Fréttablaðið - 23.10.2020, Page 12

Fréttablaðið - 23.10.2020, Page 12
FÓTBOLTI Spænskur blaðamaður hefur beðið Ansu Fati, ungstirni spænska karlaliðs knattspyrnuliðs- ins Barcelona, afsökunar á ummæl- um sem hann lét falla um fram- herjann í grein sinn um 5-1 sigur Katalóníuliðsins gegn Ferencvaros í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Fati sem er einungis 17 ára gam- all skoraði eitt marka Barcelona í leiknum og lagði upp annað. Blaða- maðurinn líkti Fati við svartan götusala sem hlypi eins og fætur toguðu þegar lögregluna bæri að garði í umfjöllun sinni um leikinn. Antoine Griezmann, samherji Fati hjá Barcelona, vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagði Fati eiga skilið virðingu sem manneskja og kynþáttafor- dómar og ókurteisi í samskiptum ættu ekki að líðast. – hó Baðst afsökunar á rasískum orðum um Fati Ungstirnið Fati. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Tinna Bjarkar Jónsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Gróttu í knatt- spyrnu, hefur gert lánssamning við ítalska C-deildarliðið Apulia Trani. Tinna Bjarkar er komin út til Ítalíu og gæti leikið sinn fyrsta leik með liðinu á sunnudaginn. Áður hafði Sigrún Ösp Aðalgeirs- dóttir, leikmaður Gróttu, gengið til liðs við Apulia Trani en báðar fram- lengdu samninga sína við Gróttu á dögunum. Tinna, sem er uppalin hjá Gróttu, hefur leikið 75 meistara- flokksleiki fyrir félagið og skorað í þeim leikjum 35 mörk. – hó Fylgir liðsfélaga sínum til Ítalíu CROSSFIT Cross Fit -konan Katrín Tanja Davíðsdótt ir mun í dag vera einn fimm keppenda sem hefja keppni í Heimsleikunum sem fram fara við óvenjulegar aðstæður í Kali forn íu í Bandaríkjunum um helgina. Katrín Tanja var eini ís- lenski kepp and inn sem komst í gegn um niðurskurð sem haldinn var fyrr á árinu en Björg vin Karl Guðmunds son og Sara Sig munds- dótt ir komust ekki í lokaúrslitin. Keppt er í eins konar búbblu í Aromas í Kaliforníuríki en engir áhorfendur verða á keppnisstað á leikunum að þessu sinni. Kepp- endur þurfa að gæta að sóttvörnum í hvívetna og mega ekki yfirgefa keppnissvæðið þá daga sem leik- arnir fara fram. Hin ástralska Tiu-Clair Toomey þykir sigurstranglegust á leikunum í ár en hún hefur unnið keppnina síðustu þrjú ár. Katrín Tanja vann leikana þar á undan en hún hefur tvisvar orðið hlutskörpust í keppn- inni, árin 2015 og 2016. Á þeim leikum varð Tiu-Clair Toomey í öðru sæti eftir harða keppni við Katrínu Tönju. Annie Sakamoto, sérfræðingur um CrossFit, segir Toomey vera líklegasta til þess að bera sigur úr býtum á leikunum. Sakomato segir hina keppendurna fjóra vera svipaða að styrkleika en hún telur Katrínu Tönju hins vegar líklegasta til þess að veita Ástralanum öfluga samkeppni um sigur í keppninni. Sakomato segir Katrínu Tönju best til þess fallna að höndla þá pressu sem verður þegar á hólminn er komið á leikunum. Katrín Tanja hafi sýnt það í undankeppninni fyrir leikana að hún sé andlega sterk. Katrín Tanja var þar í erfiðri stöðu í 22. sæti eftir tveir greinar. Hún snéri hins vegar blaðinu við og tókst að tryggja sér farseðilinn á sína áttundu Heimsleika. Auk þess að hafa tvisvar staðið uppi sem sig- urvegari hefur Katrín Tanja hafnaði í þriðja sæti árið 2018 og fjórða sæti í fyrra. – hó Katrín Tanja hefur keppni í búbblunni í nótt Katrín er eini fulltrúi Íslands á Heimsleikunum í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR FÓTBOLTI Fyrir tæpum fjórum árum tók Lars Lagerbäck við stjórnar- taumunum hjá norska karlalands- liðinu í knattspyrnu. Noregur var þá á slæmum stað með landslið sitt en ungir og spennandi leikmenn voru að koma upp í yngri lands- liðum og Lars átti líkt og hann gerði á Íslandi á sínum tíma að leiða liðið inn í bjartari tíma með blóm í haga. Norðmenn voru vongóðir um að leikmenn á borð við Erling Braut Haaland, Martin Ødegaard, Sander Berge, Birger Meling, Kristoffer Ajer og Mohamed Elyounoussi væru að taka við kef linu hjá liðinu og Lars átti að koma með fram- tíðarsýn sem myndi koma liðinu í fremstu röð. Var fyrsta verk hans að freista þess að koma norska liðinu á Evr- ópumótið sem fram átti að fara síð- asta sumar en frestað var til næsta árs. Í upphafi þessa mánaðar gerði tap Noregs gegn Serbíu í umspili um laust sæti á EM það að verkum að draumurinn um sæti þar var runninn úr greipum norska liðsins. Norskir sparkspekingar keppt- ust við að gagnrýna Lars sem af sinni stóísku ró bauðst til þess að hætta störfum væri það vilji norska knattspyrnusambandsins. Í kjölfar láku rifrildi Alexanders Sørloth við Lars og þjálfarateymi hans í fjölmiðla og voru þar mis- falleg orð látin falla í miklum til- finningahita að sögn viðstaddra. Þar efaðist Sørloth um hæfni Lars og gagnrýndi störf hans harðlega. Lars tjáði sig um þessa uppá- komu í samtali við norska knatt- spyrnusambandið í vikunni. Þar sagði hann að á um það bil 30 ára ferli sínum sem þjálfari í alþjóð- legri knattspyrnu í hæsta gæða- f lokki hefði hann ekki lent í því að lærisveinn hans færi jafn rækilega yfir strikið í skoðanaskiptum við sig og Sørloth gerði. Ljóst er að sam- starf þeirra Lars og Sørloths verður erfitt fari það svo að Svíinn haldi áfram störfum hjá norska liðinu. Þrír leik menn norska liðsins, þeir Stef an Johan sen, Omar Ela bd- ella oui og Jos hua King, birtu svo yf- ir lýs ingu á vef norska knatt spyrnu- sambandsins þar sem dreginn var taumur Lars og sagt að Sør loth, sam herji þeirra í landsliðinu, hefði gengið of langt í gagn rýni sinni, en um leið bent á að óþarfi hefði verið af Lars að draga inn í samtal þeirra fyrri mistök Sørloths í leik með Noregi. Sørloth hefur síðan beðist afsökunar á upphlaupi sínu og tím- inn verður að leiða það í ljós hvort hann og Lars nái að slíðra sverðin. Lars er ekki óvanur því að standa í stappi við stjórstjörnur þeirra liða sem hann stýrir en frægt er þegar hann sendi Zlatan Ibrahimovic, Olof Mellberg og Christian Wil- helmsson, þáverandi lykilleik- menn Svíþjóðar, í agabann fyrir að hafa brotið agareglur liðsins. Lars hefur sagt það þegar hann ræðir við fjölmiðla um starfsað- ferðir sínar sem þjálfari að hann aðhyllist að hafa fá en skýr viðmið um það hvernig leikmenn eigi að haga sér þegar þeir eru í verkefnum með liðum sem hann þjálfar. Geti þeir ekki farið að settum reglum eigi hann erfitt með að líða það. Þá verður sömuleiðis að koma í ljós hvort norska knattspyrnusam- bandið mun veðja á Lars í komandi verkefnum. Síðan hann tók við stjórn liðsins hefur hann stýrt því í 34 leikjum þar sem 18 hafa unnist, átta lyktað með jafntefli og átta töp eru staðreynd. Þessi 72 ára gamli herramaður var í raun sestur í helgan stein þegar einkar góðu dagsverki hans var lokið hjá íslenska landsliðinu árið 2016. Lars var þá fenginn til að gera hlé á garðyrkjustörfum sínum nokkrum sinnum á ári til þess að koma Noregi á beinu brautina. hjorvaro@frettabladid.is Lars lentur í hvirfilbyl í Noregi Framtíð Lars Lagerbäck sem þjálfara norska karlalandsliðsins er í nokkurri óvissu. Noregi mistókst að tryggja sér sæti á EM á dögunum og þá hafa deilur hans við eina af stjörnum liðsins ratað í fjölmiðla. Lars hefur ekki náð að heilla Norðmenn eins og honum tókst að fá íslensku þjóðina á sitt band. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ástralinn Tia-Clair Toomey varð í fyrra fyrsta konan til að vinna heims- leikana þrjú ár í röð. Tuttugu ár eru liðin síðan karlalandslið Noregs tók þátt í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Á þessum tíma hafa fimm mismunandi þjálfarar stýrt liðinu. HANDBOLTI Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt handknattleikssam- bandi Íslands, HSÍ, undanþágu frá reglugerð um sóttvarnir vegna fyrstu leikja íslenska karlalands- liðsins í undankeppni EM 2022 sem spilaðir verða í Laugardalshöll mið- vikudaginn 4. nóvember og laugar- daginn 7. nóvember. Þetta staðfestir Kjartan Vídó Ólafsson, fjölmiðla- fulltrúi HSÍ, í samtali við Frétta- blaðið. Í reglugerð vegna sóttvarna sem fellur úr gildi 3. nóvember nk. segir að heimilt sé að gera undan- þágu vegna alþjóðlegra viðburða. Ísland leikur við Litháen á mið- vikudeginum og Ísrael á laugar- deginum. Auk þessara liða er Portúgal með þeim í riðlinum í undankeppninni. Þá hefur Valur sömuleiðis fengið leyfi til þess að leika heimaleik sinn við finnska liðið HJK Helsinki í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu kvenna sem leikinn verður annað hvort 3. eða 4. nóvember. – hó HSÍ komið með undanþágu 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.