Austri


Austri - 12.01.1995, Blaðsíða 5

Austri - 12.01.1995, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 12. janúar 1995. AUSTRI 5 Flugfarþegum fækkaði árið 1994 Flugfarþegar á Austurlandi voru á árinu 1994 alls 72.407 en árið á undan voru þeir 73.018. Lendingar voru alls 4.774. Farið var í 238 sjúkraflug á síðasta ári, þar af voru 136 flug farin frá Egilsstaðaflug- velfi, 61 frá Höfn og 27 flug frá Vopnaflrði. Ekkert var flogið til Bakkafjarðar á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri töflu sem umdæmisstjóri Flugmálastjórnar sendi frá sér nýlega. Farþegum um flugvöllinn á Egilsstöðum fjölgaði um 700 á á síðasta ári miðað við árið þar áður eða um 1.4%. Um flugvöllinn fóru 50.773 farþegar árið 1994 en árið 1993 voru þeir 50.074. Næstur í röðinni er flugvöllurinn á Höfn með 14.672 farþega árið 1994 en árið á undan 16.137, farþegum fækkaði þar um 1.465 eða -9.1%. Lendingar árið 1994 voru 4.774 en árið á undan voru þær 4.487. Lendingar á Austurlandi : 1993 1994 Mism. Mism.% Vopnafjarðarflugvöllur 586 570 -16 -2.7 Egilsstaðaflugvöllur 2.368 2.609 241 10.2 Borgarfjarðarflugv. 206 186 -20 -9.7 Norðfj.flugvöllur 271 340 69 25.5 Breiðdalsvík 76 43 -33 -43.4 Höfn 959 1.026 67 7.0 Farþegar: Vopnafjarðarflugvöllur 3.342 3.650 308 9.2 Egilsstaðaflugvöllur 50.074 50.773 699 1.4 Borgarfjarðarflugv. 122 176 54 44.3 Norðfj.flugvöllur 3.257 3.051 -206 -6.3 Breiðdalsvík 167 85 -82 -49.1 Höfn Alls 16.137 73.099 14.672 72.407 -1.465 -9.1 Frakt: Vopnafjarðarflugvöllur 103.567 108.952 5.385 5.2 Egilsstaðaflugvöllur 576.643 593.095 16.452 2.9 Borgarfjarðarflugv. 30.334 20.907 -9.427 -31.1 Norðfj.flugvöllur 26.289 41.793 15.504 59.0 Breiðdalsvík 239 97 -142 -59.4 Höfn 154.455 149.747 -4.708 -3.0 Alls var flutt um 914.591 kg. af fragt um flugvelli Austurlands, þar af 593.095 kg. um Egilsstaðaflugvöll. MM SKAK Fyrsta mót Skáksambands Aust- urlands á árinu var atskákmót, sem haldið var sunnudaginn 8. janúar á Reyðarfirði. Þátttakendur voru 8 og tefldar voru 5 umferðir eftir Mon- rad-kerfi. Umhugsunartími hvers keppenda var 25 mínútur. Sigurvegari varð Jónas A.Þ. Jónsson, Seyðisfirði, sem fékk 4 vinninga. í öðru sæti varð Jóhann Þorsteinsson, Reyðarfirði, með 31/2 vinning, og í þriðja sæti varð Guðmundur Ingvi Jóhannsson, Eg- ilsstöðum, einnig með 31/2 vinn- ing. Við stigaútreikning varð Jó- hann einu stigi hærri, en stig reikn- ast í hlutfalli við vinningatölu mótherjanna. G.I.J. Frambjóðendur B - listans boða til funda á Austurlandi dagana 15. -19. október sem hér segir: Á Seyðisfirði, sunnudaginn 15. janúar kl. 17,oo að Fjarðargötu 8 efrí hœð. Frummœlendur, Jón Kristjánsson og Jónas Hallgrímsson. Á Eskifirði í Verkalýðshúsinu, kl. 20.30. Frummœlendur, Jón, Sigrún Júlía og Valgerður Sverrisdóttir, gestur fundarins Á Höfn Þriðjudaginn 17. janúar í Framsóknarhúsinu kl. 20.3o. Frummœlendur Halldór, Jón, Ólafur Sigurðsson og Ingibjörg Pálma- dóttir, gestur fundarins, Á Breiðdalsvik Miðvikudaginn 18, janúar að hótel Bláfelli kl 20.3o. Frummcelendur Jón Kristjánsson og Ólafur Sigurðsson. Á Neskaupstað Fimmtudaginn 19, janúar, í Framsóknarhúsinu kl 20.3o. Frummcelendur Jón, Jónas, Kristjana og Sigrún Júlía. Frekari fundarhöld verða auglýst í ncestu viku. Frambjóðendur B - listans. Framsóknarfélag Egilsstaða Fundir um bœjarmálin verða haldnir í húsnœði félagsins að Tjarnarbraut 19, kjallara mánudaginn 23. janúar nk. og mánudaginn 6. febrúar. Alltaf kvöldið fyrir bœjarstjórnarfundi sem haldnir eru á hálfsmánaðar fresti. 0 ISM3Í3MSM3M3M3M3MÖJ3MSM3M3M3M3I3J 3 I Gristriherimrili S | Flókagata nr. 1 | á horni Snorrabrautar | Notaleg gisting á lágu verði miðsvæðis í Reykjavík. | Eins til fjögurra manna herbergi 1] m/handlaug, ísskápi, síma og |j sjónvarpi. Eldunaraðstaða. Verið velkomin! 1 | Svanfríður JónscCóttir Sími 91-21155 og 24647 | Fax 620355 105 Reykjavík í 1 1 I 1 1 i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 [3MÖMSMSMSM3MSM2M2M3M3M3M2M3M 0 Ókeypis smáauglýsingar ATVINNA Mig vantar vinnu strax. Ég er vanur á sjó og hef verið á frystitogara og á línu. Allt annað kemur til greina. Hjálmar í síma 11364. Húsnæði - Atvinna 3 herb. íbúð óskast til leigu á Egils- stöðum. Góð atvinna óskast á sama stað. Hef fjölbreytta starfsreynslu. A.A. gráðu í markaðssetningu frá USA. Allar nánari uppl. gefur Steinunn Marinósdóttir í síma 91-10811. Hitablásari til sölu st. 10 kw. Sími 11230 og 11850. Smásjá með hitakassa til sölu. Til- boð óskast. Sími 11920. Óska eftir brauðvél til kaups. Sími 11218. Inga. Til sölu nýtt GPS staðs.t í bíl eða snjósl. Philco w 393 þvottav. kr. 15.000. Xenon videó kr. 8.000. Brother M-1109 prentari kr. 5.000. Rauður brúðarkj./samkv.kj. nr. 38-40 kr. 22.000. Ný rafm. girðing kr. 10.000. Á sama stað óskast 4ja sæta bekkur í Ford Econoline. Sími 91-46665/985-25509. íbúð til leigu á Egilsstöðum. Uppl. í síma 97-13815 á kvöldin og um helg- ar. Til leigu á Egilsstöðum 4 herb. íbúð í kjallara. Einnig einstaklingsíbúð á jarðhæð. Uppl. í síma 11168. Ath. stutt frá ME. Til sölu Polaris snjósleði árg. 1985 til sölu. Er í góðu lagi. Uppl. í síma v.s. 12228 og h.s. 12051, Björn. Til sölu brettakantasett á stuttan Landcruiser. Brettakantar, stigbretti og aurhlífar. Smekklegt fyrir 33" dekk. Verð 20.000 þús. Uppl. í síma 11349. Góð 70 fermetra íbúð til leigu á Eg- ilsstöðum. Laus strax. Uppl. í síma 11196. Til leigu á Egilsstöðum 3ja herb. 70 fermetra íbúð og einstaklingsíbúð 30 fermetra. Uppl. í síma 11065. Kaffiunnendur! Til sölu ekta, ónotuð ítölsk cappuccino/expresso kaffivél á mjög góðu verði, Uppl. í síma 11349, Ingunn. Til sölu 7 kw rafmagnshitablásari. Uppl. í síma 97-11122. Þrettándinn Mikil Þrettándahátíð var víða um land sl. föstudag. Þessar myndir voru teknar á Egilsstöðum þegar farin var blysför og genginn hring- ur um bæinn og endað á íþrótta- vellinum þar sem safnast var um stóran bálköst, síðar efndu björgun- arsveitimar til mikillar flugeldasýn- ingar við mikinn fögnuð við- staddra. Mjög fagurt veður var á Þrettándanum en kalt.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.