Fréttablaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 44
VIÐFANGSEFNI HÓTEL REYKJAVÍKUR ER ÞVÍ AÐ SJÁLFSÖGÐU TÚRISTABÆR- INN REYKJAVÍK EN ÞAR KEMUR SIGMUNDUR DAVÍÐ VIÐ SÖGU. LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM SKILYRÐISLAUST Orkan – Ódýrt fyrir alla Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski... STÓRUM HUMRI!! Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa. Einnig má finna vörur Norðanfisks í neytendapakkningum í verslunum Bónus um land allt. Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700 DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 Tó n l i s t a r m a ð u r i n n Anton Helgi Hannes­s on er mög u leg a þekktari undir sviðs­nafninu Anton How og sýnir nú á sér nýja hlið í fjögurra þátta raftónlistar­ verkefni þar sem hann gerir upp við árið 2016 undir nokkuð sterkum áhrifum frá Sigmundi Davíð Gunn­ laugssyni. „Þetta er svo sem eðlileg þróun í tónlistarferlinum. Úr glamrokki yfir í pönkrokk og svo að lokum raftónlist. Sigmundur Davíð er allt­ af góður innblástur,“ segir Anton glettinn. Margir kannast sjálfsagt við hann sem forsprakka pönkrokk­hljóm­ sveitarinnar InZeros og stofnanda glamrokkssveitarinnar Diamond Thunder sem hann treystir sér til að fullyrða að sé sú vinsælasta í þeim kima íslensks tónlistarlífs en nú kveður við breyttan tón í laginu Hótel Reykjavík sem er það fyrsta af fjögurra laga EP­plötu sem hann samdi undir lok forsætisráðherra­ tíðar Sigmundar Davíðs 2016. Hvernig sækir þú innblástur til Sigmundar Davíðs? Þarftu bara að sjá honum bregða fyrir og tónlistin f læðir fram? „Þessi lög voru svolítið samin þegar hann var alltaf í fjölmiðlum 2016,“ segir Anton og áréttar að á þessu tímabili hafi eiginlega verið óhjákvæmilegt annað en að verða ítrekað var við Sigmund Davíð. „Það var eiginlega ekki annað hægt. Ég var líka að vinna niðri í bæ á þessum tíma þannig að maður varð alveg var við öll mótmælin sem voru alltaf á Austurvelli þannig að það var eiginlega erfitt að semja ekki um þetta.“ Slaufur á þróunarbraut Þú talar um eðlilega þróun úr glam- rokki, yfir í pönkrokk og síðan raf- tónlist en er ekki línan úr glaminu í pönkið eitthvað skökk? „Sko, maður hættir kannski ekk­ ert að fíla eitt þótt maður fari yfir í annað,“ segir Anton hugsi og bætir við að eitt þurfi ekki að útiloka annað þannig að maður geti lengi bætt á sig áhrifavöldum. „Maður bætir kannski alltaf bara f leirum í safnið. Ég held það sé kannski frekar hægt að lýsa þessu þannig,“ segir Anton og bætir aðspurður við að allt sé þetta einhvers konar sam­ blanda af öllu og þannig megi finna í Sigmundi Davíð annað og meira en bara eintómt pönk. Þótt enn sé nokkuð eftir af árinu 2020 hefur þegar myndast víðtæk, fjölþjóðleg og þverpólitísk sátt um að sagan muni dæma það harkalega sem eitt það versta á síðari tímum þannig að þótt á ýmsu hafi gengið fyrir fjórum árum er 2016 sann­ kallað góðæri í samanburðinum. Eymdarlegt ferðalag Í fjögurra laga uppgjöri Antons sem hefst með Hótel Reykjavík er ferða­ þjónustan á hvínandi siglingu, þekkt nöfn úr stjórnmálalífinu dúkka upp í Panamaskjölunum að undangengnum landflótta til Nor­ egs undan skuldaklafa hrunsins. „Viðfangsefni Hótel Reykjavíkur er því að sjálfsögðu túristabærinn Reykjavík en þar kemur Sigmundur Davíð við sögu, mávum er breytt í lunda og menningin er dæmd óþörf í kommentakerfum um lista­ mannalaun,“ segir Anton um fyrsta lag EP­plötunnar sem hann hyggst fylla með því að „mjatla“ hinum lögunum þremur út með mánaðar millibili eða svo. Þannig ætlar hann að reyna að ná eyrum hlustenda og jafnvel gefa plötuna þá út á vínýl síðar en vissu­ lega sé við nokkuð ramman reip að draga þegar ekki er hægt að fylgja lögunum eftir með tónleikum. Hóflegar væntingar „Ég er náttúrlega með raunhæfar kröfur og ég er í raun bara að starta alveg nýju prójekti þannig að það gerast engin kraftaverk strax. Sér­ staklega ekki þegar maður er ekkert að spila út af COVID en vonandi fer maður að geta spilað á einhverjum tónleikum eftir COVID. Kannski 2022,“ segir hann og hlær. „Það auðveldar þetta ekkert að geta ekki spilað á tónleikum en maður reynir bara að vera duglegur á netinu og svona og við gerum bara gott úr þessu.“ toti@frettabladid.is Óhjákvæmileg áhrif Sigmundar Davíðs Anton How telur feril sinn hafa þróast nokkuð eðlilega frá glam- rokki yfir í pönkrokk og áfram yfir í raftónlist sem hann samdi ekki síst undir áhrifum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Anton Helgi, eða Anton How, varð á tónlistarlegri þróunarbraut sinni frá glamrokki yfir í pönkrokk og áfram út í raftónlist fyrir áhrifum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, hvernig sem það má nú vera. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R16 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.