einn verká- fanga íþróttahússins á Fáskrúðs- firði. I þessum áfanga er stefnt að því að gera húsið fokhelt. Loka þarf stafni og þakstafni. Gert er ráð fyrir því að þessum áfanga ljúki í ágúst á þessu ári. Fáskrúðsfirðingar gera sér von um að íþróttahúsið verði tekið í notkun árið 1997 eða 98. Með þessu íþróttahúsi og nýja íþrótta- húsinu í Neskaupsstað ætti að skap- ast möguleiki til stærri íþróttavið- burða innanhúss hér austan lands. MM Hvers vegna? Vegna þess! Af hverju eru rauð ljós aðeins til hliðar við flugbrautina á Egilsstaðanesinu en ekki fyrir endanum á brautinni? Ábendingar hafa komið frá les- endum Austra að gaman og fróð- legt væri að fá skýringu á rauðum ljósum sem búið er að koma fyrir á ljósastaurunum á Egilsstaðanesi en vegurinn liggur skáhallt við enda flugbrautarinnar. Furðu vekur að ljósin eru aðeins staðsett til hliðar við flugbrautina (nær Lagarfljóti). Ingólfur Amarson umdæmis- stjóri Flugmálastjómar á Austur- landi sagði í samtali við Austra að þetta væri samkvæmt reglugerð, dreginn væri hringur frá vissum punkti á brautinni og rauð ljós sett á allar hindranir innan hans. Þar sem þjóðvegurinn liggur ská- hallt framhjá brautarendanum lenda ljósastauramir hægra megin á með- fylgjandi mynd inni í hringnum en stauramir fyrir enda brautarinnar liggja fyrir utan hringinn. Endinn á flugbrautinni telst ekki til eigin- legrar brautar heldur öryggissvæði. Þar með ruglar þetta vegfarendur því vegurinn liggur á ská framhjá enda flugbrautarinnar. Slöngur - Barkar - Tengi Söluaðilar á Austurlandi Bílar og Vélar, Vopnafirði Síldarvinnslan Neskaupstað Björn og Kristján, Reyðarfirði LANDVÉLAR HF SMIÐJUVEGI 66, KÓPAVOGI SÍMI 91-76600 Jeppaeigendur Tvennt ómissandi undir jeppann General dekk Snögg og góð inniþjónusta Keðjur og keðjumrahlutir Þverklettum 1, Egilsstöðum, sími 12002

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.