Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2020, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 06.10.2020, Qupperneq 34
KOSTIR OG GALLAR Toyota RAV4 PHEV Grunnverð: 8.550.000 kr. Hestöfl: 306 Hröðun 0-100 km: 6 sek. Eyðsla l/100 km: 1,2 í bl. akstri CO2 g/km: 22 Drægi rafhlöðu: 75 km Hámarkshraði EV: 135 km Rafhlaða: 18,1 kWst Eigin þyngd: 1.980 kg Farangursrými: 520 l n Afl n Drægi n Hljóðlátur n Verð n Hastur á möl KOSTIR GALLAR 10 BÍLAR 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R Eru rúm 300 hestöfl og sex sekúndna upptak ásamt 1,2 lítra eyðslu of gott til að vera satt? Það eru eflaust margir aðdáendur hins vinsæla Toyota RAV4 búnir að bíða eftir komu PHEV-útgáf- unnar til landsins. Kraftmiklir jepplingar í tengiltvinnútgáfum eru góð söluvara þessa dagana og er RAV4 PHEV engin undantekn- ing. Bíllinn er einn sá kraftmesti sem í boði er í þessum flokki og er það aðeins Toyota Supra sem státar af meira afli hjá merkinu. Að koma með RAV4 sem PHEV er ekki aðeins það að bæta við hann aðeins stærri rafhlöðu. Tengil tvinnútgáfa RAV4 er búin 2,5 lítra vélinni annars vegar sem skilar í þessari útfærslu 185 hest- öflum auk 134 kW rafmótors að framan og 40 kW á afturdrifi. Samtals skilar bíllinn því 306 hestöflum þegar báðar aflrásirnar eru notaðar, en það dugar til þess að bíllinn er aðeins sex sekúndur í hundraðið. Þótt aflið komi sér vel þegar á þarf að halda er það í raun og veru hversu mikill rafmagnsbíll hér er á ferðinni sem skiptir máli. Mikið drægi rafhlöðu RAV4 PHEV hefur 75 km drægi á rafhlöðunni samkvæmt WLTP- staðlinum sem er mjög gott fyrir tengiltvinnbíl. Auk þess er bíllinn alltaf stilltur á 100% rafdrif þegar akstur hefst og þarf að stilla hann sérstaklega á aðra aksturhami. Aksturstillingarnar eru fjórar, en auk EV-stillingarinnar er svo- kölluð Auto-stilling sem notar rafmótorinn aðallega en bætir við bensínvélinni þegar þörf er á. Í Hybrid-stillingunni er bíllinn stilltur á hámarksafköst á báðum aflrásum og með hleðslustillingu gengur bíllinn á bensínvélinni eingöngu á meðan hún hleður einnig rafhlöðuna. Þegar bíllinn kveikir á bensín- vélinni í akstri takmarkar hann afl hennar fyrstu tvær mínút- urnar meðan hún er köld. Enn hljóðlátari Í sjálfu sér er ekki mikill munur á hefðbundnum útgáfum RAV4 og PHEV-útgáfu, hvorki útlitslega né í rými bílsins. Bíllinn er sá fyrsti frá Toyota þar sem MyT-appið er notað sem gefur möguleika á að fjarstýra miðstöð eða fylgjast með hleðslu rafhlöð- unnar. Plássið er jafngott og áður og aðeins munar á farangursrými þar sem gólfið hefur verið hækkað um 35 mm og er nú alls 520 lítrar. Að vísu er RAV4 PHEV 260 kílóum þyngri og það finnst aðeins í akstri, en þyngsta gerð tvinnút- gáfu bílsins er 1.720 kíló. Það er helst að það skipti máli í akstri á malarvegi þar sem hann er talsvert hastari en bensínbíllinn. Að öðru leyti virkar hann mjög svipaður í akstri og er ef eitthvað, aðeins hljóðlátari enda þurfti að leggja meira í hljóðeinangrun í raf- bílnum. Minnir akstur RAV4 PHEV meira á raf bíl en tengiltvinnbíl að mörgu leyti. Dýrari en samkeppnin Helsti keppinautur Toyota RAV4 PHEV er líklega Peugeot 3008 PHEV en hann er 300 hestöfl með allt að 59 km drægi á rafhlöðunni. Í 300 hestafla útgáfunni kostar hann frá 6.930.000 kr. á móti grunnverði RAV4 PHEV sem er 1,5 milljónum hærra. Er það auðvitað ansi mikill munur í þessum flokki. Aðrir væntanlegir samkeppn- isaðilar eru Kia Sorento PHEV og Hyundai Tucson PHEV en þeir koma ekki til landsins fyrr en á næsta ári. Blandar saman krafti og hagkvæmni Að utan er tengiltvinnútgáfa RAV4 keimlík tvinnútgáfunni en það sem er undir niðri er allt annar handleggur. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Í bílnum er öflugri útgáfa 2,5 lítra bensínvélarinnar og 134 kW rafmótor. Þar sem að RAV4 PHEV er talsvert þyngri finnst manni hann hastari á möl. Toyota RAV4 PHEV hefur 75 km drægi á rafhlöðunni samkvæmt WLTP-staðlinum sem er mjög gott fyrir tengil- tvinnbíl.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.