Fréttablaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 11
Er ekki miklu líklegri sú
skýring á öllu þessu ves-
eni að um vangá og hugs-
unarleysi hafi verið að ræða
heldur en nokkuð annað?
Það þarf enginn að kalla
neinn rasista og enginn ætti
að þurfi að bera af sér sakir
um að vera rasisti.
Í DAG
Þórlindur
Kjartansson
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
úúú ...
draugapizza!
A
lli
r d
ag
ar
e
ru
Mmm ...
PIZZA
DAGAR
Pssst...
Þú finnur allt á einum
stað í næstu Krónu
verslun.
Auðvitað á maður alltaf að vera tillitssamur og tala vel um og vel til fólks. Kannski
á sá sem maður hittir slæman dag
og má ekki við leiðindum. Maður
á að hugsa sig tvisvar um áður en
maður er snúðugur við einhvern
af því dagurinn í dag gæti einmitt
verið sérstakur fyrir þann sem
maður hittir—hver veit, kannski
á hann afmæli í dag. Ekki myndi
maður vilja skemma það bara af
því maður sjálfur er pirraður.
Og auðvitað vill maður ekki að
neinum líði illa. Og sérstaklega
vill maður ekki sjálfur verða þess
valdandi að koma einhverjum úr
jafnvægi. Samt er maður alltaf að
lenda í því að segja eitthvað, skrifa
eitthvað eða gera eitthvað klaufa-
legt sem getur valdið fólki hugar-
angri og það er algjörlega án þess
að maður meini eitthvað ljótt með
því. Og jú, þótt ég segi að auðvitað
vilji maður ekki að neinum líði illa
þá getur það nú samt komið fyrir
mann að vilja segja eitthvað leiðin-
legt—að maður brjóti viljandi af
sér. En það er reyndar oftast af
því að maður er sjálfur reiður eða
pirraður eða finnst eins og manni
sé ógnað á einhvern hátt.
Óteljandi gryfjurnar
En í grunninn þá vill maður
auðvitað helst að öllum líði bara
sem best. Reyndar tel ég mig ekki
þekkja neinn sem sækist beinlínis
eftir því að valda öðrum vanlíðan,
þótt það sé vissulega líka rétt að
ég þekki heldur engan sem hefur
aldrei slysast til að vera særandi og
meiðandi í garð annarra. Og það
þarf ekki einu sinni að vera þannig
að maður freistist í eigin vanlíðan
til að lemja frá sér. Meira að segja
hið orðvarasta, dagfarsprúðasta og
velviljaðasta fólk getur orðið þess
valdandi að einhverjum öðrum
líði illa. Kannski þarf bara að segja
brandara sem einhverjum þykir
ósmekklegur, minnast á ósam-
stæða sokka, tala kannski óvarlega
um einhvern sem maður „vissi ekki
að væri frændi þinn“ og svo mætti
lengi telja. Þær eru óteljandi gryfj-
urnar sem hægt er að falla í annað
hvort alveg óviljandi eða af því
maður sýnir ekki nægilega gætni.
Og þetta snýst ekki bara um
„gerandann“. Stundum er maður
sjálfur þannig stilltur að góðlátlegt
grín kemur manni úr jafnvægi. En
aðra daga er sama hvaða svívirð-
ingagusur ganga yfir mann. Ekkert
dugir til þess að raska ró manns.
Þannig að orð eða gjörð sem gæti
fengið að fljóta athugasemdalaust
til sjávar einn daginn, gæti sett alla
tilveru manns sjálfs eða einhvers
annars úr skorðum hinn daginn.
Þetta er allt svo misjafnt—og á
hverjum degi sannast oft vísidóms-
orðin úr Einræðum Starkaðar, að
þel geti snúist við atorð eitt og að
aðgát skuli höfð í nærveru sálar.
Að særa og særast
Og þegar manni sárnar eitthvað
sem sagt er við mann þá horfir
maður oftast fyrst á það útfrá
sjálfum sér. Það er mjög eðlilegt.
Maður stendur auðvitað alltaf
næst sjálfum sér. Ef einhver segir
eitthvað ömurlegt við mig eða um
mig þá finnst mér ég eiga skilið að
fá samúð; en það merkilega er að
þegar ég gerist sjálfur sekur um að
móðga eða særa einhvern annan
þá líður mér oftast eins og það sé
ég sem eigi skilið að fá samúð ekki
síður en sá sem varð fyrir barðinu
á mér. Ég veit það nefnilega inni
í sjálfum mér að oftast meinti ég
ekkert illt með því og gerði það
alveg óvart—og þess vegna eigi ég
skilið að vera fyrirgefið. Eða—ef
ég meinti raunverulega illt með
því sem ég sagði eða gerði—þá
finnst mér eins og fólk mætti mjög
gjarnan sýna því skilning að slíkt
er alls ekki í samræmi við það sem
ég gjarnan hefði viljað, og að mér
líði reyndar oftast nægilega illa
yfir frumhlaupi mínu að líklega sé
það ég sjálfur sem standi verr eftir.
Svona getur maður verið sjálf-
hverfur.
Tíska tíðarandans
Kannski er það þess vegna sem ég
átt erfitt með að temja mér þá tísku
tíðarandans að móðgast einna
helst fyrir hönd annarra. Þar með
er ekki sagt að ég geti ekki reiðst
yfir órétti sem aðrir eru beittir;
því það get ég sannarlega og finnst
mikilvægt að sem flestir geri. En
að móðgast mjög heiftarlega yfir
yfirsjónum, móðgunum og því sem
kallast ör-áreitni (micro-aggres-
sion) á ég erfiðara með. Raunar
finnst mér að það sé einmitt gagn-
legt hlutverk þeirra sem standa
utan við vettvang móðgana og
móðgunargirni að horfa með
örlítilli fjarlægð á atburðarásina
og taka ekki þátt í að espa upp ein-
hvern óskapnað úr smámálum.
Þó er það orðið býsna algengt að
fremur smávægilegur fótaskortur
á tungu eða penna geti leitt til þess
að jafnvel hið grandvarasta fólk fái
yfir sig yfirgnæfandi hneykslunar-
öldu og sé jafnvel bannfært. Fjöl-
miðlar taka nú til dags nánast allir
þátt í slíkum galdrabrennum með
einum eða öðrum hætti. Víða um
heim eru dæmi um að fólk missi
æru sína og lífsviðurværi út af
kæruleysislegu tali eða stundar-
bilun í dómgreindinni. Allajafna
finnst mér slík málalok ekki vera
sérlega sanngjörn og enn síður
gagnleg.
Merkilegt lögreglumál
Þrátt fyrir jarðskjálfta, farsóttir
og veðurofsa mætti ætla að það
merkilegasta sem gerst hafi á
Íslandi í vikunni tengist merkjum
sem lögregluþjónn hafði á búningi
sínum fyrir þremur árum. Ekkert
hefur komið fram sem bendir til
annars en að sú með merkin sé
hin ágætasti vörður laganna. Hún
var reyndar svo óheppin að verða
fyrir linsu ljósmyndara við störf
sín fyrir þremur árum og lenda í
myndabanka dagblaðs. Við nánari
athugun hefur komið í ljós að
þessi lögregluþjónn bar merki sem
mörgum þykja býsna ósmekkleg
og myndu klárlega vekja óhug ef
rökstuddur grunur væri um að hún
væri ekki vönd að sinni virðingu í
starfi.
En hjá flestum sem taka þátt
snýst stormurinn ekki á nokkurn
hátt um störf hennar eða störf
íslensku lögreglunnar. Þar má vafa-
laust mjög margt bæta—en heilt
yfir þá virðist hæpið að ætla að
ástæða sé til þess að skrímslavæða
íslensku lögregluna, jafnvel þótt
víða í Ameríku sé mikið um fauta í
löggubúningum.
Komm-on
Er ekki miklu líklegri sú skýring á
öllu þessu veseni að um vangá og
hugsunarleysi hafi verið að ræða
heldur en nokkuð annað? Það
þarf enginn að kalla neinn rasista
og enginn ætti að þurfi að bera af
sér sakir um að vera rasisti. Með
einfaldri ábendingu um að þessi
merki geti túlkast sem meiðandi
þá hefði verið hægt að segja bara
„sorrí, takk fyrir ábendinguna, ég
tek þetta niður“ og allir hefðu getað
haldið áfram reynslunni ríkari. Og
kommon, þingmaðurinn sem fer
fremst í flokki hinna hneyksluðu á
ekki að þurfa að svara áskorunum
um afsögn.
Þarf virkilega að fara í þessar
skotgrafir út af máli þar sem eðli-
legast hefði verið að reyna tala
saman í rólegheitum og segja svo:
„Höfum við ekki um svo margt
mikilvægara að hugsa? Og erum
við þá ekki bara góð?“
Og erum við þá ekki bara góð?
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0