Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Síða 37
D óri DNA, leikari og grínari, er fæddur í Nautsmerkinu. Eins og dýrið sjálft vill Nautið oftast bara slaka og hafa
það huggulegt. Það er mikill nautnaseggur og
á það til að vera ögn þrjóskt. Nautin eru líka
afar metnaðarfull og mjúk inn við beinið. Það
kann að meta listir, góðan mat og lúxus. Það
gæti tekið smá tíma að komast í innri hring
Nautsins en þegar þú ert kominn þangað þá
mun hann drepa fyrir þig, bókstaflega!
Fjarki í sverðum
Hvíld | Slökun | Hugleiðsla | Íhugun | Endurreisn
Eitthvert ákveðið verk sem þú ert að sinna krefst auk-
innar þolinmæði og innistæðan er ekki mikil. Það er mælt
með því að þú gefir þér smá tíma til að byggja þig upp
til þess að fá kraftinn í lokasprettinn. Það þýðir ekkert
að brenna út áður en maður hefst handa við nýtt verk-
efni. Hver getur hjálpað, í hvern getur þú hringt? Ekki
gera lítið úr hugleiðslu, finndu hugleiðslu sem hentar
þér, stundum fær maður skýrleika við það að fara út að
hlaupa. Með því að hreinsa hugann þá birtast manni
lausnir!
Töframaðurinn
Birtingarmynd | Útsjónarsemi | Kraftur | Innblástur
Töframaðurinn er sannkallað gæfuspil, ef þú hlustar á
það mun allt fara vel. Spilið er boðberi um vel heppnað
verk sem mun gefa vel af sér. Það er notalegt að fá
svona spil þegar mikil óvissa ríkir því það hjálpar manni
að treysta ferlinu. Allt sem maður þarf að hafa aðeins
meira fyrir verður ennþá meira virði að því loknu. Vertu
skýr með ásetning því alheimurinn er að hlusta, að venju
er ekki vitlaust að skrifa markið sín í bók, það er mikill
galdur í því.
Sexa í bikurum
Rifja upp fortíðina | Bernskuminningar | Sakleysi | Gleði
Hér kemur inn einhver nostalgía, æskuminningar. Veit
ekki alveg hvað það táknar fyrir þig en það er eins og þú
sért að heimsækja barnæskuna og þær tilfinningar sem
með því komu. Þetta getur verið áminning um að rækta
Skilaboð frá spákonunni
Það ólgar kraftur innra með þér – líkt og landinu
öllu. Leyfðu þér að gjósa.
STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Dóri DNA
SVONA EIGA ÞAU SAMAN
Vikan 23.10. – 29.10.
Metnaður og mýkt
Ástfangin í draumalandi
MYND/VILHELM
stjörnurnarSPÁÐ Í
L íkamsræktarfrumkvöðullinn Ágústa Johnson hefur verið talsvert í fréttum undanfarið að ræða um samkomub-
ann og takmarkanir á starfsemi fyrirtækis
hennar vegna COVID-19. Ágústa er gift utan-
ríkisráðherranum Guðlaugi Þór Þórðarsyni og
saman eiga þau fjögur börn. DV lék forvitni
á því hvernig hjónin eiga saman ef litið er til
stjörnumerkjanna.
Ágústa og Guðlaugur eru bæði fædd í des-
ember og bæði Bogmenn. Bogmaðurinn er
eldmerki og er fullur af lífi. Það er frábær til-
finning að sjá tvo Bogmenn koma saman og ást
þeirra blómstra, það er eins og að fylgjast með
barni vaxa úr grasi. Þau kunna vel á hvort ann-
að og deila sömu gildum. Þau elska ekki bara
hvort annað, heldur vilja þau kenna hvort öðru
að elska mannkynið. Þegar tveir Bogmenn eru
ástfangnir þá verða þeir svo niðursokknir að
það er eins og þeir séu staddir í draumalandi.
Þó svo að þau séu yfirleitt sammála um flest,
þá kemur það fyrir að þau séu ósammála, sem
endar yfirleitt vel, þökk sér samskiptahæfi-
leikum parsins. n
Ágústa Þóra Johnson
Bogmaður
2. desember 1963
n Örlát
n Hugsjónamaður
n Húmoristi
n Framtakssöm
n Óþolinmóð
n Lofar upp í ermina á sér
Guðlaugur Þór Þórðarson
Bogmaður
19. desember 1967
n Örlátur
n Hugsjónamaður
n Húmoristi
n Framtakssamur
n Óþolinmóður
n Lofar upp í ermina á sér
MYND/ANTON BRINK
Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna?
Hrútur
21.03. – 19.04.
„Tekur einhver eftir því ef ég
set smá Bailey’s í kaffið mitt í
vinnunni?“ hugsar þú á meðan þú
manst að þú ert að vinna heima hjá
þér og þarft ekki einu sinni að fara
í buxur! Leggðu frá þér flöskuna
og taktu góðan göngutúr. Heima-
vinna er krefjandi og fátt betra
en að hreinsa hugann og virkja
kroppinn.
Naut
20.04. – 20.05.
Ég get svo svarið það að ef þú segir
enn einu sinni mánudagar til mæðu,
þá öskrar einhver á þig! Ef þú vilt
einhverja breytingu, þá verður þú
að finna hana innra með þér, taka í
taumana og VERA breytingin.
Tvíburi
21.05. – 21.06.
Þín spá er sögð í gömlum máls-
háttum. Neyðin kennir naktri konu
að spinna, þú deyrð ekki ráðalaus!
Þú ert með fullt af hugmyndum. Nú
er góður tími til að byrja á nýjum
verkefnum eða í nýrri vinnu.
Krabbi
22.06. – 22.07.
Loks smá innri ró og allt að falla í
réttan farveg. Þú sérð fyrir endann
á óvissunni og nýtur þín vel í nátt-
úrunni. Gott helgarfrí úti á landi
er lyfseðill spákonunnar til þess
að endurnæra taugarætur eftir
spennufallið.
Ljón
23.07. – 22.08.
Rárrr! Rólegur, kisi. Ljónið er í
sexí stuði þessa dagana. Hvar er
glamúrinn? Hvar er gamla leður-
flíkin mín? Hvar er tilefnið til þess
að fara í þessa leðurflík? Kryddaðu
tilveruna og bjóddu á stefnumót og
sýndu allt sem í þér býr. Stefnumót
með maka væri vinsælt.
Meyja
23.08. – 22.09.
Sammála um að vera ósammála er
góð málamiðlun. Því miður breytum
við ekki fólki og það er allt í lagi.
Það er einhver pirringur í loftinu
sem tengist ákveðnum aðila og er
að angra þig en þú þarft bara að
hrista það af þér og muna hversu
litlu máli þetta skiptir í stóra sam-
henginu.
Vog
23.09. – 22.10.
Vogin elskar fátt meira en að vera
í flæðinu. Eftir örlitla sjálfsvorkunn
tekur þú upp ofurhetjuskikkjuna
og líður eins og þú sért ósigrandi!
Með samt smá vott af efa en aðal-
lega krafti kemstu aftur í flæðið
og treystir því að heimurinn og
innsæið leiði þig á rétta braut. Þú
bara verður að treysta.
Sporðdreki
23.10. – 21.11.
Fortíðardraugur bankar upp á og
það er alls ekki neikvæð upplifun.
Þetta er meira í áttina að því að
skilja og læra um okkur sjálf, skilja
orsök og afleiðingar sem hafa
orðið á vegi manns í gegnum tíðina.
„Aha“-augnablik sem hjálpar þér
að kafa dýpra í sjálfið.
Bogmaður
22.11. – 21.12.
Þér leiðist sjaldan og þú getur
kennt sjálfum þér alfarið um. En
það kemur ekki að sök. Þú ert
fæddur með þennan drifkraft. Þarft
bara að muna að finna jafnvægið í
þessu stöðuga fjöri sem þú býður
sjálfri þér og öllum þínum nánustu
upp á. Það kemur.
Steingeit
22.12. – 19.01.
Það má skipta um skoðun og gera
stórtækar breytingar. Fylgdu
hjartanu þessa vikuna þótt það
feli í sér erfiðar ákvarðanir því það
skiptir máli að velja það sem er rétt
fyrir þig.
Vatnsberi
20.01. – 18.02.
Þig langar smá bara að vera undir
teppi, gera lítið sem ekkert upp-
byggilegt, horfa á Netflix og borða
nammi. Og okkur finnst það bara
ágætis hugmynd. Heimurinn er smá
á hvolfi og maður á fullkominn rétt
á því að taka nokkra frídaga. Mátt
vera dugleg/ur í næstu viku.
Fiskur
19.02. – 20.03.
Sköpunarkrafturinn bankar upp á
sem aldrei fyrr. Þetta er klárlega
vikan sem þú föndrar eitthvað
nýtt, málar nýja mynd, stofnar nýja
Pinterest-síðu og ákveður að þú
munir búa til ALLAR jólagjafirnar
í ár.
þitt innra barn og að taka hlutunum ekki of alvarlega.
Stundum er maður líka að halda í gamlar minningar sem
þjóna manni ekki lengur heldur draga úr manni. Þetta er
eitthvað til að gefa sér smá tíma til að hugsa um og hvað
það gæti þýtt fyrir þig.
FÓKUS 37DV 23. OKTÓBER 2020