Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Síða 27
SAKAMÁL
J oseph Sonnier var duglegur og vinsæll læknir í smábænum Lubbock í
Texas. Hann hafði um stund
sleikt sárin eftir 27 ára hjóna
band með konu sem yfirgaf
hann fyrir annan mann. Þeg
ar hér var komið sögu hafði
Joseph fyrir löngu jafnað sig
á skilnaðinum og naut þess að
vera einhleypur. Joesph átti
tvo syni sem voru fullorðnir
og átti hann í góðu sambandi
við þá.
Læknir sleikir sárin
Joseph flutti frá Dallas til
Lubbock árið 2007, eftir
skilnaðinn. Þar varð hann
vinsæll og virtur. Hann sótti
danstíma og vingaðist við
nokkrar konur.
Árið 2011 kynntist Joseph
hinni fögru Richelle Shetina.
Hún átti fjögur börn. Joseph
og Richelle náðu mjög vel
saman og urðu náin þó að Jo
seph væri ekki mjög fús til að
giftast aftur.
En í júlí árið 2012 var
bundinn snöggur og sorg
legur endi á ástir Richelle og
Josephs. Snemma að morgni
hringdi kona skelfingu lostin
í neyðarlínuna. Hún var
landslagshönnuður og hafði
verið að vinna að verkefni
á lóð læknisins. Sá hún að
dyrnar voru brotnar upp og
heil gluggarúða hafði verið
tekin út.
Er lögregla kom á staðinn
fannst Joseph látinn. Hann
hafði verið skotinn og hlotið
margar hnífstungur.
Joseph bjó í rólegu og
glæpalausu hverfi. Ekkert
hafði verið tekið af heimilinu.
Ljóst virtist því frá upphafi
rannsóknar að hér lá eitthvað
persónulegt að baki.
Fyrri elskhugar kannaðir
Lögreglan ræddi við Richelle
Shetina sem var harmi slegin
og sagði hún að hefði elskað
Joseph heitt. Hún greindi lög
reglunni frá því að einhver
maður hefði verið að fylgjast
með parinu í nokkra mánuði
fram að morðinu. Hún þekkti
þann mann ekki í sjón.
Þegar Richelle var spurð út
í fólk sem gæti verið ósátt út
í samband hennar og Josephs
nefndi hún til sögunnar konu
sem Joseph hefði verið í tygj
um við í um sjö ár. Hún hefði
hvað eftir annað hringt í Jo
seph eftir að hann tók saman
við Richelle og hellt sér yfir
hann. Þegar hann hætti að
svara símhringingum frá
henni sendi hún honum orð
ljót textaskilaboð.
En hvað með fyrri elsk
huga Richelle? Hún nefndi
lýtalækninn Mike Dixon
sem bjó í Amarillo, skammt
frá Lubbock. Richelle og
Mike höfðu átt í sambandi
er hann var giftur og hafði
sambandið leitt til þess að
kona hans skildi við hann. Er
Rich elle sleit sambandinu við
hann tók hann því mjög illa
og talið var að hann væri enn
ástfanginn af henni.
Lögreglumenn óku frá Lub
bock til Amarillo og ræddu
málið við Mike. Hann viður
kenndi að hann væri enn
mjög hrifinn af Richelle en
ekki hvarflaði að honum
að myrða vegna þess. Auk
þess hefði hann ekki talað
við Rich elle í marga mánuði.
Einnig kom á daginn að Mike
hafði fjarvistarsönnun nótt
ina sem Joseph var myrtur.
Eftir þetta leit út fyrir að
Mike Dixon tengdist málinu
ekki neitt en annað átti eftir
að koma á daginn. Maður að
nafni Paul Reynolds kom að
máli við lögreglu og sagði
frá því að meðleigjandi hans
hefði játað fyrir honum að
hafa myrt mann í Lubbock
og hann hefði síðan reynt að
svipta sig lífi. Sagði Reynolds
að frásögn mannsins passaði
við morðið á Joseph Sonnier
eins og greint hefði verið frá
því í fjölmiðlum.
Vinur lýtalæknisins
Maðurinn sem Reynolds
greindi frá hét Dave Shep
ard. Sá maður var stórgerður
og feitur, fráskilinn og at
vinnulaus. Lögregla komst
fljótt að því að hann hafði
átt í vinfengi við Mike Dixon
lýtalækni og leit mjög upp til
hans, langaði til að ná langt
í lífinu eins og hann, en var
órafjarri því. Dave Shepard
var með dóma á bakinu,
meðal annars fyrir þjófnað.
„Eitthvað gerðist sem olli
því að Dave fannst hann
þurfa að hefna fyrir Mike,“
sagði Paul Reynolds við lög
regluna. Hann sagði lögreglu
jafnframt að samkvæmt frá
sögn Daves Shepard hefði
Mike Dixon borgað honum
fyrir að myrða Joseph Sonn
ier.
Dave Shepard játaði undir
yfirheyrslum. Hann hafði
brotið sér leið inn í húsið,
skotið á lækninn og síðan
stungið hann mörgum sinn
um með hnífi. Jafnframt
fundust gögn um textaspjall
Daves og lýtalæknisins þar
sem sá síðarnefndi virtist
hvetja hann til að ljúka verk
inu.
Mike Dixon harðneitaði
hins vegar að hafa fengið
Dave til myrða Joseph
Sonn ier fyrir sig og sagðist
einungis hafa greitt Dave
fyrir að fylgjast með parinu
og taka af því myndir. Það
flækti stöðuna þegar Dave
breytti sögu sinni til sam
ræmis við framburð Dixons
og sagði Dixon ekki hafa
sagt sér að drepa Joseph, það
hefði verið hans ákvörðun.
Það breytti því ekki að báðir
Ágúst Borgþór
Sverrisson
agustb@dv.is
voru fundnir sekir. Dixon
tókst að fá áfrýjunarleyfi en
var sakfelldur aftur. Báðir
mennirnir sitja í ævilöngu
fangelsi.
Mörgum þykir sérstakt að
vel stæður lýtalæknir skuli
hafa ráðið leigumorðingja til
að myrða annan lækni, ein
göngu út af afbrýðisemi. En
margt ótrúlegra hefur gerst
en það. n
Eftir þetta leit
út fyrir að Mike
Dixon tengdist
málinu ekki neitt.
Dave Shepard
leit upp til
lýtalæknisins.
MYNDIR/
LÖGREGLAN Í
LUBBOCK/TEXAS
Lífið virtist brosa við Joseph er hann var myrtur. SKJÁSKOT/YOUTUBE Lýtalæknirinn Mike Dixon var afbrýðisamur.
Tveir læknar og eitruð afbrýðisemi
Joseph Sonnier hafði fundið ástina aftur eftir skilnað þegar hann var myrtur.
Hver vildi gera þessum vinsæla, dáða og geðþekka lækni mein? Kærasta hans
nefndi til sögunnar afbrýðisama fyrrverandi kærustu en svarið lá annars staðar.
DV 23. OKTÓBER 2020 FÓKUS 27