Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7 Markmiðið með starfi göngudeildarinnar er að fólk þurfi ekki á innlögn að halda. MYNDIR/ANTON BRINK ERNA NILUKA NJÁLSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Á COVID-GÖNGUDEILD E rna Niluka hefur starf-að á COVID-göngu-deild Landspítalans frá því hún var sett á laggirnar í vor og tók þátt í uppbygg- ingu deildarinnar. Þar vinnur teymi hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúkraliða og ritara og á skömmum tíma skapaðist þar mikil sérþekking. Deildin er í gömlu iðnaðar- húsnæði á lóð Landspítalans í Fossvogi, gulu húsi sem kall- ast Birkiborg. „Þessi deild er alveg mögnuð. Hún var búin til á þremur sólarhringum. Iðnaðarmenn voru að störfum þegar ég fór heim á miðnætti og enn voru iðnaðarmenn að störfum þegar ég mætti klukkan sjö um morguninn. Það hefur verið einstakt að taka þátt í þessu verkefni þar sem fólk tók höndum saman. Við fundum öll strax að veiran var óvinurinn og við vorum öll saman í liði gegn henni.“ Stór hópur að veikjast núna Erna segir deildina í raun vera heilsugæslu allra COV- ID-smitaðra á meðferðartíma sjúkdómsins. Markmiðið sé að fólk geti verið heima og þurfi ekki á innlögn að halda. „Við vinnum út frá lista yfir alla smitaða. Þegar fólk greinist smitað þá erum það við sem hringjum og tilkynnum um smitið. Við gerum áhættumat sem er meðal annars skipt niður í grænan, gulan og rauðan. Eftirlit okkar er síðan skipulagt eftir þessu áhættu- mati. Grænn merkir að fólki líður vel og er með lítil ein- kenni, gulur að fólk sé veikt og versnandi og rauður að fólk sé með alvarleg einkenni og þarfnist læknis.“ Áfram er síðan hringt reglulega í fólk og staðan tek- in. „Ef einstaklingur fer allt í einu að upplifa einhvers konar versnun þá fær hann tíma á göngudeildinni. Þar tökum við lífsmörk og blóðprufu. Stundum kemur fólk daglega á göngudeildina, fær heild- rænt mat og jafnvel vökvagjöf og lyfjameðferð, fer heim og kemur síðan aftur næsta dag. Við reynum að grípa inn í tímanlega til að fyrirbyggja innlögn. Á sjöunda til tíunda degi versnar fólki oft mjög en það er ýmislegt hægt til að minnka líkur á því með því að meðhöndla einkenni sjúk- dómsins. Það er alveg brjálað að gera núna í framhaldi af því þegar yfir þrjú hundruð manns smituðust á þremur dögum nýlega. Það fólk er að veikjast núna.“ Skima vímuefnaneytendur Undanfarið hefur Erna meðal Finnum að við höfum tilgang Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is annars verið vaktstjóri á göngudeildinni en einnig sinnt ýmsum sérverkefnum. „Við höfum tveir hjúkrunar- fræðingar verið að fara með lögreglu að skima vímuefna- neytendur. Það hafa verið að koma upp smit í undirheim- unum og þar sem þessir ein- staklingar eru mjög ólíklegir til að koma sjálfir í próf förum við til þeirra. Við hringjum þá á undan okkur og fáum sam- þykki. Það eru ekki allir til í þetta en fólk er almennt mjög þakklátt.“ Hún segir mestu áskoran- irnar tengjast fólki í neyslu og þeim sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. „Ein- stæðar mæður hafa þurft að vera veikar heima með þrjú börn í einangrun. Sumir hafa þurft að sinna ungum börnum sínum með hanska og grímu. Við höfum engin úrræði til að hjálpa fólki í þessum aðstæð- um. Við höfum meira að segja íhugað að senda fólk með mót- efni inn á heimili til að hjálpa en þá gæti fólk komið út með snertismit sem síðan dreifði sér og yrði eflaust of flókið með tilliti til sóttvarna. Það reynir líka mikið á andlega þegar fólk þarf kannski að vera lokað inni í einu herbergi íbúðarinnar fjarri öðrum í fjölskyldunni. Sturta eftir hverja vakt Erna segir sérstakt að vinna í hlífðargallanum og starfsfólk hafi fengið kennslu í að fara í hann og úr til að sóttvarnir séu tryggðar. „Við reynum að tryggja að enginn þurfi að vera í gallanum lengur en eina, tvær klukkustundir. Það er mjög heitt, svitinn lekur af manni og fólk er með móðu á gleraugunum að setja upp nálar og taka blóðprufur. Eft- ir hverja vakt, og stundum á miðri vakt, förum við í sturtu. Það gladdi okkur mikið þegar hárvörufyrirtæki gaf okkur vörur og allt í einu voru allir með svo vel ilmandi hár eftir vinnu. Þetta gerði mikið fyrir andlega hlið starfsfólks ásamt öðrum gjöfum.“ Hún segir gallann gera það að verkum að það sé erfitt að vera persónulegur við sjúkl- inga. „Það getur verið erfitt að sýna hlýju bara með aug- unum. Fólk er oft mjög þakk- látt fyrir snertinguna þegar við tökum í höndina á því, jafnvel þó við séum í hlífðar- fatnaði, því snerting er okkur svo mikilvæg.“ Þrátt fyrir krefjandi verk- efni segir hún starfsandann á deildinni vera afskaplega góðan. „Ég hlakka alltaf til að koma í vinnuna. Á þessum undarlegu tímum höfum við heilbrigðisstarfsfólk líka fundið fyrir því að við skipt- um máli og höfum tilgang. Það gefur manni auka orku til að halda áfram.“ Erna segir gallann gera það að verk- um að það sé erfitt að vera persónulegur við sjúklinga. Sumir hafa þurft að sinna ung- um börnum sínum með hanska og grímu. DV 23. OKTÓBER 2020 Framhald á síðu 22 ➤

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.