Austri - 04.09.1997, Síða 4
4
AUSTRi
Egilsstöðum, 4. september 1997.
Spurning
vikunnar
Ungdómurinn tekinn tali.
Hvernig er að vera byrj-
aður (uð) í skólanum?
Kristján Orri Magnússon, 10.
bekk Egilsstaðaskóla:
Mér finnst það indælt.
Máni Valsson, „busi“ í ME:
Það er alveg ágætt.
Kristinn Björnsson, 10 bekk Eg-
ilsstaðaskóla:
Það er í einu orði sagt guðdóm-
legt.
Heiðrún Ölversdóttir, busi í ME:
Það er alveg rosalega gaman.
Anna Marín Þórarinsdóttir, busi
í ME. Með stæl: Það er frábært.
Valborg Vilhjálmsdóttir og
Magna Oddsdóttir, nemendur í
Egilsstaðaskóla.
Valborg: Það er alveg ágætt.
Magna: Það er svona Medium.
Aðalfundur SSA
Háskólamál í brennidepli
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sá
31., var haldinn á Fáskrúðsfirði 28.-29. ágúst. Helsta mál
fundarins var um háskólanám á Austurlandi, en á síðasta aðal-
fundi var stjóm SSA falin undirbúningur að koma á fót há-
skólamenntun í fjórðungnum í samvinnu við stjómvöld og for-
svarsmenn skólá á háskólastigi. Var ætlast til að þetta nám væri
í nánum tengslum við austfirskt atvinnulíf, og efldi þekkingu
og menntun í fjórðungnum.
í framhaldi af þessu var skipuð nefnd sem hefur komið sér
niður á tillögur, eða kannski frekar umræðugmndvöll, eins og
Emil Bjömsson, formaður nefndarinnar, orðaði það. Miðað er
að því að stofna miðstöð háskólanáms og endurmenntunar á
Austurlandi, sem talið er fyrsta og mikilvægasta skrefið til að
efla háskólamenntun í fjórðungnum og þetta skref verði að
stíga fljótlega. Hlutverk miðstöðvarinnar væri að skipuleggja
nám og veita upplýsingar. Hugmyndir um þann möguleika að
koma upp útibúi frá starfandi háskólum kemur einnig fram,
þar sem mikilvægt sé að nýta reynslu og þekkingu sem er til
staðar í háskólum á landinu.
Fundarmenn virtust nánast einhuga um að koma þessu máli
áfram og m.a. sagði Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyð-
isfirði, að sér sýndist Austfirðingar sammála um háskólamálið.
Hann bætti við að þessa samstöðu ættu menn að taka til eftir-
breytni, því stæðu menn saman að hlutunum næðist árangur.
Fundurinn samþykkti tillögu þar sem lýst er yfir stuðningi
við sameiginlega hugmynd í þingsályktunartillögu þingmanna
Austurlands og tillögu háskólanefndar
SSA um að hið fyrsta verði komið á fót
miðstöð háskóla- og endurmenntunar á
Austurlandi. Minnt er á að ríkið eigi að
fjármagna verkefni á háskólastigi og
því þurfi að leita eftir stuðningi
menntamálaráðherra og fá fjárveitingu
frá Alþingi þegar á árinu 1998 til að
koma miðstöðinni á fót.
Staða háskólanáms
Niðurstöður könnunar sem HÁSKA- nefndin lét gera var kynnt á fundinum, en hún var unnin
af Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri og sá Dr. Ingi Rúnar Eðvarðsson, lektor við háskól-
ann á Akureyri um framkvæmdina. Könnuð var staða háskólamenntunar í atvinnulífi á Austur-
landi, og tók til ýmissa þátta í rekstri og starfsemi fyrirtækja í kjördæminu. Viðhorf stjómenda til
þess hver þörfin fyrir háskólamenntun er var könnuð, sem og framboð slíkrar þekkingar o.fl.
Úrtakið í könnuninni voru 364 fyrirtæki og stofnanir, en einungis 132 (36% svarhlutfall) þeirra
höfðu skilað inn spumingalistum fyrir júnflok 1997. Flest fyrirtæki, sem tóku þátt í könnuninni,
em í verslun og þjónustu og opinberri þjónustu, en fæst í sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði og
matvælaiðnaði. Þetta er ekki í fullu samræmi við atvinnuskiptingu á Austurlandi.
Nokkrar af niðurstöðum könnunarinnar
49% starfsmanna í fyrirtækjum á Austurlandi eru ófaglærðir.
25,9% starfsmanna em faglærðir, þar af skrifstofustarfsmenn 8,9% og stjómendur 13%.
Háskólamenntaðir starfsmenn em 15% heildarstarfsliðs; þar af 24,5% framkvæmda-, bæjar-
eða sveitarstjórar; sérfræðingar eru 17,5%, verk- og tæknifræðingar 12,2%, fjármálastjórar 11,4%
og bókarar-/gjaldkerar 11,4% (þegar könnunin var gerð voru skólar komnir í sumarfrí og því
bárust almennt ekki svör frá þeim stofnunum, en kennarar hljóta að vera hátt hhttfall háskóla-
menntaðs fólks ífjórðungnum).
75% forstöðumanna fyrirtækja og stofnana telja þörf fyrir aukna þekkingu almennra starfs-
manna
85% forstöðumanna telja þörf á frekari menntun skrifstofufólks og stjórnenda
Fyrirtæki skortir tilfinnanlega sérfræðiþekkingu skv. könnuninni og telja forstöðumenn helst
vanta í stjómunar og gæðastjómun (41%), sölu- og markaðsmál (36%). Stjómendur telja framboð
á sérfræðiþekkingu á þessum sviðum vera lítið á Austurlandi, þó að það sé mikið á landsvísu.
Á
pplYStnga <
Helga Hreinsdóttir, sem á sæti í HÁSKA- nefndinni, sagði
í erindi sem hún flutti að það hefði sýnt sig víðsvegar um
heim að því lengur sem nemendur gætu stundað sitt nám í
heimabyggð, því meirí líkur væru á því að þeir byggju áfram
á svæðinu að námi loknu. Auk þess sækifyrirtæki á staði þar
sem háskólar eruog þ.m. aukistfjölbreytni í atvinnulífí, end-
urmenntun og símenntun eykst og mannlíf verður fjölbreytt-
ara. Aftur á móti benti Helga á að ávinningur í þessum efn-
um takmarkist að nokkru af staðsetningu skólans.
Emil Björnsson, formaður HASKA- nefndarinnar, benti á
að aðgengi að menntun hefði hvað mest að segja hjá fólki
þegar það veldi sér búsetustað. Háskólastarf vœri mjög mik-
ilvægur þáttur þegar litið væri til eflingu byggðar og það
vœri undir hælinn lagt hvort Austfirðingar, semfœru í há-
skólanám. skiluðu sér aftur ífjórðunginn.
síðasta þingi fluttu alþingismennirnir Hjör-
leifur Guttormsson, Ambjörg Sveinsdóttir og
Jón Kristjánsson tillögu til þingsályktunar um
upþlysingá og fræðslumiðstöð háskólastigsins á Austur-
landi. Hjörleifur Guttormsson sagði þingmennina ekki
hafa talið tímabært að gera kröfu um sjálfstæðan háskóla
á Austurlandi, og er það í samræmi við hugmyndir
HÁSKA- nefndarinnar. í tillögunni er sagt að verkefna-
svið miðstöðvarinnar verði fyrst
í stað einkum tvíþætt: „að þróa
víðtæk tengsl við skóla og nám á háskólatigi annars stað-
ar á landinu og miðla þeim tengslum til nemenda fram-
haldsskóla, almennings og atvinnulífs á Austurlandi, - að
stuðla að fræðslu og námi á þessu skólastigi á Austur-
landi, m.a. í formi námskeiða og fjarkennslu."
Hjörleifur sagði að viðbrögð menntamálanefndar Al-
þingis við tillögunni hefðu verið mjög jákvæð. Að lok-
um sagði hann að ríkissjóður ætti að leggja til myndar-
legt framlag til að koma þessari miðstöð á fót.
Kvótinn 1997/1998
Hver fær
mest?
Hér að neðan er raðað þeim skipum á Austurlandi
em hafa mestan kvóta í þorskígildum, kvótaárið
997/1998. Skipunum er raðað eftir heimahöfn.
Brettingur NS 50 Þorskígildi. 1,392,928 Vopnafirði
Gullver NS 12 1,859,429 Seyðisfirði
Blængur NK 117 2,841,310 Neskaupstað
Barði NK 120 1,375,009 Neskaupstað
Bjartur NK 121 1,477,534 Neskaupstað
BörkurNK 122 2,259,000 Neskaupstað
Beitir'NK 123 2,102,277 Neskaupstað
Hólmanes SU 1 1,432,534 Eskifirði
Hólmaborg SU 11 1,968,740 Eskifirði
Sæljón SU 104 1,042,181 Eskifirði
Jón Kjartansson SU 111 1,729,963 Eskifirði
Guðrún Þorkelsd. SU 211 1,442,821 Eskifirði
HólmatindurSU 220 1,589,664 Eskifirði
Snæfugl SU 20 1,352,137 Reyðarfirði
Ljósafell SU 70 3,151,950 Fáskrúðsfj.
Sunnutindur U 59 2,782,421 Djúpivogur
Jóna Eðvalds SF 20 1,193,316 Höfn
Hvanney SF 51 1,766,778 Höfn
Þórir SF 77 1,012,408 Höfn
Húnaröst SF 550 1,622,538 Höfn
Samtals 14,967,487 þorskígildi
Fáskrúðsfjörður
Rekstur Loðnuvinnsl-
unnar gengur vel
í ársbyrjun 1996 hóf nýja loðnuvinnslan
á Fáskrúðsfirði starfsemi. Allt frá fyrstu
dögum rekstrarins hefur hann gengið vel.
Nú hefur verksmiðjan birt milliuppgjör eft-
ir 6 fyrstu mánuði ársins 1997 og er hagn-
aðurinn nær 34 milljónir króna, eftir skatta.
Frá áramótum og til 30 júní á þessu ári hef-
ur verið tekið á móti 66.000 tonnum af hrá-
efni, þar af voru seld frá flokkunarstöð um
5.000 tonn sem fóru til manneldis. Verk-
smiðjan hafði framleitt 11.800 tonn af mjöli
og 3.700 tonn af lýsi 30.júní sl. í lok ágúst
mánaðar hafði svo verksmiðjan tekið á móti
93.000 tonnum af hráefni (tók á móti 75
þús. tn. allt árið 1996) og framleitt 16.000
tonn af mjöli og 7.000 tonn af lýsi. í ágúst-
lok er veltan áætluð 950 millj. kr. en var 812
millj. kr. árið 1996. Starfsmannafjöldi í
verksmiðjunni er að meðaltali 16.
Jan.-jún
31.12’96
Rekstrarreikningur M-^nair 1997 1996
Rekstrartekjur 680.128 812.342
Rekstrargjöld -562.003 -650.933
Fjármagnskostnaður , -25.714 -25.481
Afskriftir -48.207 -85.393
Hagnaður af reglulegri starfsemi 44.204 50.535
Aðrar tekjur og gjöld -10.583 -14.014
Hagnaður tímabilsins 33.621 36.521
1 - 1
Efnahagsreikningur 30/6-97 3t/12 ‘96
Veltufjármunir 208.770 60.589
Fastafjármunir 1.010.604 1.028.396
Eignir samtals 1.219.374 1.088.985
Skammtímaskuldir 179.070 125.361
Langtímaskuldir 477.054 478.558
Eigið fé 563.251 485.066
Skuldir og eigið fé samtals 1.219.375 1.088.985
i
Kennitölur 30/6 1997 31/12 1996
—
Eignafjárhlutfall
46,19%
Veltufjárhlutfall 1,17
Veltufé frá rekstri í millj. kr. 91.864
44,54%
0,48
121.975