Fréttablaðið - 23.10.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 23.10.2020, Síða 6
Mótvægisaðgerðir í hagstjórn meðal annars í formi aukinna innviðaframkvæmda hafa mildað niðursveifluna í greininni. Ingólfur Bender, aðalhagfræð- ingur SI IÐNAÐUR „Fækkunin í mannvirkja- gerð er minni en í fyrri niður- sveif lum en þetta er ein sveif lu- kenndasta grein hagkerf isins,“ segir Ingólfur Bender, aðalhag- fræðingur SI. „Mótvægisaðgerðir í hagstjórn meðal annars í formi aukinna innviðaframkvæmda hafa mildað niðursveif luna í greininni. Þess vegna sjáum við ekki jafn- mikinn samdrátt nú og vanalega þegar kreppir að. Þetta jákvætt en innviðaframkvæmdir renna einnig stoðum undir og undirbyggja hag- vöxt til lengri tíma.“ Samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarsins fjölgaði störfum hlut- fallslega meira í iðnaði en f lestum öðrum greinum atvinnulífsins í síðustu efnahagsuppsveif lu. Árið 2019 störfuðu 44 þúsund manns í iðnaði, 10 þúsund f leiri en árið 2010. Sem sagt, eitt af hverjum fjór- um störfum sem urðu til á þessum tíma. Síðan faraldurinn hófst hefur verið 9 prósent fækkun í mann- virkjagerð, 7 prósent í framleiðslu og 4 prósent í hugverkaiðnaði. Nefnir hann að aðstæður hafi verið á margan hátt góðar hér áður en faraldurinn skall á, skuldastaða hins opinbera góð, verðbólga og verðbólguvæntingar við markmið Seðlabankans. Þetta hafi gert það að verkum að hægt hefur verið að beita peningamálum og opin- berum fjármálum á kröftugri hátt en í fyrri niðursveiflum til að milda höggið. „Við búum vel að því að geta nýtt ríkisf jármálin til að örva eftirspurn og skapa þá viðspyrnu sem svo mikil þörf er fyrir,“ segir hann. „Verðbólga hefur verið við markmið og trúverðugleiki pen- ingastefnunnar skapað svigrúm til vaxtalækkana Seðlabankans. En í fyrri niðursveif lum hefur gengis- lækkun og verðbólga verið mikið vandamál.“ Ingólfur segist ánægður með áherslu stjórnvalda á innviðaupp- byggingu, nýsköpun og menntamál og af hversu miklum þunga ríkis- fjármálunum sé beitt til að takast á við vandann. „Þetta eru lykil- þættir við að skaffa atvinnulífinu viðspyrnu í formi sterkrar sam- keppnishæfni,“ segir hann. Enn þá sé óvissan þó mikil og nefnir hann sem dæmi að hag- vaxtarspá næsta árs hafi verið að lækka vegna þess að faraldurinn hefur dregist á langinn. „Þetta er erfiðara verkefni en leit út í fyrstu og í því ljósi þarf að gera meira til að tryggja viðspyrnu og fjölgun starfa á ný,“ segir hann. „Atvinnu- leysi er nú sögulega hátt og til mikils að vinna að hér verði ekki langtímaatvinnuleysi en það er eyðileggjandi fyrir fólk.“ – khg Fækkun í mannvirkjagerð minni en í fyrri niðursveiflum Starfsfólki í mannvirkjagerð hefur fækkað um 9 prósent á árinu. 7 prósent fækkun er í framleiðslu og um 4 prósent í hugverkaiðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI STJÓRNSÝSLA Ísorka hefur kært útboð á uppsetningu hleðslustöðva fyrir raf bíla í Reykjavík til kæru- nefndar útboðsmála. Farið er fram á að felld verði úr gildi ákvörðun Umhver f is- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar um að ganga að tilboði Orku náttúrunnar, ON. Málið er nú til meðferðar en kæru- nefndin komst að þeirri niðurstöðu í gær að samningaviðræður yrðu ekki stöðvaðar, endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Málið má rekja til samkomu- lags Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur, sem er eigandi ON, og Veitna, systurfyrirtækis ON, sem undirritað var í fyrra um að koma upp 71 hleðslustöð víðs vegar um borgina til að þjóna raf bílaeig- endum sem ekki hafa bílastæði á eigin lóð. Tilboðin í framkvæmdina voru opnuð í ágúst, kostnaðaráætlunin var upp á alls 10,8 milljónir. Knýr ehf. átti hæsta tilboðið, rúmar 227 milljónir, þar á eftir koma Bíla- hleðslan ehf. með 85 milljónir og Ísorka ehf. með 25,5 milljónir. ON bauðst hins vegar til að greiða borginni 113 þúsund krónur fyrir að setja upp hleðslustöðvarnar. Kæra Ísorku byggir á skilmálum útboðsins um að bjóðendur upp- fylli reglugerð um raforkuviðskipti á opnunardegi útboðs. Sama dag og útboðin voru opnuð, 20. ágúst, komst Orkustofnun að þeirri nið- urstöðu að ON bryti í bága við þá sömu reglugerð. Kæran byggir einnig á að Sam- keppniseftirlitið hafi hafið form- lega rannsókn á starfsháttum ON varðandi sölu, uppsetningu og þjónustu á hleðslustöðvum og hleðslum fyrir raf bíla. Fer Ísorka fram á að ON verði vísað frá þátt- töku í útboðinu vegna þess. Fram kemur í bréfi borgarinnar til Ísorku að ON sé að bregðast við úrskurði Orkustofnunar og hafi beðið um endurupptöku. Í kjölfar þessa bréfs var tilkynnt að borgin hygðist ganga að tilboði ON. Berglind Rán Ólafsdóttir, fram- kvæmdastýra ON, segir að ástæðan fyrir því að tilboð ON sé svo lágt sé vegna þess að gert hafi verið ráð fyrir slíkum möguleika í útboðinu. „Við erum að borga litla upphæð fyrir að fá aðgang að landinu til að setja upp stöðvar og selja rafmagn á hleðslustöðvarnar.“ Kærunefnd útboðsmála hafi ákveðið að ekki sé ástæða til þess að stöðva samn- ingsgerð þar sem verkefnið sé ekki útboðsskylt. Þá eigi ON eftir að kaupa inn stöðvarnar og verði það gert eftir þeim reglum sem við eiga. Berglind tekur fram að verkefnið sé mjög mikilvægt skref í innviða- uppbyggingu fyrir raf bíla. „Það er þröskuldur fyrir orkuskiptin að heimili geti skipt út bensínbíl fyrir raf bíl, það eru svo margir sem að búa þannig að þeir eru ekki með stæði,“ segir hún. „Með þessu geta svokallaðir landlausir í hverfunum hlaðið bílinn á nóttunni, þetta er mjög mikilvægt verkefni.“ arib@frettabladid.is Kæra útboð á hleðslustöðvum Ísorka hefur kært útboð Reykjavíkurborgar á uppsetningu hleðslustöðva til kærunefndar útboðsmála. Ísorka bauð 25,5 milljónir króna en Orka náttúrunnar bauðst til að greiða borginni 113 þúsund krónur. Alls á að koma fyrir 71 hleðslustöð víðs vegar um borgina. Stæðin eru ætluð fólki sem á ekki sérstakt bílastæði við heimili sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI COVID-19 Hraðfrystihúsið Gunn- vör hafnaði ítrekuðum beiðnum sóttvarnayfirvalda um að frysti- togaranum Júlíusi Geirmundssyni yrði siglt í höfn. Síðar kom í ljós að stærstur hluti áhafnarinnar hafði veikst af kórónaveirunni Þetta segir í yfirlýsingu frá Sjó- mannasambandi Íslands. Þar kemur fram að umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum hafi óskað eftir því við útgerðina í byrjun veiðiferðarinnar að skipið kæmi í land vegna veikinda skipverja. Beiðnin hafi síðan verið ítrekuð en að útgerðin hafi hafnað þessum beiðnum. St jór n Sjóma nna sa mba nd s Íslands segist líta viðbrögð útgerð- arinnar alvarlegum augum og segir þau ekki í samræmi við tilmæli sem gefin hafi verið út í upphafi farald- ursins. – eþá Frystihúsið hafnaði öllum beiðnum Togarinn Júlíus Geirmundsson. Við erum að borga litla upphæð fyrir að fá aðgang að landinu til að setja upp stöðvar og selja rafmagn á hleðslustöðvarn- ar. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmda- stýra ON AKUREYRI Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur undanfarna daga þurft að hafa afskipti af smituðum ein- staklingum og fólki sem átti að vera í sóttkví. Páley Borgþórsdóttir, lögreglu- stjóri á Norðurlandi eystra, stað- festir í samtali við Fréttablaðið að málin séu til rannsóknar en gat lítið tjáð sig um þau að öðru leyti. Fram kemur í stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra að embættinu haf i borist tilkynningar um hugsanleg brot á sóttkví, einangrun og sam- komubanni. Páley segir að lögreglan hafi fram að þessu verið dugleg að fylgja eftir ábendingum um möguleg brot á sóttvarnalögum en að engin þeirra hafi endað með sekt eða bókuðu broti. Samkvæmt RÚV á Norðurlandi eru nú 38 í einangrun á Norður- landi eystra og 99 manns í sóttkví, fækkað frá deginum áður. – eþá Akur eyringar fylgdu ekki settum reglum 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.