Fjölrit RALA - 15.08.1994, Síða 16

Fjölrit RALA - 15.08.1994, Síða 16
14 mjólkaðar aftan frá (4. mynd), auk ýmissa afbrigða af þessum megingerðum. Við mjaltabása er yfirleitt biðsvæði þangað sem kýmar eru reknar fyrir mjaltir en stundum er hluti göngusvæðis nýttur sem biðsvæði. Við hönnun mjaltabása er megináherslan lögð á gott vinnuumhverfi mjaltamanns, m.a. með réttri dýpt gryfju, öflugri lýsingu og jafnvel upphitun. SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI FJÓSGERÐUM ínngangur Eitt veigamesta atriðið sem taka þarf tillit til þegar ráðist er í nýbyggingu fjóss er hvort kýrnar eigi að vera bundar á bása eða ganga lausar. Lausagönguformið hefur sótt á með árunum enda bendir margt til þess að tjóðrun húsdýra verði ekki viðurkennd sem framtíðarlausn við hýsingu þeirra. Nú eru kýr bundar eða lokaðar á básum í um 95% íslenskra fjósa, a.m.k. milli mjalta (Bændaskólinn á Hvanneyri, 1990). Ef marka má þróunina erlendis er líklegt að hlutur lausagöngufjósa muni aukast. í Skotlandi eru 80% allra fjósa legubásafjós, (Kelly o.fl., 1993) en í Englandi og Wales eru 64% legubásafjós, 16% lausagöngufjós með legubeði og 20% básafjós (Sumner, 1991). Algengasta fjósgerðin í Noregi hefur verið básafjós með lang- eða stuttbásum, með flórrist fyrir aftan, og stíur með rimlagólfi fyrir geldneyti (Nygaard, 1981), en síðasta áratug hefur þróunin verið í átt til lausagöngufjósanna. Ástæðan fyrir þessu er meðal annars sú stefnumörkun Norðmanna að við nýbyggingar eða gagngerar endurbætur skuli bændur velja lausagöngu þar sem sannað þyki að almenn velferð gripanna sé meiri og heilbrigðisástand betra hjá lausum kúm en bundnum. Sams konar stefnumörkun hefur verið ákveðin í Svíþjóð, þ.e. að við endumýjun fjósa þar sem stefnt er að umtalsverðri fjölgun gripa skuli byggð lausagöngufjós eða gerðar aðrar ráðstafanir til að tryggja daglega hreyfingu kúnna (Forslund, 1994). Ástæða þessa er að fjölmargar rannsóknir benda eindregið til að lausaganga henti nautgripum betur en tjóðrun, að því tilskildu að hönnun fjósanna og hirðing gripanna uppfylli ákveðnar lágmarkskröfur. Nyt og fóðurnýting kúa_____________________________________________________ Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum húsagerðar á nyt og fóðurnýtingu kúa. Niðurstöðurnar eru yfirleitt básafjósunum í vil (allt að 10% meiri nyt) en oft þurrkast munurinn út ef tekið er tillit til þátta eins og frjósemi og sjúkdóma. Reynslan sýnir að munurinn milli bæja með sömu fjósgerð er oft meiri en munurinn milli fjósgerða. Rannsóknir á þessu sviði ættu því í auknum mæli að beinast að áhrifum bústjómar, kynbótastarfs, fóðrunar og vinnubragða við hirðingu á afurðir kúa.______ Fjósgerð. Af þeim fjölda rannsókna sem gerður hefur verið á áhrifum fjósgerðar á nyt verður hér fjallað um fjórar norrænar rannsóknir. í sænskri rannsókn frá upphafi áttunda áratugarins komu fram mismunandi niðurstöður úr samanburði á lausagöngufjósum og básafjósum (Nordfeldt o.fl., 1972). Rannsóknin var

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.