Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Síða 6
6
Sjónarhorn
Engin
uppgjöf
fyrst fattaði ég að ég væri hommi
fimmtán ára, fannst það svolítið hart
þorði ekki í skólann
þorði ekki margt
svo var það diskó
og hommar urðu smart
þá var maður kúl
þá var maður pönk
’81 og hlutimir urðu röff
í blöðunum lásuð’ um vírus
og breyttuð öll um rödd
ísland ó ísland
það er gott að koma heim
(eða hitt þó heldur)
því hér eru allir svo líbó
þar til kemur að þeim
þegar þau vita að þú ert smitaður
er hætt að bjóða heim
„við erum að hugsa um börnin
við meinum það ekki þannig
en ekki anda of mikið að þeim"
stundum verð ég svo hræddur
þegar ég svitna um nætur
- á ég fyrir leigubíl?
kemst ég á fætur?
ég ligg uppi á spítala og græt
meðan kraftinn þrýtur
einn inni á dimmu herbergi
- fjölskyldan frammi og grætur
stundum er ég æðislega þreyttur
fullur dópaður stónd og breyttur
ekki eins og ég vanalega er
en sama hver fer með mér í rúmið
ég veit ALLTAF
hvert sæðið úr mér fer
þú lítur oft á mig sem glæpon
samt þarf ég alltaf
að bera ábyrgð á þér
það er búið að reka mig úr vinnu
og líka út úr húsnæði
vinur minn sagði
„ekki nota sama handklæði
hafði tannburstann sér
gerðu mér greiða
ekki of nálægt mér
ég skal ennþá vera vinur þinn
paranojd að smitast af þér“
vinir mínir eru að falla
einn af öðrum
sá síðasti var blindur
orðinn að beinum
strákurinn á undan honum
náði varla tuttugu og þrem
íslenski mórallinn
stattu stoltur og beinn
harkaðu af þér
vertu snyrtilega klæddur
glæsilegur og hreinn
en þið þama úti
ég ætla að segja ykkur eitt
eftir þrjú fjögur ár vaknið þið upp
við rosalegt sjokk
með tárin í augunum
„af hverju notaði ég ekki smokk?“
„af hverju notaði ég ekki smokk?“
„af hverju notaði ég ekki smokk?“
„af hverju notaði ég ekki smokk?“
Lesbíur og alnæmi
frá sjónarhorni Jónu Ingibjargar Jónsdóttur
Mikið hefur verið rætt um
falska öryggiskennd meðal
fólks hvað varðar hættuna á að
smitast af alnæmi. Um nokkurt
skeið hafa lesbíur til dæmis
ímvndað sér að þær þyrftu
ekki að hafa neinar sérstakar
áhyggjur af að smitast af þess-
um sjúkdómi. RANGT! Úti í
hinum stóra heimi eru dæmi
þess að lesbíur hafi smitast af
alnæmisveirunni og nokkrar
þeirra hafa smitast af öðrum
konum. Flestar hinna HlV-já-
kvæðu lesbía hafa fengið
veiruna við fíkniefnanotkun
með sprautum. Aðrar hafa haft
kynmök við karlmenn og ekki
gætt varúðar eða fengið smitað
sæði við tæknifrjóvgun.
Það væri ósköp notalegt að
geta sagt við sjálfa sig að það sem
gerist erlendis komi íslenskum
lesbíum ekkert við. En hvenær
hefur það borgað sig að stinga
höfðinu í sandinn? Það getur
flækt málin að telja sig tilheyra
hópi sem hingað til hefur verið
talinn í lítilli hættu. Lesbíur telja
sér ekki ógnað af alnæmi af því
að þær eru lesbíur. Sumar lesbíur
telja þær konur tvíkynhneigðar
sem hafa einnig kynmök við
karla. Aðrar lesbíur sem sofa
öðru hvoru hjá gagnstæða kyn-
inu telja sig ekki vera bísexúal.
En þegar rætt er um líkur á HIV-
smiti skiptir ekki meginmáli
hvernig þú skilgreinir sjálfa þig,
heldur hvað þú gerir í kynlífinu.
Eg held að flestum sé í fersku
minni þegar fræðsluáróðrinum
var breytt í þá veru að tala til
„karla sem sofa hjá öðrum körl-
um“ í stað þess að tala til homma
eingöngu. Astæðan var sú sama.
Þeir karlar sem litu ekki á sig sem
homma en höfðu samt kynmök
við aðra karlmenn, fannst al-
næmi ekki koma sér við. Þess
vegna var orðalaginu breytt.
Það er tvennt sem dregur úr
líkum á að kona smiti aðra konu
af alnæmisveirunni þó að það sé
svo sannarlega möguleiki. f
fyrsta lagi er erfiðara fyrir konu
að smita aðra konu af veirunni
vegna þess að magn leg-
gangaslíms, sem berst á milli
tveggja kvenna í ástarleik, er
minna en magn sæðis sem berst
á milli karls og konu við óvarðar
samfarir. í öðru lagi er það gang-
ur sjúkdóma að nokkurn tíma
taki fyrir smitvaldinn - í þessu
tilviki alnæmisveiruna - að ber-
ast á milli samfélagshópa. Og
það vill svo til að konur sem hafa
eingöngu kynmök við aðrar kon-
ur eru einn síðasti hópurinn sem
veiran nær að smita. Það er samt
engin ástæða fyrir íslenskar les-
bíur að láta eins og ekkert sé á
meðan alnæmi breiðist út í heim-
inum. Ætla íslenskar lesbíur að
detta í þá gryfju að hugsa: „Þetta
kemur ekki fyrir mig, heldur ein-
hverjar aðrar.“ Þó engin kona
sem telur sig lesbíu hafi enn
smitast hér á landi af alnæm-
isveirunni, tel ég að þær hafi
ekki, frekar en aðrir á skerinu,
efni á að ganga um með bundið
fyrir augun.
Framför - ekki full-
komnun
Fyrir konur sem njóta ásta með
öðrum konum er vert að hafa
tvennt í huga. Att þú eða ástkona
þín á hættu að smitast af alnæmi,
eða er eitthvað í kynlífssögu þinni
eða hennar sem bendir til að svo
gæti verið? Sértu ekki viss skaltu
ætíð lifa hættuminna kynlífi. Hafir
þú yflrleitt sofið hjá konum en haft
síðan kynmök við karlmann, þá er
vissara að iðka einnig hættuminna
kynlíf. Þegar þú ert búin að meta
áhættuna skaltu gefa gaum að því
hvaða „hjálpartækja“ þú þarfnast
til að lifa þessu svokallaða hættu-
minna kynlífi. Þetta finnst sumum
kannski einum of yfirvegað og
skynsamlegt en þeir sem æfa sig í
því að stunda „safe sex“ er slíkt
kynlíf ekkert tiltökumál þegar
fram í sækir. Að vísu er enginn
fullkominn og við þekkjum það
vel að fólk, bæði samkynhneigt
og gagnkynhneigt, sem hefur til-
einkað sér hættuminna kynlff,
hrasar öðm hverju og hagar sér
óskynsamlega í sexinu. Þetta er
nefnt „relapse“ hegðun á enskri
tungu og heilmikið stúderað af
forvamarfræðingum alnæmis.
„Framför - ekki fullkomnun“ er
máltæki sem ég held að eigi hér
vel við.
Það má vel vera að konum
finnist orðið „hættuminna“ ákaf-
lega niðurdrepandi, en er orðið
„öruggara“ eitthvað skárra? Hér
með er auglýst eftir bragð-
sterkara orði eða hugtaki sem
væri líklegt til að festast á tungu
meðal lesbía (og annarra).
Hvað felst í hættuminna kyn-
lífi fyrir konur sem hafa kynmök
við aðrar konur? Það þýðir að þú
verður að gæta þín á smituðu
blóði (líka tíðablóði) og smituðu
slími frá leghálsi og leggöngum.
Þú ættir ekki að hafa kynmök
við ástkonuna þegar hún er á túr
nema þú sért viss um að hún hafi
ekki alnæmisveiruna í sér.
Munnmök eru hættuminni þegar
hún er ekki á blæðingum. Sé hún
smituð af veirunni eru munnmök
hins vegar ávallt hættuleg. Ástar-
bleðill sem líka kallast tann-
læknadúkur er latex
gúmmídúkur sem munnmaka-
glöðum elskendum hefur verið
bent á að hægt sé að nota sem
hjálpartæki í hættuminna kynlffi.
Þú getur beðið tannlækninn þinn
um bút næst þegar þú átt tíma hjá
honum eða reynt að verða þér úti
um dúkinn hjá fyrirtækjum sem
flytja inn vörur fyrir tannlækna.
Takist þér að verða þér úti um
eintak, skaltu þvo dúkinn því
sumir eru með talkúmdufti sem
getur haft ertandi áhrif á slím-
húðina.
Stundum er erfitt að gera sér
grein fyrir því á hvaða hlið ástar-
bleðilsins munnvatnið er og
hvorum megin leggangaslímið.
Til að leysa þennan vanda hafa
hugmyndaríkar lesbíur saumað
ástarbleðilinn á andlitsgrímur
eða búið til „naríur'* og sett dúk-
inn á þann stað sem snýr að sköp-
unum. Reyndar finnst sumum
dúkurinn helst til þykkur, en með
tíð og tíma verða vonandi fram-
leiddir þynnri (og bragðbetri)
dúkarmeð elskendur í huga. Síð-
ur er mælt með matarplasti í
sama tilgangi þar sem ekki er
vitað nægilega um gildi þess sem
smitvörn gegn alnæmisveirunni.
Smokkar hafa líka smitvarn-
argildi meðal lesbía noti þær titr-
ara eða önnur kynlífshjálpartæki
sem þær skiptast á að nota.
Hjálpartæki má líka þvo upp úr
10% klórblöndu (1 hl. klór á móti
9 hl. vatns) og skola síðan undir
hreinu vatni ef þú ætlar að deila
þeim með annarri konu.
Hafir þú nautn af því að putta
ástkonuna í leggöngin eða enda-
þarminn, er rétt að nota skurð-
hanska ef þú ert með sár eða
exem á höndum eða ef hún er á
túr. Ekki gleyma að þvo hansk-
ana fyrst ef talkúm er á þeim.
Endalok kynlífsins?
Eg sé lesendur þessarar greinar
fyrir hugskotssjónum þar sem
þeir hrista höfuðið, fórna hönd-
um og segja: „Verður sexið ekki
alveg steindautt og óspennandi
ef það á að vera svona sterílt?“ í
fyrstu virðist það vera rétt, þ. e.
a. s. ef þú ert vön að hugsa sem
svo að alnæmi komi þér ekkert
við. Þessari grein er ætlað að ýta
við þeim lesbíum sem líta þannig
á málið og þá er sjálfsagtað mínu
mati að koma með allar hugsan-
legar upplýsingar til að auðvelda
umræður. Því eins og áður sagði
þá skapar æfingin meistarann.
Það að lifa hættuminna kynlífi
hefur kosti í för með sér sem
hvorki lesbíur né aðrir mega
gleyma. Þú smitast síður af al-
næmisveirunni. þú sýnir að þér
þykir vænt um sjálfa þig og ást-
konu þína og getur notið kynlífs-
ins lengur með því að eiga þér
lengri ævi. Lifið heilar!
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir er hjúkrun-
ar- og kynfræðingur og starfsmaður
Landsnefndar um alnæmisvarnir.
Greinin er skrifuð að beiðni blaðsins.
OCr HVA£> MEÐ PAÐ PÓtT É<x
SOF! OÐRU HVvRU hJA KoRLVH ?
'E(x SKILútRBIK/i MlCr NÓ SAMT
SEM lesb'iu 1
MIN VECxNA MATTU KEfS VECrNA SKIL OREIMA
þ/CrSBM MAKRÓBÍÓTÍSKAN HERSTovvA -
ANOST/E-ÐINÚt, HALDINA/ SJÁLFSPULARHVÓT OOr
MVNALoSTA! ÞAÐ SEM SKIPTIR m'ali er
HJÁ HVEk)UM þu StFUR !
lL
Björn Bragi Björnsson