Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Side 11
fisk þó að ég borði hann. Ég
væri orðinn vegan ef ég væri
ekki svona latur. Ég er að bíða
eftir því að kjöt verði bannað.
Ég væri bara feginn.“
Viðbjóður víða
Stefán Máni á 15 ára dreng og
19 ára stúlku. „Ég er heppinn
með það að þau vilja ennþá
gera hluti með mér og við
erum miklir vinir. Það að for-
eldrar séu svo hallærislegir
held ég að byrji bara um leið
og maður eignast barn. Þá er
maður orðinn gamall og fárán-
legur. Ég er mátulega fárán-
legur, þau vilja allavega ennþá
gera hitt og þetta með mér og
það er ennþá einhver rútína
í heimsóknum þó að þetta sé
auðvitað orðið fullorðið fólk.“
Börn Stefáns Mána nálgast
sögupersónur föður síns hratt
í aldri en í Svartur á leik eru
þolendur ofbeldis ungt fólk og
í nýju bókinni koma táningar
við sögu með sorglegum hætti.
Hræðist hann ekki að
börnin hans séu á þessum
aldri, vitandi hvaða hættur
og hreint út sagt viðbjóður
leynist víða?
„Ég er það heppinn – 7, 9, 13
– að krakkarnir mínir eru það
heilbrigð og skynsöm að þau
eru mjög langt frá þessum
hliðarvegi í lífinu. Ef maður
fer að velta sér upp úr því ljóta
sem getur gerst og hvað heim-
urinn er hættulegur hættir
maður að geta sofið.“
En þú vinnur við að velta
þér upp úr því ljóta?
„Já, en ég velti mér ekki
mikið upp úr því þess á milli.
Kannski losa ég þetta bara
út í skrifum,“ segir Stefán og
viðurkennir að sig dreymi þó
stundum illa en það eigi lík-
lega við um flesta.
Hefur ofbeldi breyst á þess-
um rúmu tveimur áratugum
sem þú hefur skrifað spennu-
og glæpasögur?
„Já, þegar þú segir það.
Þetta var alltaf þetta hand-
rukkunardót og undirheima-
dæmi. Mér finnst hafa verið
miklu minna að frétta af
ógeðslegum handrukkunum,
þar sem er verið að halda fólki
í gíslingu þó að það gerist enn.
Mér finnst eins og að undir-
heimaógeðið sé ekki eins og
það var. Kynferðisbrot og
heimilisofbeldi er mun meira
finnst mér og það er ofbeldið
sem mér finnst allra verst.“
Í skrifum sínum spilar
Stefán Máni oft inn á hræðslu
og taugaveiklun. Hann segist
þó ekki muna eftir því hve-
nær hann varð fyrst sjálfur
hræddur. „Ég held að ég hafi
bara alltaf verið hræddur.
Bara við allan fjandann, mað-
ur. Ég var myrkfælinn sem
barn. Ef þú skilur mig eftir í
sumarbústað úti í rassgati þá
verð ég hræddur. Ég er veður-
hræddur. Þoli ekki að keyra
úti á landi í vondu veðri. Ég
get líka verið alveg hrikalega
draugahræddur.“
Til að trúa á drauga þarf
maður að trúa á eitthvað ann-
að og meira. „Já. Það er svo
helvíti óspennandi ef það er
ekkert annað og meira.“
Fleiri kvikmyndir
Stefán segist sjálfur hafa
minnkað ofbeldið í eigin skrif-
um og ekki vera að bæta í með
hverri bók. „Ég hef eiginlega
farið í þveröfuga átt. Ég hef
enga löngun til þess að skrifa
eða lesa svona grafískt. Það er
vandmeðfarið. Spenna skiptir
máli og spenna er ekki það
sama og ógeð. Ég hef alveg
skrifað hluti sem sjokkera
mig og mér finnst virkilega
óþægilegir og ég í raun veit
ekki alveg hvernig ég gerði
það. Það skiptir mestu máli að
það sé spennandi. Ég er ekki að
reyna að sjokkera. Ég held ég
geri það nú heldur ekki.“
Nautið kom út árið 2015 og
segir Stefán að hún sé ein af
bestu bókum sínum en hún
FRÉTTIR 11DV 23. OKTÓBER 2020
Ég gæti aldrei drepið neitt.
Ekki einu sinni fisk þó að ég
borði hann. Ég væri orðinn
vegan ef ég væri ekki
svona latur.