Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Blaðsíða 22
KJÖTSÚPA Á FYRSTA VETRARDAG
Þorbjörg
Marinósdóttir
tobba@dv.is
SÚ KRYDDAÐA
Tími: 2 klst.
Fyrir 4-6
Þessi er líklega ólíkust hinni klass-
ísku súpu og leitað er í austurlenska
matargerð. Hér er tilvalið fyrir þá
djörfu að leika sér enn frekar með
bragðið og breyta og bæta eftir
smekk og ævintýragirni og til dæmis
nota ögn af kóresku gouchujang-
mauki með í súpuna.
800 g lambasíðubitar skornir í
hæfilega bita (má nota annað feitt
lambakjöt)
1,6 l vatn
50 ml soyasósa
6-7 dropar fiskisósa
100 g engifer, skrældur
2 stk. chili
6 geirar hvítlaukur
8 stk. nýjar gulrætur
1 stk. laukur, skrældur
30 g hrísgrjón
1 búnt vorlaukur
15 g kóríander
Byrjið á að setja síðubita og vatn
í pott og stillið á miðlungshita og
bíðið eftir suðu.
Á meðan suðan er að koma upp
skerið chili, hvítlauk og engifer í
litla bita. Því næst einnig gulrætur
og lauk í litla bita.
Þegar suðan er komin upp, fleytið þá
froðuna sem kemur í fyrstu suðu frá.
Því næst bætið við soyasósu, fiski-
sósu, engifer, hvítlauk og chili og
leyfið að sjóða í 20 mín. Hugrakkir
geta bætt við 2 msk. af gouchujang-
mauki út í soðið. Bætið við gulrótum,
hrísgrjónum og lauk og sjóðið í rétt
rúmlega 30 mínútur.
Á þessum tímapunkti er best að
smakka til súpuna og athuga hvort
vanti meira salt en þá má annað-
hvort bæta meira salti eða meiri
soyasósu út í.
Rétt áður en að súpan er borin fram
er bæði vorlaukur og kóríander
saxað fínt og bætt við.
Verði ykkur að góðu.
Gísli Matthías Auðuns-son, matreiðslumeist-ari og veitingamaður,
deilir hér óhefðbundinni út-
gáfu af kryddaðri kjötsúpu
en Gísli heldur mikið upp
á íslenskt hráefni og hefur
haldið heiðri gamalla rétta á
lofti. Hann er óhræddur við
að blanda saman gömlum og
nýjum hefðum.
Aðspurður um kjötsúpu-
blæti Íslendinga segir hann
líklegustu ástæðuna fyrir
vinsældum súpunnar, fyrir
utan hvað hún sé góð, að
klassíska ömmuuppskriftin
er auðveld og hráefnið ódýrt.
Sjálfur notar Gísli yfirleitt
ekki súputeninga. „Það sem
ég geri sem er kannski svo-
lítið óhefðbundið er að ég set
alveg extra mikið af beinum
út í þegar ég er að laga súp-
una. Rista þau fyrst í ofni og
þá kemur svo góður kraftur í
súpuna.“
Hvernig má bjarga
bragðlausri súpu?
„Gott salt kemur manni
langt, en svo er auðvitað allt
í lagi að setja einhvers konar
kjötkraft í súpuna. En oft
getur verið gott að setja bara
ögn meira af súpujurtum og
salti til að hún verði bragð-
betri. Svo má fólk auðvitað
líka leika sér og setja hvít-
lauk og chili í súpuna – það er
í raun fátt heilagt í súpunni
annað en að nota lambakjöt
og vel af grænmeti.“
Landsmenn kannast við að
heyra talað um ullarbragð af
lambakjöti en Gísli kann ráð
við því eins og flestu öðru.
„Ullarbragðið kemur oftast
ef fitan og brákin sem kemur
þegar kjötið er soðið í byrjun
er ekki tekið og því leyft að
malla vel og lengi í súpunni.
Mæli með að passa upp á það.
Einnig, ef það er of mikil fita
getur hún gefið ákveðið þrá-
abragð í súpuna, þannig að
þá er einnig gott að fleyta
fituna af toppnum með ausu.
En svo snýst þetta bara um að
krydda hana aðeins meira.“ n
Síðastliðin ár hefur íslensku kjöt-
súpunni verið gert hátt undir
höfði með Kjötsúpudeginum
sem haldinn er fyrsta vetrardag
á Skólavörðustíg en svo verður
ekki í ár. Því er fólk hvatt til þess
að smella í góða súpu heima.
Gísli Matthías
eigandi Skál
og Slippsins
í Vestmanna-
eyjum.
MYNDIR/
AÐSENDAR
22 FÓKUS 23. OKTÓBER 2020 DV