Fréttablaðið - 23.10.2020, Side 1

Fréttablaðið - 23.10.2020, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 2 7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · www.mitsubishi.is VELDU TRAUST OG GAGNSÆI *m.v. bílalán í reiknivél Arion banka, 07.10.2020, 20% útborgun 1.078.000 kr. eða í formi uppítökubíls og láns til 84 mánaða Mitsubishi Outlander PHEV Invite+ Tilboðsverð! 5.190.000 kr. *Mánaðargreiðslur frá 61.770 kr. VETRARPAKKI AÐ VERÐMÆTI 370.000 KR. FYLGIR! Gráum og vindasömum gærdeginum tókst ekki að standa í vegi fyrir Gróttumönnum sem drifu sig í takkaskó og tilheyrandi búnað á fótboltaæfingu á Seltjarnarnesi í gær. Heilbrigðis- yfirvöld hafa leyft æfingar á ný, en með ströngum skilyrðum – allir þurfa að virða tveggja metra regluna og sótthreinsa þarf boltann á milli allra æfinga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI IÐNAÐUR Starfsfólki hefur fækkað í öllum þremur megingreinum iðnaðarins frá því að COVID-19 heimsfaraldurinn hófst samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI). Það er í mannvirkjagerð, fram- leiðsluiðnaði og hugverkaiðnaði. Höggið er þó minna í mann- virkjagerðinni nú en í fyrri niður- sveif lum vegna viðbragða stjórn- valda. Verði rétt á spöðunum haldið getur iðnaðurinn orðið einn helsti drifkraftur viðspyrnu eftir COVID líkt og hann var eftir bankahrunið. „Verði samkeppnishæfnin tryggð getum við séð næstu ár drifin áfram að stórum hluta vegna vaxtar í iðnaði,“ segir Ingólfur Bender, aðal- hagfræðingur SI. „Við höfum lagt áherslu á nýsköpun og erum ánægð með að sjá þær breytingar sem hafa átt sér stað í starfsumhverfi hennar hér á landi, sem skilar sér inn í reksturinn og dreifist víðs vegar um hagkerfið.“ Greiningin var gerð á störfum á síðasta áratug. Stóri efnahags- vandinn nú sé töpuð störf í einka- geiranum, en störfum hjá hinu opinbera hefur fjölgað að hluta til vegna átaksverkefna stjórnvalda. Þeim sem starfa í einkageiranum hefur fækkað um 19 þúsund á tólf mánuðum fram til ágúst á þessu ári og birtist það meðal annars í því að 9 prósent vinnufærra eru atvinnulaus, og fer að öllum líkind- um fjölgandi í vetur. Leggst þetta mjög mishart á greinarnar, fækkun starfsfólks í ferðaþjónustu er 35 prósent en aðeins tæp 4 í sjávar- útvegi. Heildarfækkun í greinum iðnaðarins er 7 prósent, sem eru 3.400 töpuð störf. Samkvæmt greiningunni fjölg- aði störfum hlutfallslega meira í iðnaði en f lestum öðrum greinum atvinnulífsins í síðustu efnahags- uppsveif lu. Árið 2019 störfuðu 44 þúsund manns í iðnaði, 10 þúsund fleiri en árið 2010. Sem sagt, eitt af hverjum fjórum störfum sem urðu til á þessum tíma. – khg / sjá síðu 6 Minna högg en í fyrri sveiflu Starfsfólki hefur fækkað í öllum þremur megingreinum iðnaðarins síðan faraldurinn hófst samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Hagfræðingur segir að næstu ár gætu orðið drifin af vexti í iðnaði. Verði samkeppnis- hæfnin tryggð getum við séð næstu ár drifin áfram að stórum hluta vegna vaxtar í iðnaði. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur SI REYK JAVÍK Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir það koma skýrt fram í áliti reikningsskila- og upp- lýsinganefndar sveitarfélaga að borginni sé heimilt að taka upp- gjör Félagsbústaða inn í samstæðu- reikning borgarinnar. Engar blikur séu á lofti um eigin- fjárstöðu borgarinnar. „Öllum er það ljóst að gangverð gefur mun betri upplýsingar um raunverulegt verðmæti eignar heldur en afskrifað kostnaðarverð, miðað við aðstæð- ur á Íslandi. Ef það yrði ekki gert myndi gagnsæið minnka og miklar duldar eignir vera í bókum borgar- innar. Eitt af grundvallarhugtökum reikningsskila er að þau gefi sem gleggsta mynd af öllum stærðum, þar á meðal eignum, skuldum og eigin fé.“ – thg / sjá síðu 4 Engar blikur á lofti um stöðu eigin fjár borgar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.