Austri


Austri - 04.09.1997, Blaðsíða 8

Austri - 04.09.1997, Blaðsíða 8
8 AUSTRI -KYNNINGARBLAð Egilsstöðum, 4. september 1997 Katrín Ásgrímsdóttir Kaldá - Vallahreppi Sameining dreifbýlis og þéttbýlis Margir íbúar Fljótsdalshéraðs hafa haft nokkur kynni af kosningum um sameiningu sveitarfélaga, m.a. íbúar Vallahrepps. Það urðu okkur í sveit- arstjóm Vallahrepps vonbrigði þeg- ar ljóst var síðastliðið haust að sam- eining Valla-, Skriðdals- og Fljóts- dalshrepps hafði farið út um þúfur. Þessi sveitarfélög hafa náið og gott samstarf og meirihluti af tekjum okkar rennur í sameiginlegan sjóð, til sameiginlegra verkefna. Sveitar- stjómin stóð nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að stefna í nýjar samein- ingarviðræður, eða stefna á óbreytta stjórnskipan, en einnig sú stefna leiðir okkur í einhverja óskilgreinda átt, óbreytt ástand er óhugsandi í hraða og breytingum nútímans. Mikil gerjun er í gangi vítt um land í málefnum sveitarfélaga. Sú gerjun ber nokkum keim af annari þróun í landinu. Auknar kröfur eru gerðar til fyrirtækja og stofnana um að bera sig og þjónusta af kostgæfni. Aukin verkefni s.s. flutningur gmnn- skólans mun verða prófsteinn á hæfni sveitarfélaga til að sinna skyldum sínum við íbúana. Þar gefst heimamönnum á hverjum stað spennandi og krefjandi starf, sem þarf að sinna af metnaði. Það starf krefst kunnáttu og góðrar stjómunar og það er tilfinning margra okkar sem störfum að stjómun lítils sveit- arfélags að vilji menn vanda sig og gera vel þá þurfi að efla sveitarfé- lögin þannig að við sem búum í miklu nábýli getum staðið saman að því að sinna auknum skyldum og stíga skrefin rétt inn í framtíðina. Það var einróma ákvörðun sveit- arstjómar í Vallahreppi að fara út í viðræður um sameiningu við Egils- staði, Eiða- og Hjaltastaðaþinghá og vinna að fullum einhug að undirbún- ingi sem leitt gæti til samkomulags um framtíðarskipan mála í nýju og öflugra sveitarfélagi. Það var síðan afar ánægjulegt og mikilvægt, ekki hvað síst fyrir Vallamenn, þegar Skriðdælingar bættust í þennan hóp. Það plagg sem nú hefur verið dreift til allra íbúa þessara sveitarfé- laga gefur tóninn um það samfélag sem við viljum nú leggja grunninn að. Fyrir þá sveitahreppa sem aðild eiga að samkomulaginu opnast ný þjónusta með aðgang að öflugri skrifstofu, leikskólum, sterkari fé- lagsþjónustu, auknu æskulýðsstarfi og öðru starfi sem Egilsstaðabær hefur rekið. En við verðum ekki einungis þiggjendur, okkur mun einnig gefast kostur á að verða þátt- takendur í því að styrkja þessa þjón- ustu okkur öllum til góðs. Verði sameiningin samþykkt, bíður okkar það verkefni að samræma störf og áætlanir sveitarfélaganna fram að sveitarstjómarkosningum sem verða næsta vor. Það endurspeglaðist í starfi undir- búningsnefndarinnar, og þá ekki síst í skoðunum nefndarmanna úr dreif- býlissveitarfélögunum, að mönnum er annt um að halda í þau störf, þá þjónustu og þá menningu sem í sveitunum blómstrar. Mikið af okk- ar starfi fór í að samtvinna þá þætti Kjörstaðir Hjaltastaðaþinghá Hjaltalundur ki. 12.00-20.00 Eiðaþinghá Grunnskólinn Eiðum 12.00-20.00 Vallahreppur Iðavellir Opnað kl. 12.00 Skriðdalshreppur Arnhólsstaðir Opnað kl. 12.00 Egilsstaðabær Grunnskólinnn 9.00-22.00 inn í nýtt sveitarfélag. Sér- stök nefnd var skipuð um málefni skólanna. Menn urðu sammála um að afar varlega yrði að fara í allar breytingar á rekstri þeirra. Það er þó brýnt að halda vel um spaðana hvað varðar kostnað við rekstur skól- anna, þetta er jú stærsti málaflokkur sveitarfélag- anna allra, þó eiga allir skólarnir ákveðna sérstöðu og því dýrmætt fyrir okkur öll að tapa ekki því sem vel hefur verið upp byggt og íhuga vel áhrif breytinga. Einnig er ljóst að at- vinnumál eru áhyggjuefni manna til sveita. Mikilvægt er að farið verði varlega í breytingar á þeim málefnum sem varða bú- skaparhætti og var því ákveðið að heimilt yrði í hverju sveitarfélagi að skipa „Heimanefnd" sem fjallaði um ákveðna málaflokka sem tengjast sveitunum sérstaklega. Það er ljóst að hvort sem þessi sveitarfélög verða sameinuð eða ekki, þá eru miklar breytingar fram undan í rekstri sveitarfélaga. Það er afar mikilvægt að þegar við gerum upp hug okkar til þessara mála, þá ráði dægurþras líðandi stundar ekki ákvörðun okkar heldur sú framtíðar- sýn sem við höfum og hvaða skipu- lag tryggir best að sú sýn rætist. Ef þér finnst að sameining sveitarfélaga styðji öflugri uppbyggingu á Héraði þá er sú kosning sem nú fer í hönd lóð á þá vogarskál. Og þó að sum- um finnist að sameining sé ekki tímabær eða hún þurfi að vera stærri til að hafa þýðingu, þá verðum við að aga okkur til að ganga í takt og reyna að ganga samtaka móts við nýja tíma. Það eru mikilvægir hagsmunir fyrir sveitimar að hafa sterkt þéttbýli með góðri þjónustu í nánd. Egils- staðir er vaxandi bær sem hefur alla burði til að verða enn öflugri kjami með samanburðarhæfa þjónustu við stóra þéttbýlisstaði. Það er einnig mikilvægt þéttbýlinu að um það liggi blómlegar sveitir með öflugri framleiðslu sem þjónustan hvílir á. Þeir sem geta búið sér gott heimili við gefandi störf í sveitum, hér á Héraði, eru gæfumenn. Það á að vera metnaður okkar sem þekkjum best til, að búa svo um hnútana að ungt fólk vilji feta inn á þá braut. Eins og þjóðfélagið hefur þróast, þá vilja flestir byggja heimili sitt þar sem er traust og góð þjónusta, Get- um við blandað því saman við gott samfélag og fagra náttúm þá emm við vel sett, en slíkt er ekki sjálfgef- ið. Við þurfum að nýta krafta okkar sem best til að eflast enn frekar og það er trú okkar sem að þessari und- irbúningsvinnu höfum staðið, og vonandi sem flestra, að sameining sveitarfélaganna fimm sé skref í þá átt. Vígdís Sveinbjörnsdóttir y Egilsstöðum - Egilsstaðabæ A að sameina? Nú 6. september verður kosið um sameiningu 5 sveitarfélaga á Héraði þ.e. Egilsstaðabæjar, Hjaltastaða-, Eiða-, Valla-, og Skriðdalshrepps. Nokkuð er um liðið síðan þessi sveitarfélög skipuðu í nefnd til að undirbúa þetta mál og sl. vor voru niðurstöður sameiningamefndar- innar sendar inn á öll heimili í sveitarfélögunum og jafnframt haldnir kynningarfundir. Til þessa hefur mér fundist ótrúlega lítil umræða um málið og fæstir tala orðið um sameiningarmál, hér um slóðir, öðruvísi en í háðs- tón enda kannski ekki skrítið eft- ir það sem á undan er gengið. En þetta er ekkert gamanmál. Ég ótt- ast nefnilega að ef þessi tilraun til sameiningar fær ekki hljóm- grunn meðal íbúanna þá verði nokkuð langt í að menn leggi í frekari tilraunir í þessa átt. Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að Héraðssvæðið eigi að vera eitt sveitarfélag og það er trú mín að sameining þessara 5 sveitarfélaga sé mikilvægt skref í þá átt. Allar ferðir hefjast jú á fyrsta skrefinu hvar sem lokamarkið liggur. Hérað- ið er ein landfræðileg heild og þrátt fyrir að einhverjir hér telji sig búa í sjálfbærum sveitarfélögum þá er það staðreynd að þetta er í raun eitt atvinnu og þjónustusvæði þar sem hver eining styrkir aðra. Þetta hafa menn löngu viðurkennt með því far- sæla samstarfi sem lengi hefur verið milli sveitarfélaganna um svo mörg málefni. Þetta samstarf hefur verið að mestu með óbreyttu sniði um langan tíma, en er við núverandi að- stæður orðið of svifaseint - það tek- ur of langan tíma að taka ákvarðan- ir. Þar kallar á breytingar og stór- bættar samgöngur og aukinn hraði í öllum samskiptum gera enn frekari kröfur um eitt sveitarfélag. Nú, þegar stórir málaflokkar hafa verið, og munu verða, fluttir yfir á sveitarfélögin er ljóst að þau þurfa mörg hver að vera stærri en nú er til þess að ráða við þá málaflokka. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra sem búa á þessu svæði að það sé sem sterkast - þar sé atvinna og það félagslega umhverfi sem þarf að vera í nútímasamfélagi. Sameinuð höfum við mun meiri möguleika á að skapa slíkt samfélag og þar með að spyma gegn þeirri fólksflóttaþró- un sem víðast er af landsbyggðinni. Ég hef áður sagt að ég líti á Hér- aðssvæðið sem eina heild og mig langar til að leggja enn frekari áherslu á það. Þéttbýlið hér og dreifbýlið styrkja hvort annað og þurfa á hvoru öðru að halda. Hagsmunir þeirra fara saman í langflestum málefnum á vett- vangi sveitarstjómamála. Þeir sem eru á móti samein- ingu sveitarfélaga hafa til þess ýmsar ástæður. Sumir láta til- finningarnar ráða og vilja engu breyta - þeir viti hvað þeir hafi en ekki hvað þeir fái. Ég held að það sé þess virði að taka áhættuna. Aðrir eru einfaldlega á móti „svona“ sameiningu, en vilja hugsanlega einhverja aðra. Ég vildi gjarnan sjá stærri samein- ingu, en er tilbúin að taka þetta skref núna því það er skref í rétta átt og ég vona að fleiri líti svo á. Þörfin fyrir sameiningu er afleið- ing breyttra tíma og hún mun verða fyrr eða síðar hvort sem við viljum eða ekki. Ég skora á íbúa þessara 5 sveitarfélaga að taka ábyrga afstöðu og vera með í því að hafa áhrif á hvernig málin þróast.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.