Austri - 30.03.2000, Síða 6
6
AUSTRI
Egilsstöðum, 30. mars 2000
SPURNINGIN
Nú virðist standa til að
kjördæmanefnd leggi til
að Austur-Skaftafells-
sýsla verði með
Suðurkj ördæmi.
Ert þú sáttur við það?
Albert Eymundsson, bæjarstjóri
Homafjarðar
Ég hefði kosið hinn kostinn að
fylgja Norð-Austurkjördæminu. Rest
rök sem vega eitthvað í þessu máli
mæla með því í mínum huga. Á hinn
bóginn hef ég í engar áhyggjur vegna
þessa mál. Þessi breyting mun ekki
hafa nein afgerandi áhrif fyrir íbúa í
Austur-Skaftafellssýslu. Þetta hefur
engin áhrif á Kf almennings og breytir
engu í þessum stóru málaflokkum eins
og atvinnumálum, samgöngumálum,
heilbrigðismálum, menntamálum
annari þjónustu o.s.frv. Við erum og
höfum haft mesta samvinnu við
byggðarlögin austan við okkur á
stjómsýslusviðinu. Því mun
breytingin íþyngja fólki sem er að
vinna á þeim vettvangi og að því
leytinu til er þetta verra. Ég held að
Norð-Austurkjördæmið verði eina
alvöru landsbyggðarkjördæmið í ffam-
tíðinni og af þeirri ástæðu munum við
eiga meiri samleið með því. Það hefði
verið gott fyrir þetta stóra
landsbyggðarkjördæmi að hafa sterkan
byggðakjama héma í útjaðrinum, en
að sama skapi gott fyrir
Suðurkjördæmið að fá Homafjörð til
mótvægis þar.
Ólafur Sigurðsson, Svínafelli
Mér finnst það landffæðilega miklu
betra að fara suður um. Það er mikið
einfaldara fyrir félagsstarfsemi að fá
fólk til þess að fara suður á bóginn á
fundi og þess háttar. Það gengur betur
fyrir okkur að ná félagsstarfi á þennan
veg, því að fólk á alltaf einhvem veg-
inn ffekar erindi suður á bóginn heldur
en norður. Þetta byggðarlag verður
ekki síður sterkt sem útjaðar á suður-
landi en í Norð-Austurkjördæminu.
Ég hef ávallt sagt við heimamenn að
við verðum svo sem aldrei sterkari en
við viljum sjálf en við höfum kannski
meiri möguleika á því í þeirri baráttu
sem landsbyggðin á við þéttbýlið
héma megin heldur en með norð-
austrinu. En auðvitað verður hver að
hafa sína skoðun á þessu.
/ Penninn
Aftarlega á merinni
Svo virðist sem að margir telji
skilyrði til búsetu megi vera mis-
munandi eftir því hvar fólk býr.
Sem dæmi um það má nefna
ástandið hér á okkar ástkæra Aust-
urlandi, þar sem hlutimir hafa gerst
hratt að undanfömu í áttina að því
að gera þennan landshluta nær óbú-
anlegan.
Samgöngumálin
Um þessar mundir er Indriði Mar-
geirsson, sérleyfishafi, að hætta
akstri. Sennilega er það til komið
vegna þess hve lágar fjárhæðir sam-
gönguráðuneytið hefur látið honum
í té til að halda uppi áætlunarferð-
um sínum, sem eru milli Egilsstaða
og Breiðdalsvíkur um firðina. Ann-
ar sérleyfishafi, Hjörtur Ásgeirsson
á Djúpavogi er einnig hættur akstri
af sömu ástæðum. Hjörtur hefur
um árabil haldið uppi áætlunarferð-
um milli Djúpavogs og Hafnar í
Homafirði tengdar flugi til Horna-
fjarðar. Fyrst að þessir tveir ágætu
menn hverfa nú á braut, er frekar
erfitt fyrir fólk á þessu svæði að
komast á milli staða. Svo virðist
sem að fallið hafi milli þilja að gera
ráð fyrir því að það kostar sitt að
halda uppi samgöngum með áætl-
unarbílum. Ef eitthvað er, hefðu
þessir menn átt að fá aukinn styrk
vegna gífurlegrar hækkunar á elds-
neyti að undanfömu.
Að sjálfssögðu er hægt að fara á
milli staða á einkabílum, en það
breytir ekki þeirri staðreynd að fólk
á að geta haft þann valmöguleika á
að komast leiðar sinnar með áætlun-
arbílum, án tillits til búsetu. Það
em svo sem hugmyndir uppi um að
samgöngur milli staða á sunnan-
verðum Austfjörðum og áætlunar-
flugvallanna verði í formi pöntunar-
stýrðrar þjónustu. í því tilfelli þurfa
aðilar að panta sér far, ef þeir ætla
að ferðast með flugi og það er rétt
hægt að ímynda sér hvað það kost-
ar.
Islandsflug hefur, þegar þessi orð
eru rituð, hætt flugi til Egilsstaða og
er ég viss um að önnur eins fá-
keppnisstaða á þessum markaði hef-
ur sjaldan ef ekki aldrei komið upp.
Reikna ég fastlega með því að Flug-
félag Islands hækki fargjöld sín svo
um muni, ekki það að þau séu neitt
sérstaklega lág. Til að bæta gráu
ofan á svart hefur Flugfélag íslands
nú ákveðið að hætta flugi til Vopna-
fjarðar.
Tvenn jarðgöng
- algjört lágmark
Vegagerðin skilaði í sl. febrúar-
mánuði tillögum sínum að lang-
tímaáætlun í jarðgangafram-
kvæmdum á íslandi næstu 10 árin.
Þar er gert ráð fyrir að þau göng
sem komi á Austurlandi verði á
milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðar-
fjarðar. Það er ekki nóg að mínu
mati. Á milli Vopnafjarðar og Hér-
aðs skulu einnig koma jarðgöng.
Miðað við hve oft Austfirðingar
hafa verið hlunnfamir og hve mikið
þeir hafa verið sniðgengnir í sam-
göngumálum, fyndist mér það sann-
gjamt, ekki nema þó bara sem sára-
bætur fyrir það hve illa er búið að
fara með fólkið í fjórðungnum.
Fjármunum misskipt
Nýverið skrifaði ungur lögfræði-
nemi grein í morgunblaðið. I grein-
inni var fjallað um kostnað við gerð
heimasíðu stjómarráðsins. Sá kostn-
aður var, að því er fram kom í grein-
inni, 52 milljónir króna. Þó að
heimasíða Stjómarráðsins sé mjög
glæsileg, þá er sennilega hægt að
gera ágætis síðu á vefnum fyrir
minni upphæð. Ég er nokkuð viss
um að fyrir slíka upphæð væri hægt
að laga ýmislegt á litlu stöðunum úti
á landi. Þó að litið sé á 52 milljónir
sem smámuni miðað við margt ann-
að sem gengur og gerist í „Menning-
arborginni 2000“, þá er það alveg
ótrúlegt hvað þessi upphæð myndi
breyta miklu fyrir sum byggðarlög.
Að lokum
Mér finnst stundum eins og verið
sé á kerfisbundin hátt að gera fólki
algjörlega ókleift að búa hér á Aust-
urlandi og að það sé jafnframt liður í
að hrekja alla í átt að Stór-Reykja-
víkursvæðinu. Svæði sem skapar
jafn mikil verðmæti eins og raun ber
vitni í fjórðungnum, á að fá eitthvað
í staðinn. Þó ekki væri nema mann-
sæmandi samgöngur.
Guðmundur Þorkell
Guðmundsson
Betri nýting á húsnæði í eigu ríkisins
á Landsbyggðinni
Ólafur Ragnarsson, sveitastjóri
Djúpavogshrepps hefur skrifað þing-
mönnum kjördæmisins opið bréf þar
sem hann varpar fram þeirri hug-
mynd að nýta betur húsnæði í eigu
ríkisins á landsbyggðinni.
Þar er gert ráð fyrir að ríkisstofn-
anir á höfðuborgarsvæðinu, sem
þröngt er orðið um, flytji vaxtarhlut-
ann af starfseminni í húsnæði ríkis-
ins úti á landi.
Ólafur leggur áherslu á að hér sé
aðeins farið fram á að flytja hluta
starfsemi stofnana út á land. Aug-
ljóslega myndi þessi tilflutningur
spyma á móti þeirri óeðlilegu þenslu
sem hefur verið á höfuðborgarsvæð-
inu.
Auk þess er nauðsynlegt að nýta
það húsnæði í eigu ríkisins, sem
stendur autt úti á landi, eða er um
það bil að tæmast vegna niðurskurð-
ar á starfsemi ýmissa ríkisfyrirtækja
sbr. íslandspóstur, Landssíminn,
Landsbankann o.s.frv. Með flutn-
ingi ríkisfyirrtækja myndi fjölbreytt-
um atvinnutækifærum fjölga á
landsbyggðinni án þess að þurfi að
koma til niðurskurðar á höfuðborg-
arsvæðinu.
Ein stofnun, sem hugsanlega gæti
flutt hluta af starfsemi sinni út á
land, er Tryggingastofnun Ríkisins.
Nú hafa ráðamenn þar einmitt uppi
áform um nýbyggingu í Reykjavík
vegna húsnæðisskorts. Sífellt er
verið að flytja fleiri og fleiri verk-
efni frá þessum stofnunum á lands-
byggðinni suður til höfuðborgar-
svæðisins þar sem ríkiskerfið þenst
út.
Ólafur tekur nokkur dæmi því til
staðfestingar, en einnig hefur hann
tillögur um hvemig mætti snúa þess-
ari þróun við.
1. Póst- og símahús, þar er verið
að einfalda starfsemina með því að
færa burt verkefni og fækka starfs-
fólki. Nýta mætti þetta húsnæði og
starfsfólk með því að færa til þeirra
verkefni.
Ólafur segist hafa sett sig í sam-
band við forstjóra Islandspósts með
hugmynd um nýta húsnæði íslands-
pósts á Djúpavogi og starfsfólkið
t.d. með vinnu við viðhald þjóðskrár.
Forstjóri íslandspósts tók vel í
hugmyndir Ólafs og er mjög áhuga-
samur um að nýta húsnæðið með
einhveijum hætti betur en nú er.
2. Heilsugæslustöðvamar em mik-
il og rúmgóð hús. Aðbúnaður stöðv-
ana hefur verið í stöðugri endumýj-
un og nú hafa þær nýverið mikið
verið tölvuvæddar.
í heilsugæslustöðinni á Djúpavogi
er starfsmaður í hlutastarfi, enda
ekki læknir nema endrum og sinn-
um. Nýlega tilkynnti dómsmálaráð-
herra að taka ætti upp heildarskrán-
ingu slysa.
Það verkefni myndi passa vel inní
heilsugæslu í litlu þorpi á lands-
byggðinni.
3. Landsbankinn er í meirihluta
eign ríkisins eins og er. Innan þeirr-
ar stofnunar fara verkefnin hratt suð-
ur. Veðsetning afla, greiðslumat og
fleira mætti telja. Þetta er í raun
furðuleg ráðstöfun eins og bankinn
hefur á að skipa hæfu starfsfólki út
um land allt.
4. Dvalarheimilin standa vannýtt
á mörgum stöðum á landsbyggðinni.
Ólafur segist vita að margir
myndu vilja komast út á land ef þeir
vissu af lausu plássi.
Mikilvægt er að fá einhvem sem
að vinnur við þennan geira til að
koma þessu á framfæri og þá helst
að það væri gert innan heilbrigðis-
ráðuneytisins.
5. Útibú frá Reykjalundi. Það
mætti skoða að koma upp t.d.
heilsu-og endurhæfingabúðum á
Eiðum.
6. Styrkja mætti landsmálablöðin
t.d.með því að gefa þeim kost á
verkefnum við útgáfu fréttabréfa og
blaða sem rfld og stofnanir gefa út.
Marga fleiri þætti mætti nefna.
Niðurlag bréfs Ólafs til þing-
manna Austurlands kjördæmis
hljóðar svo:
„Kæru þingmenn.
Þaö er ekki til skemmtunar sem ég
sest niður og rita ykkur þetta erindi.
Það er þannig málum komið að
við hljótum að krefjast þess afykkur
að þið látið til ykkar taka í byggða-
málum. Flutningur verkefna ríkisins
út á land er ekki eina lausn byggða-
vandans.
En það er stór þáttur í því að
breyta og hafa áhrif á þessa þróun.
Eitt starf í lítið byggðarlag hefur
mikið að segja og það hefur ávallt
jákvœð hliðaráhrif.
Það er búið að greina vandann.
Tillögur að mjög raunhœfum verk-
efnaflutningi liggjafyrir.
Það er mín reynsla að það fer
ekkert verkefni útfyrir höfuðborgar-
svœðið nema pólitískl kjörinn full-
trúi taki af skarið. Starfsmenn við-
komandi stofnana fœra ekki skjal út
fyrir Elliðaár.
Því verður að ráða tímabundið
aðila sem að er landsbyggðasinnað-
ur og getur í krafti pólitísks valds
feert verkefni til landsbyggðarinnar.
Með vinsemd og virðingu
Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri
Djúpavogi”.
Andrés Skúlason
Djúpavogi