Fréttablaðið - 06.10.2020, Side 41

Fréttablaðið - 06.10.2020, Side 41
BÆKUR Harry Potter og leyniklefinn J.K. Rowling Myndskreyting: Jim Kay Þýðandi: Helga Haraldsdóttir Fjöldi síðna: 264 Útgefandi: Bjartur Bókaforlagið Bjartur endurútgefur bækurnar um Harry Potter í sér- stakri hátíðarútgáfu sem er ríkulega myndskreytt af Jim Kay. Á síðasta ári kom út í þessari viðhafnarútgáfu fyrsta bókin í seríunni, Harry Potter og viskusteinninn, en þá voru 20 ár liðin frá því hún kom fyrst út á íslensku. Nú kemur bók númer tvö, Harry Potter og leyniklefinn. Myndirnar í Harry Potter og leyni- klefanum eru listaverk út af fyrir sig og einkennast af mikilli hugmynda- auðgi Jim Kay ásamt ríkum skiln- ingi hans á söguheimi J. K. Rowling. Töfraheimur hennar endurspeglast á sterkan hátt í myndunum og persónurnar birtast þar ljóslifandi. Sagan hefst á tólf ára a f m æ l i s d e g i H a r r y Potter sem bíður þess óþreyjufullur að komast aftur í Hogwartskól- ann. Það gengur ekki áfallalaust fyrir sig og þegar þangað er komið taka æsilegir atburðir að gerast. Dramatísk- ir atburðir tengjast síðan leyniklefanum, sem á árum áður hafði verið opnaður með þeim af leið- ingum að skrímsli braust út og drap nemanda. Nú nemur ófreskja nemanda á brott og tekur með sér í leyniklefann. Harry Potter og félagar geta ekki látið eins og það komi þeim ekki við því hinn brottnumdi nemandi er þeim afar kær. Í ljós kemur að hinn illi Volde- mort ber sína ábyrgð og lesandinn fær að kynnast fortíð hans þegar hann var nemandi í Hogwartskóla. Það er enginn vandi að heillast af söguheimi Rowling þar sem allt er mögulegt, eins og það að fara í f lug- ferð í bíl, verða fangi risakóngu- lóar, geta g e r t s i g ósýnilegan o g b e i t t a l l s k y n s t ö f r u m . Börn heillast a f s l í k u m sögum, máta sig við aðal- per sónu r na r og hætturnar sem þær lenda í og gleðjast yfir verðskulduðum sigrum. Rowl i ng e r ekki f linkur stílisti en hún býr yfir ótvíræðri sagnagáfu og fær lesand- ann til að lesa áfram þótt bækur hennar séu oft æði langar. Hún er skemmtilegur barnabókahöfundur með góðan húmor. Börn um allan heim spændu þessa bók í sig, eins og hinar Potter-bækurnar, og þau skildu það sem þau voru að lesa og gátu þulið upp alls kyns fróðleik úr henni. Harry Potter er einstaklega vel sköpuð persóna og hið sama má segja um félaga hans. Fjöldi minnisstæðra aukapersóna kemur við sögu. Þar á meðal má nefna klósettdrauginn Völu væluskjóðu og hinn sjálfhverfa kennara Lockhart prófessor sem einbeitir sér að því að segja sögur um sjálfan sig um leið og hann gerir kennslubækur sínar að skyldulesn- ingu fyrir nemendur. Harry Potter og leyniklefinn er einmitt bók sem upplagt er að gefa börnum á tímum sem þurfa sárlega á skemmtilegum töfraljóma að halda. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Frábærar myndir Jim Kay gleðja augað og frásögn Rowling af ævintýri Harry Potter og félaga er frábær skemmtun. Ómótstæðilegir töfrar Fáir barnabókahöfundar hafa glatt jafnmörg börn og J. K. Rowling. Á tónleikum í tónleikaröðinni Beethoven í 250 ár í kvöld (þriðjudagskvöld) í Salnum verða fluttar fimm af píanósónötum hans. Thomas Higgerson flytur píanó- sónötu nr. 7 í D-dúr op. 10 nr. 3, Peter Máté f lytur píanósónötu nr. 11 í B-dúr op. 22, Mathias Halvorsen f lytur píanósónötu nr. 19 í g-moll op. 49 nr. 1 og nr. 20 í G-dúr op. 49 nr. 2 auk þess sem Aladár Rácz f lytur píanósónötur nr. 13 í Es-dúr op. 27. Arnar Jónsson leikari mun lesa valda kafla á undan hverri sónötu úr bókinni Beethoven – í bréfum og brotum sem Árni Kristjánsson tók saman. Beethoven í 250 ár er röð níu tón- leika þar sem þrjátíu píanóleikarar f lytja allar 32 píanósónötur Beet- hovens. Beethoven í salnum Snillingurinn Beethoven. Laufey Johansen opnar mynd-listarsýninguna Undur hafsins í Grafíksalnum, Hafnarhús- inu, Tryggvagötu 17 næstkomandi sunnudag 11. október klukkan 16.00. Á sýningunni er að finna 12 olíumálverk, f lest unnin árið 2018 en nokkur verkanna voru til sýnis á einkasýningu Laufeyjar í New York sama ár. Sýningin stendur til 26. október. Opið er fimmtudag til sunnudags frá klukkan 14.00 – 18.00. Myndlistarsýning í Grafíksalnum Ein mynda Laufeyjar á sýningunni. Double accounting, sýning á verkum Geirþrúðar Finn-bogadóttur Hjörvar stendur yfir í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Þar eru kynnt prentverk byggð á tvöföldu kerfi til að f lokka alheiminn með tveimur aðskildum aðferðum. Úrval af átta prentum úr seríunni verður til sýnis í formi innsetningar við hlið högg- myndar sem fjallar um hugtakið „lausafjárstaða“ eða „seljanleiki“. Geirþrúður á Ísafirði 匀琀愀爀琀愀甀 戀攀琀甀爀  瘀攀琀甀爀 䔀欀欀椀 氀琀愀 欀愀氀搀愀爀 昀爀漀猀琀渀琀甀爀 欀漀洀愀 ︀爀  瘀愀爀琀 吀爀攀礀猀琀甀  爀愀昀最攀礀洀愀  瘀攀琀甀爀 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13Þ R I Ð J U D A G U R 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.