Austri - 30.03.2000, Síða 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 30. mars 2000
Útgefandi: AUSTRI Tjamarbraut 19, 700 Egilsstaðir.
Kennitala: 430169-5649
Sími 471-1600. Fax 471-2284.
Netfang: austri@eIdhorn.is
Vefsíða: http://www.eldhorn.is/austri/
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson.
Útgáfustjóri: Jörundur Ragnarsson.
Blaðamenn: Lausamennska.
Grafískur hönnuður: Ingólfur Friðriksson.
Askriftarverð pr. mán. kr. 625.-m/vsk.
Setning og umbrot: Austri
Prentunvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf.
Efni óskast skilað á tölvutæku formi (DOS, Word) eða vélrituðu. Vegna stærðar
blaðsins mega aðsendar greinar ekki vera iengri en sem nemur 2500 slögum.
Austri áskilur sér rétt til að stytta greinar sem eru lengri en það.
Austri er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Kristnitökuhátíð á Austurlandi
Hvergi nærri lokið
Verið er um þessar mundir að
minnast 1000 ára kristnitöku á
Austurlandi. Hátíðarhöldin hófust
reyndar í ágúst á síðasta ári með
sameiginlegum hátíðahöldum
Skaftafells- Múla og Austfjarða-
prófastsdæma. Hátíðarhöld fóru
fram á Djúpavogi og við Þvottá í
Álftafirði, en þar var afhjúpaður
minnisvarði um Síðu-Hall.
Hátíðarhöldunum er hvergi
nærri lokið og hófst seinni hluti
þeirra nú í mars. Kristnitakan
hefur þegar verið haldin hátíðleg
á Djúpavogi, Seyðisfirði, Breið-
dalsvík, Reyðarfirði og nú síðast
á Eskifirði sl. sunnudag. Að sögn
gesta hafa þessi hátíðarhöld verið
vel heppnuð og skemmtileg. Há-
tíðarmessur, ljósmyndasýningar,
kaffiveitingar og menningardag-
skrár er meðal þess sem verið hef-
ur í boði fyrir gesti afmælishátíða
kristnitökunnar hverju sinni. Þar
á meðal er einnig farandljós-
myndasýningin „Kirkjur á Austur-
landi“.
Enn á eftir að halda afmæli
kristnitökunnar hátíðlegt á
nokkrum stöðum Austurlands en
áætlað er að hátíðarhöld verði
fram í ágúst.
2. apríl Neskaupstaður
9. apríl Stöðvarfjörður
16. aprfl Fáskrúðsfjörður
30. aprfl Egilsstaðir
17. júní Vopnaljörður
27. ágúst Bakkafjörður.
Þá verður sameiginleg kristnihá-
tíð íbúa á Austurlandi haldin á
Seyðisfirði dagana 10.-12. júní.
Dagskrá hátíðarinnar verður afar
ijölbreytt. Hljóðfæraleikarar, söng-
fólk og listamenn af ýmsum svið-
um, af öllu Austurlandi og víðar að
munu setja svip sinn á hátíðina auk
annarra viðburða.
Kjördæma-
breytingin
í síðustu kosningum var staðfest breyting á stjórnarskránni um
fjölda kjördæma. Þetta var gert eftir vinnu nefndar og meðferð Al-
þingis á frumvarpi til stjórnskipunarlaga. Grunnurinn að þessum
breyttu stjórnarskrárákvæðum var þverpólitískt samkomulag um
að jafna vægi atkvæða. Fækkun kjördæma er þáttur í því að jafna
mannfjöldann í hinum einstöku kjördæmum.
Mörk kjördæma eru ekki stjómarskrárbundin og þess vegna var
ákveðið að endanleg ákvörðun um þau biðu framlagningu frum-
varps til kosningalaga við þessar nýju aðstæður. Nú er slíkt frum-
varp í burðarliðnum eftir starf kosningalaganefndar sem fjallað
hefur um málið á Alþingi að undanförnu. Þingleg meðferð frum-
varpsins er síðan eftir. Eins og nú stendur em engin kosningalög í
landinu sem taka mið af þeim breytingum sem orðið hafa.
Það hefur verið boðað að tillögumar feli í sér að Austur-Skafta-
fellssýsla fylgi Suðurkjördæmi og Reykjavík verði skipt í norður
og Suðurkjördæmi og skipt um Hringbraut og Miklubraut.
Það var vitað þegar frumvarpið til stjórnskipunarlaga var lagt
fram að skiptar skoðanir væm í Austur-Skaftafellssýslu um kjör-
dæmamörkin. Hins vegar komu eindregin tilmæli frá sveitarstjóm-
armönnum á Austurlandi að skipta ekki kjördæminu og á það var
fallist, þrátt fyrir að fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir skiptingu kjör-
dæmisins. Hins vegar kom það fram við umræðu málsins að ekki
væri útilokað að könnun færi fram um málið meðal íbúanna í
Austur-Skaftafellssýslu. Sú könnun fór fram og var niðurstaða
hennar afhent kosningalaganefndinni. Nefndin mun nú hafa
ákveðið að taka tillit til þeirra skilaboða sem könnunin felur í sér.
Þeir sem hafa verið í samstarfi á kjördæmisvísu á Austurlandi
óttast að þessi breyting muni veikja landshlutann. Hins vegar er
erfitt að sniðganga eindregna vísbendingar fbúanna sem kemur
fram í viðhorfskönnuninni sem áður er nefnd. Einhver tilgangur
hlýtur að hafa verið með því að gera hana, og afhenda formlega til
kosningalaganefndarinnar.
Vafalaust veldur stærð kjördæmisins nokkru um þessi viðhorf.
Leiðin úr Öræfum norður á Siglufjörð er styttri með því að fara í
gegn um öll hin kjördæmin en að fara innan kjördæmisins ef Aust-
urland og Norðurland eystra eru sameinuð í heild. Greiðar
samöngur suður valda einnig miklu. Hins vegar hefur samstarf við
Suðurland á vettvangi félagsmála ekki verið mikið til þessa.
Það er ekki enn séð hvemig félagslegu samstarfi verður skipað í
hinum stóru og sundurleitu kjördæmum sem nú eru orðin stað-
reynd. Viðræður era hafnar um slíkt samstarf á sveitarstjómarstig-
inu í Norðausturkjördæminu, og í Norðvesturkjördæminu hafa
menn borið saman bækur sínar. Vafalaust verður um málið mikil
umræða þegar það kemur til kasta Alþingis í formi frumvarps til
kosningalaga sem væntanlegt er innan tíðar.
J.K.
Askriftarsími Austra er
471-1600
Netþing - Unglingaþing
umboðsmanns barna
Föstudaginn 24. mars sl. söfnuð-
ust fulltrúar „Netþings“, sem er ung-
lingaþing umboðsmanns bama, sam-
an til lokafundar í Ráðhúsi Reykja-
víkur.
Á netþinginu komu saman 63
unglingar, 31 piltur og 31 stúlka, á
aldrinum 15-25 ára. Netþingmenn-
imir komu úr alls 25 skólum á land-
inu og var skipting þingfulltrúanna
hin sama og í drögum að nýrri kjör-
dæmaskipan á Islandi.
Frá Austurlandi fóm 5 fulltrúar á
þingið. Þrír þeirra eru frá Djúpa-
vogi, þau Iris Birgisdóttir, Gunnar
Sigvaldason og Fannar Steinsson.
Frá Hallormsstað fóm þau Sigríður
E. Zophoníasdóttir og Örvar Már
Jónsson.
Fyrsti formlegi fundur netþingsins
var haldinn 18. janúar sl., en Net-
þingið hefur aðallega starfað í
nefndum, á 6 lokuðum spjallrásum á
Netinu. Nefndir þessar hafa fjallað
um hamingju og framtíðarsýn,
menningarmál, ofbeldi, vímuvamir,
skólamál, tísku, auglýsingar, tóm-
stundir og félagsstörf.
Netþingið er tilraunaverkefni sem
umboðsmaður bama hefur ýtt úr vör.
Markmið þess er að gefa fulltrúum
ungu kynslóðarinnar tækifæri á að
ræða saman sín á milli, á lýðræðis-
legan hátt, um málefni er þau varða
Komið hefur til tals að fundum
bæjarstjórnar Austur-Héraðs verði
útvarpað í gegnum útvarp Mennta-
skólans á Egilsstöðum, „Útvarps
Andvarps". Fjallað var um málið á
fundi bæjarstjómar Austur-Héraðs í
sl. viku. Þar kom m.a. fram að ekki
væri gert ráð fyrir fjármagni til fyrir-
hugaðra útsendinga á fjárhagsáætlun
ársins. Útsendingar útvarps-
stöðvarinnar nást ekki hvar sem er í
sveitarfélaginu, að því er kom fram
á fundinum.
I fundargerð bæjarráðs frá
vikunni áður segir að bæjarráð telji
það kall nútímans að miðlað verði
frá fundum bæjarstjómar.
og á þeim brenna. Þannig er ætlast
til þess að þingmenn komi skoðun-
um sínum á framfæri.
Hvort sent verði beint út frá fund-
um bæjarstjómarinnar, eða fundimir
teknir upp og sendir út daginn eftir,
er ekki vitað. Þó telur bæjarstjómin
það vera ókost að senda ekki beint
út frá fundunum.
Ákveðið var að fela Bimi Hafþóri
Guðmundssyni, bæjarstjóra Austur-
Héraðs að kanna bæði möguleika
þess að senda beint út frá fundunum
og hvort hægt sé að koma útsend-
ingunni um allt í sveitarfélaginu. í
framhaldi af því er síðan gert ráð
fyrir að í apríl verði ákveðið hvort
koma skuli á tilraunaútsendingum
frá bæj arstj órnarfundum Austur-
Héraðs á þessu ári.
Austur-Hérað
Bæjarstjórnar-
fundum útvarpað?
ŒHURÐ
ER LAUSNIN
Wayne Dalton hurð sem
sameinar fegurð, styrk, gæði
og öryggi er kærkomin viðbót
við þitt heimili.
GLÓFAXI ehf
umboðsmaöur á Austurlar
Stefán Jóhannsson
Þrándarstöðum, Austur-Hé:
Sími: 471-3846 Fax:471-:
Wayne Dalton
bílskúrshurðaropnarinn
||||pp %eykur þægindi
og öryggi.