Fylkir


Fylkir - dec 2019, Qupperneq 24

Fylkir - dec 2019, Qupperneq 24
24 FYLKIR - jólin 2019 ° ° Töluverð gróska var í tónlistarlífi Eyjamanna upp úr 1950. Margir ungir eyja- hljóðfæraleikarar höfðu mikinn áhuga, og vildu ná lengra í hljóðfæraleik sínum og leika í hljómsveit. Einn þeirra var Haraldur Baldursson sem lék með H.G. sextettnum. Haraldur er fæddur hér í Vestmannaeyjum 25. febrúar 1932, að Brekastíg 3 ( Sólberg), sonur hjónanna Bald- urs Ólafssonar bankastjóra og Jóhönnu Andreu Ágústsdóttur (Kiðjabergi). Þótt Haraldur sé orðinn 87 ára, er heilsan góð og enn koma upp stundir þar sem gítarinn er tekinn fram og spiluð lög. Ég settist niður með frænda mínum og fékk hann til að segja mér frá árum sínum með H.G. sextettnum. „Ég átti góðan vin á þessum tíma, Jón Helga Steingrímsson, og spil- uðum við mikið saman, ég á gítar og Jón Helgi á píanó. Við vorum ungir á þessum árum og okkur langaði að spila í hljómsveit. Þetta var nokkrum árum á undan rokk- inu, aðallega var verið að spila jazz en einnig vals, tangó, rælum, polkum o.s.frv. Það var síðan um haustið 1949, að til Eyja flytur nafni minn, Haraldur Guðmundsson prentari. Haraldur var fæddur í Vestmannaeyjum 30. júlí 1922, nánar tiltekið á svo- kölluðum Vilborgarstöðum. Vil- borgarstaðir voru um þar síðustu aldarmót átta jarðir. Guðmundur Gíslason faðir Haraldar fékk ábúð á Austur Vilborgarstöðum (austur- bænum/austasti bær) árið 1909 og sat jörðina til ársins 1930, er Loftur Jónsson frá Kirkjubæ tók við. Loftur bjó í húsinu þegar eld- gos hófst þann 23. janúar 1973. Haraldur sleit barnsskónum að Vil- borgarstöðum. Haraldur lærði prentiðn á fasta- landinu, og tók sveinspróf 1939. Þegar Haraldur flutti aftur til Eyja haustið 1949 hóf hann vinnu í prentsmiðjunni Eyrúnu. Haraldur Guðmundsson var flinkur hljóðfæraleikari og lék á mörg hljóðfæri. Hann hafði meðal annars stofnað mandólínhljóm- sveit Reykjavík- ur áður en hann flutti til Eyja. Held að það sé eina mandólín- h l j ó m s v e i t i n sem starfrækt hefur verið á Íslandi. Einnig lék Haraldur með hljómsveit Björns R. Einars- sonar. Fljótlega eftir að Haraldur flutti til Eyja varð ég svo heppinn að hann stofnaði h l j ó m s v e i t og fékk ég að vera með og verða einn af stofnfélögum. Vinur minn Jón Helgi Steingrímsson kom aðeins seinna inn í hljóm- sveitina. Hljómsveitin fékk nafnið H.G. sextettinn. Hljómsveitinni var að sjálfsögðu stjórnað af Har- aldi Guðmundssyni og lék hann á trompet og banjó, ég á gítar, Guðni Hermansen á tenórsaxafón, Gísli Bryngeirsson frá Búastöðum á klarínett, Alfreð W. Þórðarson á píanó og Sigurður Þórarinsson (Sissi) á trommur. Hljómsveitin spilaði á böllum í Samkomuhúsinu og Alþýðuhús- inu. Fljótlega kom vinur minn Jón Helgi Steingrímsson í hljóm- sveitina og tók sæti Alfreðs W. Þórðarsonar á píanó og Sigurður Guðmundsson (Háeyri) á tromm- ur fyrir Sissa. Það má segja að spilamennska mín í H.G. sextett hafa haft mikil áhrif á líf mitt og fram- tíðina. Það var nefnilega á dans- leik í Alþýðuhúsinu, þar sem við vorum að spila, að stelpur úr Kvennaskól- anum í Reykjavík mættu. Þær voru í útskriftarferðalagi í Eyjum og skelltu sér á dansleikinn. Þetta kvöld kynnt- ist ég Gyðu Guð- mundsdóttur, sem átti síðan eftir að verða eiginkona mín og er það enn þann dag í dag. Sumarið 1950 var mjög eftirminnilegt, því þá fór H.G. sextettinn með Lúðrasveit Vest- mannaeyja, sem Oddgeir Krist- jánsson, stjórnaði í ferðalag um Austurland. Haldnir voru tónleikar og böll á mörgum stöðum. Fyrir Tónlistarlíf í Eyjum um miðja síðustu öld H.G. sextettinn Fjölskyldan á vilborgarstöðum. Haraldur yngstur og hér á milli foreldra sinna sem voru oddný Elín Jónasdóttir frá deild á Álftanesi og guðmundur gíslason frá Seljavöllum undir Eyjafjöllum. GREINARHÖFUNDUR: ÍvAR ATLASoN Haraldur guðmundsson ungur að árum á vilborgarstaðatúni. urðirnar, Klettsvíkin, Miðklettur og Ystiklettur í baksýn. H.g. sextettinn frá vinstri: gísli Bryngeirsson ( gísli á Búastöðum ) klarínett, guðni Hermansen tenórsaxafón, Sigurður guðmunds- son ( Siggi á Háeyri ) trommur, Haraldur guðmundsson stjórnandi H.g. sextett trompet og banjó, Haraldur Baldursson gítar og Alfreð Washington Þórðason píanó. Haraldur Baldursson man ekki nafnið á þessari hljómsveit. Efri röð frá vinstri, Höskuldur Stefánsson (Neskaupstað) harmónika og Sigurður Markússon klarínett. Neðri röð frá vinstri: Páll Steingríms- son gítar og bróðir hans, Jón Helgi Steingrímsson píanó. Starfsfólk Útvegsbanka Íslands 1952-1953. Fremri röð: Jakob ólafs- son og Baldur ólafsson. Aftari röð frá vinstri: Jón ólafsson, Bjarni Sighvatsson útibússtjóri, Ásta Engilbertsdóttir, Haraldur Baldurs- son, Sighvatur Bjarnason, Jón Scheving og Jóhannes Tómasson. gyða guðmundsdóttir og Haraldur Baldursson. Það var nefnilega á dansleik í Alþýðuhúsinu, þar sem við vorum að spila, að stelpur úr Kvennaskólanum í Reykjavík mættu. Þær voru í útskriftarferðalagi í Eyjum og skelltu sér á dansleikinn. Þetta kvöld kynntist ég Gyðu Guðmundsdóttur, sem átti síðan eftir að verða eiginkona mín og er það enn þann dag í dag.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.