Fjölrit RALA - 15.08.1994, Síða 17
15
framkvæmd á þremur stöðum samtímis; í Norður-, Mið- og Suður-Svíþjóð. Hefðbundin
básafjós voru borin saman við lítt einangruð lausagöngufjós með legubeði.
Tilraunahóparnir töldu allir 20-25 kýr nema lausagönguhópurinn í Suður-Svíþjóð sem var
ríflega 45 kýr.
Niðurstaða tilraunanna varð sú að í Norður- og Mið-Svíþjóð var enginn munur á nyt
kúnna eftir fjósgerðum en í Suður-Svíþjóð komu básafjósin betur út. Ekki er talið að
hópstærðin hafi haft þessi áhrif en hluti skýringarinnar kann að vera að tilraunin stóð
aðeins í tvö ár í Suður-Svíþjóð á móti fjórum og fimm árum á hinum stöðunum. Sá tími
sem kýmar þurftu til að aðlaga sig aðstæðum í lausagöngunni vóg því þyngra þar en á
hinum stöðunum. Fóðurnýting kúnna í lausagöngufjósunum var nálægt 9% verri en
hinna. Líklegt var talið að vetrarkuldar hafi ráðið þar nokkm um.
í norskum tilraunum á áttunda áratuginum kom hvorki fram marktækur munur á nyt né
fóðumotkun kúa í hefðbundnum langbásum annars vegar og lausagöngu með
jötulegubásum (Gjestang o.fl., 1979) eða legubásum (Gravás, 1972) hins vegar. Báðar
tilraunimar stóðu í tvo vetur, sjö mánuði í senn, og voru 8-9 kýr í hvorum hópi. Þrátt fyrir
lítið umfang tilraunanna em niðurstöðumar áreiðanlegar, báðir hópamir vora hýstir í
sömu byggingu (sitt hvora megin við fóðurgang) og fylgst var nákvæmlega með nyt,
fóðumotkun, sjúkdómum, hreinlæti gripa og atferli, auk þess sem loftslag, fóðrun og
hirðing beggja hópanna var með sama hætti.
Konggaard (1980 a) fann, í tilraun sem spannaði sex ár í þremur fjósum, að eldri kýr (á
2.-6. mjaltaskeiði) í legubásafjósi framleiddu að meðaltali 5% minni mjólk en kýr í
básafjósi og 8% minna en kýr í lausagöngufjósi með legubeði, reiknað út frá mjalta-
skeiðsnyt.
F.kki fannst marktækur munur á nyt 1. kálfs kúa eftir fjósgerðum. Slæm klaufaheilsa
kúnna í legubásafjósinu var talin eiga stóran þátt í slakri frammistöðu þeirra.
Þegar nytin var reiknuð sem kg/árskú vora hlutfallstölumar fyrir básafjós, lausagöngu
með legubásum og lausagöngu með legubeði, 100, 99 og 105 ef kýmar vora á beit á
sumrin, en 100, 104 og 110 ef þær vora inni allt árið (hvort tveggja meðaltöl þriggja ára).
Ástæðan er sú að lausu kýrnar vora frjósamari og heilbrigðari þannig að á ársgrundvelli
skilaði hjörðin hærri nyt. Munur á fóðurnýtingu kúa var óverulegur milli fjósgerða.
Sprensen o.fl. (1981) fundu með uppgjöri frá 23 bæjum í Danmörku að kýr í básafjósum
mjólkuðu 7-8% meira en kýr í lausagöngufjósum miðað við mjaltaskeiðsafurðir. Talið var
að mismuninn hafi, að einhverju eða öllu leyti, mátt rekja til verri fóðrunar, aðbúnaðar og
umhirðu kúnna í lausagöngufjósunum.
Aðrir þættir. Ein af merkilegri rannsóknum á þessu sviði er tölfræðileg úttekt á áhrifum
40 fóðrunar- og umhverfisþátta á meðalnyt 3000 norskra hjarða. Niðurstöðurnar vora þær