Austri


Austri - 04.09.1997, Síða 9

Austri - 04.09.1997, Síða 9
Egilsstöðum, 4. september 1997 AUSTRI 9 Þekkir einhver þessa konu? Þekkir einhver þessa konu? Myndin er í eigu Ljósmyndasafns Austurlands, stækkuð í vönduðum ramma. Hún var afhent Minjasafn- inu fyrir mörgum árum og hefur síðan verið í geymslu. Þær upplýs- ingar sem fylgdu henni á sínum tíma eru því miður glataðar og er myndin birt í Austra í þeirri von að einhverjir lesendur geti komið til hjálpar. Þeir sem veitt geta upplýs- ingar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Hrafnkel Jóns- son forstöðumann Héraðsskjala- safns Austurlands í síma 471- 1417. + Jakobína Björnsdóttir 1 Sólvangi, Borgarfirði eystri Jakobína Björnsdóttir fædd- ist á Seyðisfirði 22.ágúst 1920. Hún lést S.ágúst síðastliðinn á heimili dóttur sinnar. Foreldr- ar hennar voru Þórína V. Þórð- ardóttir, ljósmóðir, og Björn Jónsson, söðlasmiður. Jakobína var næstelst 7 systkina en nú eru 4 á lífi. Jakobína giftist 1940 Aðal- steini Olafssyni, f. 12.desember 1906, d. 2. júní 1970. Börn Jak- obínu og Aðalsteins urðu alls 11 en þau misstu 2. Börn Jak- obínu og Aðalsteins eru: Anna Ólöf, f. 1939, Birna Þórunn, f. 1940, Ingunn Gyða, f. 1942, Baldur, f. 1943, Sverrir, f. 1944, Bjarnþór, f. 1946 d. 1965, Jón- ína Sesselja, f. 1949, Ólafur, f. 1953, Björn, f. 1955, Björg, f. 1959 og Soffía, f. 1962 d. 1963. Jakobína eignaðist 29 barna- börn og 9 barnabarnabörn. Útför Jakobínu fór fram frá Bakkagerðiskrikju 16.ágúst sl. Jæja, þá skilja leiðir okkar ömmu að sinni og hún hefur loks fundið friðinn. Margar minningar og brot frá liðinni tíð fljúga í gegnum hug- ann þegar ég skifa þessa grein. Spilin, kleinurnar, kökurnar, lakkrísinn, prjónamir, Svínalæk- urinn og rababarinn. Allt lifir þetta í minningunni. Ávallt var gott að koma í heimsókn til ömmu og oft kom ég að henni annað hvort með prjónana í höndunum eða leggjandi kapal. Þá byrjaði hún á því að spyrja hvað væri að frétta og spurði svo hvort ég væri ekki svangur. Aldrei gat ég sagt nei þegar hún bauð mér keinur og ískalda mjólk, sama hvort ég var saddur eða ekki. Og svo oft á meðan ég var að gæða mér á góðgætinu þá fór hún með vísur og spurði svo ávallt að vísu lokinni: „Kanntu þessa vísu?“ En svo alltaf þegar ég var staðinn upp og var að kveðja, þá stakk hún einhverju sælgæti í vasann hjá mér, og í flestum tilvikum var það nú gamli, góði lakkrísinn sem hún átti ávallt nóg af. Jæja, þessir tímar eru liðnir en auðvitað mun minningin ávallt lifa í hjarta mínu. Þér kveðju ég sendi amma mín kœr og um mig leikur minningin skœr. um gamla daga, góðar stundir og í hjarta mér geymi ég hlýjar myndir. Þig einkenndi umhyggja og ástúð mikil og dugnað þú hafðir sem lífsins lykil. Já, minningin góða hún dofnar ei þó ört frá mér sigli daganna fley. Að sinni þá kveð ég þig erfiðum tárum og gleymi þér aldrei á komandi árum. Þér kveðju ég sendi amma mín kœr og um mig leikur minningin skcer. Vertu sæl elsku amma mín. Þá hefur þú fundið hinn eilífa frið og þið afi getið loksins verið saman aftur. Ólafur Bjömsson. ERT PWAÐ MISSA HARIÐ? Eða átt þú við önnur hárvandamál að stríða? Vissir þú að næstum því- ein af hverjum þremur konum og einn af hverjum fimm körlum eiga við hárvandamál að stríða. Vissir þú að til viðbótar við góða umhirðu þarf hárið einnig nauðsynleg næringar-og grunnefni til uppbyggingar. Arcone-Tisane ® hefur stöðvað hárlos hjá konum og körlum og í mögum tilfellum aukið örvað og þétt hárvöxtinn. Arvone-Tisane ® vinnur innanfrá.eykur blóðflæði í háræðunum og eykur þannig flutning næringarefna og vítamína til hársekkjana. Dautt og líflaust hár fær aukna næringu og verður fallegra og heilbrigðara. Arcone-Tisane ® er náttúrulegt fæðubótarefni sem inniheldur þykkni unnið úr jutinni fenugreek, ásamt völdum vítamínum og steinefnum. Arcon vörumar fást í Apótekum,, heilsuverslunum og mögum hársnyrtistofum um all land. SENDUM í PÓSTKRÖFU Alþjóða Verslunarfélagið ehf sími 511-4100 Slöngur - Barkar - Tengi ‘UmSoðsmenn um aíít CancC Smiðjuvegi 66 Kópavogi Sími 557 -6600 CFa^557-8500 Landvélar hf, Nýbakaðar vöfflur á 3 mínútum Augíýsing um ga tnagerðargjöíd ftjá ŒýiísstadaSæ Athygli er vakin á því að þann 1. september n.k. tekur gildi ný gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld í Egilsstaða- bæ. Gjaldskrá þessi er nokkuð frábrugðin þeirri sem verið hefur í gildi til þessa. Þeir sem áhuga hafa á því að kynna sér gjaldskrána geta nálgast hana hjá bæjar- tæknifræðingi á opnunartíma bæjarskrifstofunnar. Pessi nýja gjaldskrá gildir einungis fyrir þær lóðir sem úthlutað verður eftir 01.09.’97. 1947-1997 Egilsstaðabœr Bæjarstjóri

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.