Austri - 30.03.2000, Qupperneq 3

Austri - 30.03.2000, Qupperneq 3
Egilsstöðum, 30. mars 2000 AUSTRI 3 Amerísk fegurð í sjónvarpinu þessa dagana eru miklar glans- myndasýningar á borð við fegurðarsamkeppni ís- lands punktur is, eins og hún heitir og afhendingu Óskarsverðlaunanna sem er mikil uppákoma í kvikmyndaheiminum. Ég sá reyndar hvoruga þessa dagskrá, en heyrði hins vegar fréttir af því að myndin “Amer- ican Beauty” hefði fengið verðlaunin í ár. Nú eru þeir tímar liðnir að það þurfi að bíða eftir að sjá nýjar myndir hér á landi, því kvik- myndahúsin bjóða upp á glænýjar myndir, og þannig stendur á með þessa tilteknu mynd að hún hefur verið sýnd vikum saman í kvikmyndahús- um í Reykjavík, og sýning hennar er kominn í lít- inn hliðarsal í Háskólabíó og þar sá ég hana fyrir tveimur vikum. Streðað við að sýnast Þetta var hin athyglisverðasta mynd, enda eru margar þær kvikmyndir sem fá Óskarsverlaunin mjög góðar og athyglisverðar að mér finnst, en auðvitað ræður persónulegur smekkur þessu. Ég fer sjaldan í bíó, en hef aldrei lagt það niður enda er það hin besta skemmtun. American Beauty segir frá lífinu í úthverfi New York og fólkinu sem þar býr. Þar er fátt af venjulegu fólki. Allir streða við að sýnast. Frúin á heimilinu er í sjálfstyrkingu, húsbóndinn er á miðjum aldri, illa haldinn af gráa fiðringnum og rembist kófsveittur með lóðin til þess að halda æsku sinni lengur og ganga í augun á ungpíu sem er jafnaldri dóttur hans. Sú hælir sér að reynslu sinni í kynferðismálum, en hefur enga reynslu þegar til stykkisins kemur. I næsta húsi býr ungur maður með undirokaðri móður sinni og föður sem hefur verið í herþjónustu og lifir á þeirri frægð. Drengurinn er kurteis og prúður á yfirborðinu, en njósnar um náungann og selur dóp. Þannig er lífið undir yfirborðinu í hinu glæsta úthverfi og ekkert eins og það sýnist. Gerist þetta hér? Myndin vekur mann til umhugsunar og það er einmitt einkenni góðra mynda og góðra leikhús- verka að láta áhorfandan ekki ósnortinn. Sú hugsun leitar á mann hvort sú mynd sem dregin er upp passar ekki óhugnanlega vel við nútím- ann jafnvel í hinu litla dvergsamfélagi á Islandi. Sýndarmennskan er ekki óþekkt fyrirbrigði hér á landi, né aðgangurinn í hinum venjulega manni að sýnast öðruvísi heldur en hann er í raun og veru. Kapphlaupið um lífsgæðin og að tolla í tískunni og hafa lífsstíl sem passar hefur farið illa með margan manninn. Fjölmiðlafíknin er kapítuli út af fyrir sig. Nú er komin upp í þjóðfélaginu hópur fólks sem er ekki í rónni, nema það sé reglulega á forsíðum blaðanna. Það segir frá því í séð og heyrt þegar það verður ástfangið “fyrir lífstíð”, og það segir líka frá því þegar slitnar upp úr sambandinu sem átti að endast meðan báðir aðilar lifðu. Allt þetta er hluti af sýndarmennskunni sem var sýnd með svo eftirminnilegum hætti í hinni verðlaunuðu mynd. Allt um móður mína Það vildi svo til að fyrir nokkrum mánuðum sá ég einnig myndina sem fékk verðlaun sem besta erlenda myndin, en það er spænska myndin “Allt um móður mína”. Sú mynd gerist í gjörólíku um- hverfi á Spáni, góð og eftirminnileg mynd, en ég ætla ekki að rekja efni hennar hér. Kvikmyndin er einn öflugasti miðill samtímans og það kennir svo sannarlega margra grasa í þeirri framleiðslu. Kvikmyndin er iðnaðarvara, en það er gott til þess að vita að vandaðar myndir með boðskap og innihald fái náð fyrir augum þeirra sem úthluta Óskarsverðlaununum. Jón Kristjánsson Framkvæmdir við snjóflóðavarnargarða ofan byggðar í Neskaupstað eru nú hafnar á ný eftir að samkomulag náðist milli verkkaupa og verktaka. Aætlað er að verktakinn verði búinn með sitt verk næsta haust. í dag, 30. mars verður Hafnarsamlag Austur-Héraðs og Fella (HAF) stofnað. Tilgangur HAF er að annast gerð og rekstur hafnarmannvirkja við Lagarfljót. Þjóðhagsstofnun telur að landsframleiðsla aukist um 4% á árinu og að framboð á atvinnu verði enn meira en á síðasta ári. A móti kemur að verð- bólguspá hefur versnað verulega. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að verð- bólgan nemi 5,3% milli áranna 1999 og 2000. Þá er reiknað með að við- skiptahallinn aukist einnig. Lýsistankarnir, sem ráku út Seyðisfjörð í óveðrinu mikla fyrr í mánuð- inum, eru ekki enn komnir í leitimar. Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði hafa lagt fram þá kröfu, að tryggingarfélög láti leita að tönkunum. f sl viku lagði bóndi á Norður-Héraði fram stjómsýslukæm til félags- málaráðuneytisins vegna ákvörðunar sveitastjómarinnar að hafna beiðni hans um greiðslu fyrir skólaakstur bama sinna. A sínum tíma fékk annar bóndi þar í sveit, sem er sonur oddvitans, greitt fyrir að aka bömum sínum til og frá skóla. Kæran byggist á því að með þessu sé verið að mismuna íbúum sveitarfélagsins. Það er Gísli M. Auðbergsson, lögfræðingur, sem sækir mál- ið fyrir hönd bóndans. Nýverið hófust veiðar á kolmunna við írland. Ekki byijaði Kolmuna- vertíðin vel, því brælu gerði á kolmunnamiðunum. Hólmaborg SU 80 kom til landsins í sl. viku með 1700 tonn af kolmunna og landaði á Fáskrúðsfirði. Fleiri skip halda þessa dagana til kolmunnaveiða, þar sem stór hluti skipa- flotans er verkefnalaus nú þegar loðnuvertíðinni er að ljúka. Af stóriðju- og virkj anamálum Málstofa Líffræðifélagsins var haldin í sl. viku. Þar kom fram í máli Ragnheiðar Ólafsdóttur, um- hverfisstjóra Landsvirkjunar, að ferlið sem fylgt er við mat á um- hverfisáhrifum væri í grundvallar- atriðum frábrugðið því ferli sem farið er eftir við umhverfismat í öðrum löndum. Ragnheiður, sem starfaði um árabil í Svíþjóð á sviði umhverfismála, sagði að í Svíþjóð væru lög um mat á um- hverfisáhrifum einskonar verkfæri til þess að meta á kerfisbundinn hátt hvaða áhrif framkvæmdir hefðu á umhverfið. Þá benti Ragnheiður einnig á að í matsferl- inu í; vinnan við mat á umhverfisáhrif- um væri ákveðin aðferðafræði og niðurstöður matsins væru einn af þeim þáttum sem Ieyfisveitandi þyrfti að taka tillit til þegar hann tæki ákvörðun um hvort veita ætti framkvæmdaleyfi. Áfram hélt Ragnheiður að tala um matsferli umhverfisáhrifa. „Þegar núgildandi íslensk lög eru skoðuð, kemur það í Ijós < miðað við hina alþjóðlegu hug- Á Sama fundi fjallaði Ingimar myndafræði á bakvið mat á um- Sigurðsson, skrifstofustjóri í Um- hverfísáhrifum, vantar marga hverfisráðuneytinu, um endur- grundvallarðætti inn í íslenska skoðun laga um mat á umhverfis- löggjöf. Markmið íslensku lag- áhrifum og kynnti þær breytingar anna er að tryggja að áður en tek- sem felast í nyju frumvarpi um- beinum og óbeinum áhrifum sem framkvæmdin getur haft á um- hverfið, heldur að skrifa mats- skýrslu.“ sagði Ragnheiður á fundinum. Að lokum sagði Ragnheiður að finna þyrfti leiðir til að bæta matsferli umhverfisáhrifa sem stafa af framkvæmdum. Tóku nokkrir fundarmenn í sama streng. rjoð væri ekki hægt að kæra urskurð um isáhrifum enda væri ekki neinn slíkan úrskurð að r; hrifum. Það er sem sé ekki markmið laganna að skýra frá samningnum. Eldhús- og baðinnréttingar Útihurðir o.fl. Tresmiðja Guðna J. Þórarinssonar Másseli, sími 471-1093 Austfirskar fréttir á netinu v/ww.frettavefurinn.is Stjórn Sambands Sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi samþykkti á dög- unum að sjúkraflugvél sem þjóni Austfirðingum verði staðsett á Akureyrar- flugvelli ásamt áhöfn. Sigurður Þórarinn Sigurðsson, 17 ára gamall Stöðfirðingur mátti teljast heppinn að sleppa nær ómeiddur eftir að bíll hans rann niður Staðarskriður í Reyðarfirði í sl. viku. Bíll hans hafnaði í íjörunni, sem er 60 metrum neðan við veginn, og eyðilagðist. Flugfélag íslands tilkynnti samgönguráðherra fyrirætlanir sínar um að hætta að óbreyttu áætlunarflugi til og frá Vopnafirði. Félagið hefur flogið sex daga vikunnar til Vopnafjarðar undanfarin ár. Sagt er frá því á Fréttavefnum að nú þegar samkeppni í flugi til og frá Austurlandi er lokið að sinni, vonist margir Austfirðingar til að hið nýstofnaða flugfélag á Egilsstöðum, Flugfélagið Jökull, hefji áætlunarflug milli Egilsstaða og Reykjavrkur. Þannig verði hægt að tryggja með aukinni samkeppni að flugfargjöld hækki ekki. Atvinnuleysi er nú 1,6% af áætluðum mannafla á Austurlandi, að því er fram kemur á vef Þróunarstofu íslands. Meðalfjöldi atvinnulausra á Austurlandi er 103 og hefur þeim fækkað um 40 að meðaltali frá þ />' í febrúar. Þá hefur atvinnuleysi á Austurlandi minnkað um 0,6% síðan i si. janúarmánuði og minnkað um 14,4% miðað við sama árstíma árið 1999. Endanleg ákvörðun um ráðningu upplýsinga- og kynningafulltrúa í Fjarðabyggð verður tekin á næsta bæjarstjómarfundi 6. apríl nk. Ráðgjafa- hópur um kynningarmál samþykkti nú fyrir skömmu að mæla með Jóni Bimi Hákonarsyni frá Neskaupstað í starfið.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.