Austri


Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 4

Austri - 05.06.1997, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 5. júní 1997 Snæfell Trimmmót UÍA í badminton var haldið á Neskaupstað þann 10. maí sl. Að þessu sinni var um liðakeppni að ræða. Þátttakendum var raðað í fjögur lið sem kepptu innbyrðis, þrjár umferðir. I liðinu sem var í fyrsta sæti og hlaut 6 stig voru Edda Egilsdóttir, Jóhann Jónsson, Kristinn ívars- son, Sigurður Jónsson og Steinunn Aðalsteinsdóttir. í liðinu sem var í öðru sæti og hlaut 4 stig voru Ása Baldursdóttir, Bjami Stefánsson, Ey- steinn Gunnarsson, Gunnar Jónsson, Gunnlaugur Friðjónsson, Halldóra Sigurðardóttir og Sigríður Guðjónsdóttir. Þátttakendur vom víðsvegar af Austurlandi og á öllum aldri. Þess má að lokum geta að á nýjum styrkleikalista Badmintonsambands Islands er einn af UIA svæðinu. Helgi Jónsson í Huginn Seyðisfirði er í 9. sæti í einliðaleik og 4. sæti í tvíliðaleik ásamt Pálma Sigurðssyni TBR. Frá vornámskeiði UMFI ,Borgarnesi. Landsmót í Borgarnesi 3. - 6. júlí 1997 Liðið sem var ífyrsta sœti: Jóhann Jónsson, Sigurður Jónsson, Edda Egilsdótt- ir, Steinunn Aðalsteinsdóttir og Kristinn Ivarsson. Kyndilhlaup Kyndilhlaupi um landið, sem UMFÍ efndi til í tilefni af Smáþjóðaleikun- uni'97, lauk 2.júní sl. Þá höfðu verið lagðir að baki um 2500 km og um 2100 manns tekið þátt. Hlaupinu lauk með því að kyndillinn, sem farið hefur inn á flesta þéttbýlisstaði á landinu, var notaður til að tendra eld leikanna. Hlutverki kynd- ilsins er þar með ekki lokið því þegar Smáþjóðaleikunum Iýkur mun Lands- mótseldur verða tendraður af eldi Smá- þjóðaleikanna og hlaupið verður með kyndilinn til Borgarness þar sem eldurinn logar meðan á Landsmóti stendur, 3,- 6. júlí. Þaðan í frá verður tekin upp sú hefð að láta ávallt eld loga á Landsmótum sem haldin verða í framtíðinni. I heildina má segja að Kyndilhlaupið hafi gengið vel þó svo það væru ýkjur að segja að það hafi verið algerlega áfallalaust. Fyrst má nefna vá- lynd veður sem hlauparar hrepptu, bæði á Suðurlandi, þar sem varla var stætt fyrir roki og rigningu, og svo ekki síst á lokakafla UÍA svæðisins, á norð-austurhominu, þar sem þátttakendur lentu í kafaldsbyl og sannkölluðu vetrarríki. Það varð forsvarsmönnum hlaups- ins, bílstjóra og verkefnisstjóra til happs hversu ævintýragjam og lunkinn jeppamaður fram- kvæmdastjóri UÍA er, því hann dró sumarútbúið farartæki sunnlendinganna, með þá undrandi innanborðs, upp á Hellisheiðina þar sem vaskir Einherjar tóku við veðurbörðum kyndilbemm. Forsvarsmenn aðildarfélaga UÍA eiga hrós skilið fyrir hversu vel var að verki staðið hvað varðar alla framkvæmd og skipulagningu á svæðinu. Sérstaklega ef til þess er litið að UÍA nær yfir lang stærsta svæðið af öllum héraðssamböndunum auk þess sem það er víða erfitt yfirferðar. Annað má hrósa UÍA mönnum fyrir en það er að lang- mesta hugmyndaauðgin kom úr þeirra röðum þegar kom að því að flytja kyndil- inn því auk „venjulegra“ aðferða s.s. að hlaupa, ganga, hjóla eða ríða með kyndilinn, brydduðu þeir upp á að sigla með hann frá Norðfirði til Seyðisfjarðar, ganga með hann á gönguskíðum á Fjarð- arheiði og klikktu svo út með því að synda með hann í sundlauginni á Egils- stöðum - geri aðrir betur! Alls tóku 425 manns þátt í hlaupinu á UIA svæðinu og er það mjög góð þátt- Undirbúningur undir Landsmótsferð íþrótta- fóiks frá UÍA er í fullum krafti og okkar fólk að vinna, bæði að þjálfun sinna íþróttagreina og í fjár- öflun til fararinnar. Frá áramótum hefur starfað nefnd Landsmótseinvalda sem hefur það hlutverk að útvega keppendur og stjórna ferð okkar á 22. Landsmót UMFÍ. I nefndinni starfa: Bjöm Ármann Olafsson, formaður, Steinn Jónasson, varaformaður, Jón Kristinn Beck (sund), Ámi Olason (Knattspyrna), Aðalsteinn Hákonarson (frjálsar íþrótt- ir), Hannibal Guðmundsson (Körfubolti), Þóroddur Helgason (glíma), Ólafur Sigurðsson (blak), Sigurjón Bjarnason (starfsíþróttir), Björn Hólm Magnússon (skák), Þorvaldur Hjarðar (bridge), Jósef Valgarð Þorvaldsson (hestaí- þróttir), Jón Baldursson (golt) ,Margrét Vera Knútsdóttir (Handknattleikur kvenna), Sól- veig Svavarsdóttir (íþróttir fatl- aðra) og Jón Karlsson (Borð- tennis). Enn fremur á fotmað- ur UIA seturétt á fundum nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt. Varaformaður nefndarinnar sótti vornámskeið UMFI sem haldið var í Borgarnesi ásamt framkvæmdastjóra UIA m.a. til að skoða íþróttamannvirki og þann aðbúnað sem keppendur og áhorfendur fá á komandi móti. Svo virðist að öll mannvirki séu eins og best verður á kos- ið svo og tjaldstæði og annar aðbúnaður, einnig virðist skipulag á öllum hlutum í góðu lagi hjá Landsmóts- nefnd og framkvæmdastjóra Landsmóts. Stjórn UÍA hvetur alla á svæði UÍA til að aðstoða okkar keppnis- fólk á hvern þann hátt sem við verður komið því að góður íþróttahópur er ein besta kynning sem við get- um fengið og reynslan sem við fáum þama kemur að góðum notum því að það kemur í okkar hlut að halda Landsmót UMFÍ árið 2001 á Egilsstöðum. Jón Hávarður Jónsson formaður UMF. Vtsis afhendir Birni gjaldkera Einherja kyndilinn á Hellisheiði. taka þegar á heildina er litið. Ég vil nota tækiíærið og þakka öllum þeim sem tóku þátt í hlaupinu fyrir þeirra hlut og vona að allir hafi haft ánægju af. Forsvarsmönnum aðildarfélaga UIA þakka ég ánægjulegt samstarf og óska þeim alls hins besta á Landsmóti UÍA að tveimur árum liðnum. Brynhildur Barðadóttir Verkefnisstjóri UIR gallinn f y rir landsmót UMFI i Borgarnesi dagana 3. - 6. júlí 1997 Er til sölu á skrifstofu UIA sími 471-1353 Samkomutjald til leigu Leigjum út 200 fermetra sam- komutjald fyrir ættarmót, gifting- ar, og til annarra stórviðburða og skemmtanahalds. Á sama stað eru til leigu salemisgámar. Nánari upplýsingar í síma 471-1353. Júní Bikarkeppni knattspyrnu 7. og 8 . Æfingabúðir frjálsar Eiðar 14. Vormót UIA frjálsar 19. Sumarinót UÍ A Egilsstaðir 29. Egilssfaðamaraþon Egilsstaðir Júlí 3. til 6. Landsmót UMFÍ Borgarnes 11. til 13. Sumarhátíð Eiðar 19. Suðurfjarðamót Leiknis Fáskrúðsfjörður Bikarkeppni knattspyrnu Ostaðsett ^6. Kvöldmót frjálsar Agúst 16, Kvöldmót frjálsar Óstaðsett 16. Álfasteinsspark Eiðar Bikarkeppni UÍA í knattspyrnu Dregið hefur verið í Bikarkeppni UÍA 1997 og verð niður- röðun sem hér segir: umferð. Sunnud 15.júmkl 17:00 SE - Einherji Sunnud 15. júnf kl 17:00 Huginn S - BN Föstud 13. júní kl 19:00 Þristur - Höttur umferð Sunnud 22.júníkl 19:00 Huginn F - SE Sunnud 22, júní kl 17:00 Einherji - Huginn S Sunnud 22. júní kl 19:00 BN - Þristur umferð Sunnud 29. júníkl 19:00 Huginn S - Huginn F Sunnud 29. júní kl 17:00 Þristur - Einherji Sunnud 29. júni kl 19:00 Höttur - BN umferð Miðvikud 9. júlí kl 19:00 Huginn F - Þristur Þriðjud 8. júlí kl 17:00 SE - Huginn S Sunnud 20. júlí kl 17:00 Einherji - Höttur umferð Mánud 14. júlí kl 19:00 Höttur - Huginn F Sunnud 20. júlí kl 19:00 Þristur - SE Sunnud 27. júlí kl 17:00 BN - Einherji umferð. Sunnud 20. júlí kl 17:00 Huginn F - BN Sunnud 27. júlí kl 19:00 SE - Höttur Sunnud 27. júlíkl 19:00 Huginn S - Þristur umferð Sunnud 10. ágúst kl 17:00 Einherji - Huginn F Sunnud 10. ágúst kl 19:00 BN - SE Sunnud 10 ágúst kl 19:00 Höttur - Huginn S Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að koma úrslit- um til skrifstofu UÍAfax 471-1891 strax að leik loknum. Fréttabréf Austri ■ UÍ A fréttir

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.