Austri


Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 1

Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 1
5 U R E Y K J A V í K Svæðisskipulag Miðhálendisins Skoðanir skiptar Þessir galvösku berserkir tóku á öllu sem þeir áttu íreiptogi á sjómannadaginn. Hátíðarhöldfóru velfram hér á Austurlandi, enda sólstrandarveður. Mynd: Pjesta Suðurfirðir - Egilsstaðir Aætlunarferðir leggjast af Áætlunarferðir af Suðurfjörðum á flugvöllinn á Egilsstöðum lögðust af 1. júní þegar Indriði Margeirsson sérleyfishafi á Breiðdalsvík hætti akstri á leiðinni. Um mánaðamótin runnu út samningar Indriða við Póst og síma um póstflutninga, en allur póstur til og frá Suðurfjörðum er nú fluttur með póstbíl sem gengur á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Póstflutningarnir voru um 70% af tekjum Indriða af akstrinum og telur hann því ekki fjárhagslegan grund- völl fyrir því að halda honum áfram. Hann verður þó áfram með fólks- flutningabíla sína í rekstri. Á Suður- fjörðum er mikil óánægja á meðal fólks með að áætlunarferðimar skuli leggjast af og hefur t.d. Félag eldri borgara á Suðurfjörðum, sem hefur innan sinna vébanda marga félaga sem eru háðir almenningssamgöng- um, mótmælt þessari skerðingu á þjónustu. Einnig óttast menn að þetta hafi í för með sér að þjónusta flytjist úr fjórðungnum suður til Reykjavíkur, en töluvert er um að íbúar á Suðurfjörðum hafi skipt við þjónustufyrirtæki á Egilsstöðum, t.d. með framköllun á myndum, hreins- un á fatnaði og kaupum á blómum, og hefur Indriði haft viðkomu eftir þörfum í viðkomandi fyrirtækjum. Hafa þessi viðskipti verið í töluverð- um mæli þannig að hætt er við að þjónustufyrirtæki á Egilsstöðum missi einnig spón úr askinum sínum. Þá er töluvert um að t.d varahlutir fyrir sjávarútveginn hafi verið pant- aðir flugleiðis og sagðist Eiríkur Olafsson útgerðarstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga vera mjög uggandi yfir þessari þróun, sem hann teldi spor aftur á bak. Hjörtur Ásgeirsson sérleyfishafi á leiðinni milli Djúpa- vogs og Hornafjarðar hefur einnig misst póstflutningana og stendur því í sömu sporum og Indriði. Hann hef- ur á hinn bóginn ákveðið að halda ferðum áfram um sinn, þar sem Halldór Blöndal, samgönguráðherra lofaði á fundi á Djúpavogi að gera honum fjárhagslega kleift að halda rekstrinum áfram. Nú er komin fram tillaga að svæðisskipulagi Miðhálendisins, sem unnin var af fyrirtækinu Land- mótun. Skoðanir á tillögunum eru mismunandi, málsvarar verndunar- sjónarmiða hér austanlands segja það gott að svæðið sé tekið til skipulagningar, en telja á hinn bóg- inn að skipulagðar framkvæmdir á því séu enn of miklar. Karen Eria Erlingsdóttir, formaður samtaka um verndun hálendis Austurlands, segir að búið sé að ræða þessa tillögu inn- an hópsins, án þess að nokkur sam- þykkt hafi verið gerð. „Það er gleði- legt að nefnd sem vinnur að skipu- lagi hálendisins skuli sjá að það er ekki í lagi að sökkva t.d. Eyjabökk- unum, en það er að okkar mati ekki nóg. Við viljum sjá hérna smærri virkjanir og sjáum ekki tilganginn með þessum stóru virkjunum. Þeg- ar menn eru að tala um sölu á raf- orku til útlanda er verið að tala um svo lítið magn að það dugir ekki einu sinni til að lýsa götur Ham- borgar. Þá sé ég ekki hvernig menn ætla að keppa á alþjóðlegum mark- aði, það er of miklu fórnað fyrir of lítið,“ segir Karen Erla. Hún bætir við að það verði krafa samtakanna að tillagan verði kynnt rækilega hér fyrir austan og víðar út um land, ekki bara í Reykjavík. Þorvaldur Jóhannsson, formaður Orkunefndar SSA, segir að við fyrstu sýn sé ljóst að það verði hert- ar þær reglur sem gilda um um- hverfismat og það kunni að leiða til þess að gengið verði á þá virkjana- kosti sem menn hafa verið með í vinnslu. Varðandi Eyjabakkana segir Þor- valdur að menn hafi almennt gert sér ljóst að það svæði væri mjög viðkvæmt og því þyrfti að hlífa sem mest. Hann segir það ákveðin von- brigði að í þessu skipulagi skuli ekki vera aðalfjallvegur norðan Vatnajökuls. „Það er enginn heimsendir framundan í þessu, menn mega ekki túlka það þannig að einhver heims- styrjöld sé framundan milli okkar virkjunarmanna og þeirra sem vilja ganga allra lengst í vemdun náttúr- unnar. Menn eru bara að nálgast viss markmið og það þarf að gera af skynsemi.“ Þorvaldur er sama sinn- is og merkisberar vemdunarsjónar- miða að kynning verði að fara fram hér heima fyrir sveitarstjómarmenn og almenning. „Ég tel þessu alls ekki stillt upp gegn þeim virkjunar- kostum sem verið er að skoða, en þetta þrengir þá,“ sagði Þorvaldur. 500 þúsund íslenskar lerki- plöntur Islandsflug hætt Norðfjarðarflugi íslandsflug hefur hætt flugi til Nes- kaupstaðar og því er ekkert áætlunar- flug þangað nú.Omar Benediktsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs, segir að töluvert tap hafi verið á flug- leiðinni „Það var hlutfallslega lágt meðalfargjald og ekki mikið að flytja,“ segir Ómar. Hann bætir við að hlutdeild íslandsflugs í farþegaflutn- ingum frá Neskaupstað væri einungis 40-50%, en stærri hlutdeild myndi hafa breytt stöðunni mikið. „Með því að fljúga á Norðfjörð og Egilsstaði saman drögum við úr markaðsmögu- leikum á Héraði og í kring, því fólk vill ógjaman millilenda á Norðfirði. Beint flug á Norðfjörð hefði ekki staðið undir sér þannig að það var skást í stöðunni að fljúga þetta sam- an, það fríaði okkur frá mesta tap- inu.Þó að maður sjái varla nokkum mann fara á klósett á flugleiðinni milli Egilsstaða og Reykjavíkur virðist vera að fólk vilji hafa það um borð, því fylgir ákveðið öryggi og þá vill fólk rúmbetri vélar.Domier er sú vél sem ræður lang best við aðstæður á Norð- firði en hún er kannski ekki besta vél- in fyrir þetta langa flugleið, 1 klst. og 15 mín.“ Ákveðið hefur verið að ATR vél Is- landsflugs muni nú fljúga daglega til Egilsstaða. Guðmundur Bjamason, bæjarstjóri í Neskaupstað, segir það bagalegt að Islandsflug skuli hætta áætlunarflugi til bæjarins. Hann segir að á fundi sem haldinn var með bæjarfulltrúum og forsvarsmönnum Islandsflugs, hafi verið bent á að sá tími dags sem flug- ið er á henti mörgum illa og mögulegt væri að fjölga farþegum væri honum breytt. „Við ætlum að bregðast við þessu með því að fara í viðræður við hið nýja Flugfélag íslands og ræða við þá samgöngur almennt til Nes- kaupstaðar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að hið nýja flugfélag ráði yfir öðrum vélakosti en Flugleiðir, en Flugleiðir bám því við er flugi til Norðfjarðar var hætt að floti þeirra hentaði illa flugi til Neskaupstaðar. Norðfirðingar standa nú í sömu sporum og 1992, þegar Flugleiðir hættu að fljúga þangað, en nú er búið að afnema sérleyfi og ekki ólíklegt að minni flugvellir muni eiga undir högg að sækja í frjálsri samkeppni. Staðan er því að öllum líkindum enn verri en 1992. Barri hefur á þessu ári framleitt 500 þús. lerkiplöntur úr fræi sem tínt var í Hallormsstaðaskógi veturinn, '95 til '96. Jón Amarson, framkvæmdastjóri segir spírun fræsins ágæta, 30-60%. Lerki þessu verður að hluta plant- að út í haust og næsta vor, en Jón segist vonast til að frælagerinn end- ist þar til næst verður hægt að fara í viðamikla frætínslu í íslenskum skógum. Jón með bakka af lerki œttuðu úr Gutt- ormslundi. Austramynd sbb. - milljónir á laugardögum!

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.