Fréttablaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þróunin á skuldabréfa- markaði að undanförnu ætti að vera flestum tilefni til að staldra við. Engin heildstæð stefna er til í sérkennslu- málum í Reykjavík og ekki liggja fyrir markvissar rannsóknir á skólastarfi og sér- kennslu. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Weber Pulse Rafmagnsgrill Weber salurinn Skútuvogi 1h (inng. frá Barkarvogi) Sími: 58 58 900 Fótur og fit Það er allt tjúllað vegna haturs- og kynþáttaeinkenna sem lögreglumaður var myndaður með. Yfirstjórn lögreglunnar er miður sín, dómsmálaráð- herra æfur, lögreglumenn skilja ekki neitt en segja að Þórhildur Sunna eigi að segja af sér. Stjórn lögreglunnar skipaði öllum að taka öll einkenni af búningunum, nema lögreglu- merkið, í framhaldinu. Sumir hafa áhyggjur af því að betra sé að hugarfarið sé einkennt á búningunum heldur en að ein- kennin séu fjarlægð. Inni í litlu húsi Ellefu sóttu um starf fram- kvæmdastjóra skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands, sem er mögulega lengsta starfsheiti sem fyrir- finnst. Í hópnum kennir ýmissa grasa eins og búast má við. En það hefur líklega ekki þótt fært annað en að skrifstofu banka- stjórans stýri að minnsta kosti einn framkvæmdastjóri. Verk- efnin eru örugglega fjölbreytt og krefjandi enda í mörg horn að líta. Í starfsreglum bankans kemur skrifstofa bankastjórans einu sinni fyrir. Þar er lýst að hún hafi yfirumsjón með fram- kvæmd reglna um umboð til að skuldbinda bankann. Vafalaust er miklu meira samt að gera hjá framkvæmdastjóranum. Það þarf að ljósrita og svona. Ætli bíll fylgi starfinu? Sú staðreynd að árangur íslenskra barna í lestri hefur versnað á sér sennilega rætur í mörgum þáttum. Íslensk börn standa verr að vígi í lestri og lesskilningi samanborið við nágrannalönd. Samkvæmt PISA 2018 lesa um 34% 14-15 ára drengja sér ekki til gagns og 19% stúlkna. Samkvæmt Lesskimun 2019 les aðeins 61% barna í Reykjavík sér til gagns eftir 2. bekk. Hlutfall barna sem er í sérkennslu hefur haldið áfram að hækka en það var 26% árið 2011 og er um 30% 2020. Hópur nemenda er að fá viðvarandi sérkennslu utan bekkjar í ákveðnum námsgreinum, stundum alla skóla- gönguna, ýmist marga tíma á viku eða fáa. Sumum nemendum nægir að vinna í litlum hópum með stuðningi þar sem þau fylgja samt bekkjarnámsefninu. Engin heildstæð stefna er til í sérkennslumálum í Reykjavík og ekki liggja fyrir markvissar rannsóknir á skólastarfi og sérkennslu. Því er ekki vitað hvort sérkennsla eða annars konar stuðningur sé að bera tilætlaðan árangur. Skortur er á yfirsýn og skýrum mælanlegum markmiðum. Ef sérkennsla á að vera markviss verður hún að byggja á mati og greiningum. Fjöldi tilvísana á bið eftir greiningum og viðtölum til skólasálfræðinga eru nú um eitt þúsund. Í svörum skólayfirvalda við fyrirspurnum borgar- fulltrúa Flokks fólksins um þessi mál kemur fram að í þeim skólum sem hafa menntaða sérkennara eru náms- legar greiningar á einstökum nemendum gerðar. Ekki er hins vegar vitað hvernig málum er háttað í skólum sem hafa ekki menntaða sérkennara. Á fundi borgarstjórnar 20. október síðastliðinn lagði borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu um að borgarstjórn fari þess á leit við Innri endurskoðun að hún geri úttekt á sérkennslu leik- og grunnskóla í Reykjavík. Tillögunni var breytt í málsmeðferðartil- lögu um að vísa henni í vinnuhóp sem skoðar þessi mál. Fátt var annað að gera en að samþykkja það þótt það komi ekki í staðinn fyrir heildstæða úttekt gerða af óháðum aðila eins og innri endurskoðanda. Innri endurskoðun hefur faglegt sjálfstæði í störfum sínum gagnvart allri stjórnsýslu borgarinnar og getur því ákveðið að gera þá úttekt sem lögð var til. Æ fleiri þurfa sérkennslu Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins Krafan um aukin ríkisútgjöld er stöðug. Sveitarfélögin, með Reykjavíkurborg í broddi fylkingar, kalla meðal annars eftir hundrað milljörðum frá ríkissjóði og Seðlabankanum – í formi styrkja og lána á niðurgreiddum vöxtum – og flestar hugmyndir um hvernig megi leita leiða til hag- ræðingar í opinberum rekstri mæta mikilli mótspyrnu. Þingmaður VG afgreiddi þannig í vikunni nýútgefið rit Viðskiptaráðs, þar sem settar eru fram hófsamar til- lögur um hvernig megi forgangsraða í ríkisfjármálum til stuðnings verðmætasköpun og nýta fjármagn hins opinbera betur, sem „úrelta hugmyndafræði nýfrjáls- hyggjunnar [...] frá því fyrir hrun.“ Ekki er að sjá að margir hafi áhyggjur af því hvaða áhrif þúsund millj- arða skuldsetning ríkissjóðs á komandi árum, sem þarf að fjármagna með lántökum á markaði, kunni að hafa á hagvaxtarhorfur og vaxtabyrði skattgreiðenda. Enginn er að tala fyrir blóðugum niðurskurði nú þegar við stöndum frammi fyrir versta efnahagsáfalli í hundrað ár. Ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir, meðal annars AGS og OECD, hafa flestar dregið þann lærdóm eftir fjármála- kreppuna 2008 að rétta leiðin í viðreisn hagkerfa sé ekki að ráðast í harkalegar aðhaldsaðgerðir – hækkun skatta og minni opinber útgjöld – heldur að örva hagvöxt með því að ýta undir eftirspurn og auka opinberar fjárfesting- ar. Sömu leið á að fara hérlendis, eins og fjármálaáætlun stjórnvalda ber merki um, og útlit er fyrir að fjárlagahall- inn verði talsvert meiri en í nágrannaríkjum, enda hefur ríkissjóður orðið fyrir miklu tekjutapi samhliða gríðar- legu og varanlegu framleiðslutapi í hagkerfinu. Ríkið mun því augljóslega – og um það deila fáir – gegna lykilhlutverki við að milda höggið fyrir fólk og fyrirtæki og um leið skapa forsendur fyrir viðspyrnunni. Það skiptir hins vegar máli í hvað fjármunirnir fara. Mik- ill og viðvarandi hallarekstur, vegna enn meiri rekstr- arútgjalda til handa opinberum stofnunum, er ósjálfbær og mun ekki skapa þann hagvöxt sem nauðsynlegur verður svo ríkissjóður geti staðið undir aukinni skuld- setningu. Annað gildir um opinberar fjárfestingar en þær þurfa engu að síður, rétt eins og kom fram í máli banka- stjóra Englandsbanka í liðinni viku, að fara í verkefni sem skila viðunandi arðsemi og búa þannig í haginn fyrir hagvöxt framtíðarinnar – að öðrum kosti munum við fá reikninginn til baka í formi hærri vaxta, niðurskurðar og skattahækkana. Ólíkt því sem margir halda er úthald ríkissjóðs nefnilega ekki takmarkalaust og skuldasöfnun hans verður að linna eins fljótt og auðið er. Þróunin á skuldabréfamarkaði ætti að vera flestum til- efni til að staldra við. Áhyggjur af því hvernig fjármagna eigi gríðarlegan hallarekstur ríkissjóðs og sveitarfélaga, ásamt þrýstingi stjórnmálaafla á enn meiri útgjöld án þess að nokkur ráðdeild komi á móti, hefur valdið því að langtímavextir á markaði – grunnur fyrir vaxtakjör heimila og fyrirtækja – hafa snarhækkað á örfáum vikum og eru komnir á sama stað og í janúar. Sú þróun er grafal- varleg og skýtur skökku við, enda hafa stýrivextir Seðla- bankans á sama tíma lækkað úr 3 prósentum í 1 prósent. Árlegur vaxtakostnaður ríkisins miðað við núverandi fjárlagafrumvarp stefnir af þeim sökum í að verða yfir 2 prósent af landsframleiðslu, eða um 60 milljarðar, sem er á pari við Grikkland. Það er óásættanlegt og við því þurfa stjórnvöld að bregðast. Ábyrgðarleysi  2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.