Austri


Austri - 25.11.1999, Qupperneq 8

Austri - 25.11.1999, Qupperneq 8
Langbylgjumastrið á Eiðum Lætur í sér heyra Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri tók formlega í notkun lang- bylgjusendinn á Eiðum 18. nóv. sl. Er hann annar af tveim sendum sem nýlega hafa verið teknir í notkun. Er hinn staðsettur á Gufuskálum, og var sá gangsettur 8.sept.l997. Munu þeir stórauka öryggi og þjón- ustu við landsmenn þar sem útsend- inga FM nýtur ekki við, og sérstak- lega munu sjófarendur njóta góðs af. Er nýi sendirinn á Eiðum mikið mannvirki, mastrið er 220 m. hátt og tryggir betri hljómgæði með hæð sinni, og ný tækni leiðir til lægri bilanatíðni og minni viðhaldskostnaðar. Búið er að innleiða tölvutæknina í stað lampa sem áður voru notaðir í svo öflugum sendum. Þessartvær langbylgjustöðvar þjóna öllu landinu, Gufuskálar senda út með 300kW styrk á tíðninni 189kHz og Eiðar með 1 OOkW styrk á tíðninni 207 kHz. Hafa sendingar þeirra náðst í Noregi og Nýfundnalandi svo dæmi séu tekin um aflið. A Eiðum hefur verið lang- bylgjusendir síðan 1938. Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri, ræsir sendinn. Austr Beinn útflutningur og farþegaflug Fyrir stuttu var á Egilsstöðum stofnað Flugfélag sem ber hið þjóðlega nafn Flugfélagið Jökull. Undirbúningur að stofnun félags- ins er nokkur, fundir hafa verið haldnir og menn fengnir til að koma og útskýra möguleika í flug- rekstri, kosti og galla. Stefán Jóhannsson, stjórnarformaður, segir mikinn hug vera í fólki, og kom maður frá viðskiptadeild Utanríkisráðuneytisins á stofn- fundinn. Stofnfélagar voru hátt í 30, og bar þar mest á fólki úr ferðaþjónustu, verslun og fisk- framleiðendum, en skortur á beinu fraktflugi hefur gert austfirskum fiskframleiðendum erfitt um vik þegar kemur að beinum útflutningi á ferskvöru. Félagið mun beita sér fyrir því að markaðssetja Egils- staðaflugvöll, og er það nú að leita að samstarfsaðilum erlendis til að fljúga hingað. Stefán segir helst litið til Norðurlandanna, Nor- egs, Danmerkur og Færeyja um samstarf þegar kemur að fluginu, en mörg önnur mál eru á dagskrá Flugfélagsins Jökuls. Flugskóli, frístundagarður, tengsl við Vestur- Islendinga í Kanada, og Eiðastóll og afdrif hans eru meðal atriða sem flugfélagsmenn láta sig varða. Helgarferð til Dublin Austfírðingar fluttir út Þota frá Islandsflugi hlaðin aust- minnst á þá flughræddu sem sleppa firskum farþegum fór frá Egilsstaða- við tvær auka flugferðir. flugvelli sl. föstudag og var áfanga- Mikil stemning var á Egilsstaða- staðurinn Dublin á Irlandi. Eru við- velli áður en vélin fór, og þéttskip- skiptavinimir afar ánægðir með það aður bekkurinn í biðsalnum, enda að geta flogið beint héðan, enda fóru 140 manns með vélinni. Far- þýðir það að fólk getur sparað sér angurinn út vóg rúmt tonn, og at- peningaútlát og snúninga í Reykja- hyglisvert að sjá hver þyngdin verð- vík og Keflavík. Svo ekki sé nú ur þegar heim kemur. Austfirðingarnir hópast um borð íþotuna, spenntir yfirþví aðfara til írlands. Austri/ us Kurl Eftirfarandi saga er fengin að láni bókinni Já, ráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, frá Gunn- arsstöðum í Þistilfirði, sat á Alþingi fyr- ir Alþýðubandalagið í Norðurlands- kjördæmi eystra ffá 1983 til 1999. Þar situr hann reyndar enn, nú fyrir Vinstri hreyfinguna - grænt og óháð framboð. Þistilfirðingurinn er prakkari að eðlisfari. Þegar hann var sam- gönguráðherra datt honum einhveiju sinni í hug að hringja í ráðuneytið sitt og spyrja um sjálfan sig. Um leið og símastúlkan svarar kát og hress í bragði, sagði Steingrímur með draf- andi röddu: „Er djöfulsins samgöngu- ráðherrann við”? „Nei, hann er ekki mættur”. „Æ, æ,...ég ætlaði nefnilega að koma við hjá ykkur og berja hann duglega”. „ Einmitt! En hann er væntanlegur klukkan tvö. Er það kannski of seint fyrir yður”? Mun Steingrími hafa brugðið nokkuð við þetta svar símastúlkunnar. Fellabæ V Sími 471-1623 Fax 471-1693 J Núfer aðventan í hönd, hátíð Ijóss og kœrleika, þá fer vel að gera sér dagamun. Föstudagskvöld 26. nóv. og laugardagskvöld 27. nóv. kl. 19:00 Okkar rómaða jólahlaðborð ogfranska jólavínið Beaujolais Nouveau á boðstólum. Snillingarnir Einar Bragi og Daníel sjá um jólatónlistina. Jólaölið kemur í hús föstudagskvöldið 26. nóv. kl. 21:00. Sunnudaginn 28. nóv. kl. 16:00. Indland - Ferðakynning og litskyggnusýning. Þóra Guðmundsdóttir frá Seyðisfirði kynnir fyrirhugaða œvintýraferð til Kerala á Suður-Indlandi 10.-27. febrúar árið 2000. Verið velkomin Gœðin ífyrirrúmi HöTEL HÉRAÐ ICELANDAIR HOTELS Miðvangi 5-7 • 700 Egilsstaðir Sími471 1500 • Fax 471 1501 LancfhMnœrerum ykkarfólk Búðargötu 5, 730 Reyðarfjöróur, sími 474 1407, fax 474 1533 Miðási 1-5, 700 Egilsstaðir, sími 471 1688, fax 471 2564 AFGREIÐSLUSTAÐIR: • Reykjavík s. 569 8400 • Egilsstaðir s. 471 1688 • Reyðarfjörður s. 474 1202 Fáskrúðsljörður s. 475 1508 Seyðisfjöður s. 472 1111 Borgarfjörðureystri s. 472 9977 Neskaupstaður s. 477 1515 Eskifjörður s. 476 1480 Stöðvarfjörður s. 475 8880 Breiðdalsvík s. 475 6671 Djúpivogur s. 478 8875

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.