Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Side 6
VEIRAN ER ÓVINURINN Hann segir átakanlegt að sjá hvað sjúklingar upplifa oft mikla vanlíðan, ekki bara líkamlega heldur andlega. MYNDIR/ ANTON BRINK Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is G eir Þorvaldsson hefur áralanga reynslu sem slökkviliðs- og sjúkra- flutningamaður. Hann mætir á sínar vaktir í Skógarhlíð þar sem Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins er til húsa. Hús- næðinu hefur verið skipt upp í hólf og þeir sem eru á ólíkum vöktum mega ekki hittast. Þá er búið að koma þar upp sér- aðstöðu með herbergjum fyrir starfsfólk ef grunur vaknar um smit eftir útkall og það þarf að fara í sóttkví. Aldrei nær stríðsástandi „Gamall maður sagði eitt sinn við okkur þegar við vorum í sjúkraflutningum niðri í bæ að hann hefði aldrei upplifað stríðsástand á Íslandi og að vonandi kæmumst við aldrei nær því en þetta þar sem allt er lokað og fólk lokað inni á eigin heimilum.“ Geir segir sjúkraflutninga vegna COVID vera tvenns konar. „Annars vegar er það svokallaður sitjandi flutning- ur þar sem fólk getur sjálft gengið út í bíl og við keyrum það á áfangastað. Síðan eru það liggjandi flutningar þeg- ar fólk er orðið veikara. Þá komum við á sjúkrabíl með sjúkrabörum. Almennt fara tveir í flutninga en þegar sjúklingarnir eru orðnir veikari kemur þriðji starfs- maður með sem er til að- stoðar. Hann keyrir á eftir á sérbíl, opnar dyr og slíkt en er ekki í beinni snertingu við sjúkling.“ Veikustu sjúklingarnir eru fluttir á gjörgæsluna eða aðr- ar deildir Landspítalans sem hafa verið nýttar fyrir inn- lagnir vegna COVID en aðrir eru jafnvel keyrðir í tíma á COVID-göngudeildinni og síðan aftur heim. Vita ekki hvað gerist næst Þá þarf stundum að fara með sjúklinga í sóttvarnahúsin. „Við höfum jafnvel verið að keyra fólk af heimili sínu og í sóttvarnahús og því finnst það nánast vera að fara í fang- elsi.“ Hann segir átakanlegt að sjá hvað sjúklingar upplifa oft mikla vanlíðan, ekki bara líkamlega heldur andlega. „Það er erfitt að sýna samúð í gegn um grímu og annan hlífðarbúnað. Fólk heyrir líka oft verr í manni. Margir skilja heldur ekki hvernig þeir gátu smitast því þeir fóru svo var- lega en það sýnir bara hvað þetta er bráðsmitandi.“ Hann segir það líka reyna á aðstandendur sem stundum upplifa að þeir séu að kveðja í hinsta sinn. „Sem betur fer er það sjaldnast raunin. Þeim finnst erfitt að horfa upp á fólk sett á sjúkrabörur og þeir fá ekki að fara með. Þeir vilja líka oft vita hvað gerist næst og hvert við förum með við- komandi en við höfum stund- um engin svör því við vitum ekkert hvernig sjúkdómurinn leggst á fólk og oft gerast hlut- irnir mjög hratt.“ Pössum upp á okkur Geir segir samstarfið við heilbrigðisstarfsfólk, lög- reglu og 112 afar gott og greinilegt að allir séu að gera sitt besta. Þá hefur daglegt líf utan vinnunnar líka litast af ástandinu. „Þetta er krefj- andi vinna sem byggist líka á félagsskap og vináttu og það er erfitt að mega ekki hitta fólk sem maður vinnur með. Nú skiptir bara máli að allir hugi vel að sóttvörnum og passi vel upp á sig og fólkið sitt. Veiran er ekkert að fara í bráð en við getum gert margt til að ástandið verði bæri- legra.“ Geir segir marga ekki skilja hvernig þ e i r gá t u smitast því þeir fóru svo varlega. Finnst þeir vera að kveðja í hinsta sinn Það er erfitt að sýna samúð í gegn um grímu og annan hlífðar- búnað. Aldrei hafa fleiri dvalið í farsóttarhúsunum en liðna viku. Smituðum í þriðju bylgju COVID-19 virðist þó fækka hægt. Á þessum fordæmalausu tímum starf- ar fjöldi fólks í framlínunni við krefjandi aðstæður. Við fáum hér innsýn í dagleg störf þriggja þeirra. MYND/ANTON BRINK GEIR ÞORVALDSSON SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMAÐUR 6 FRÉTTIR 23. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.