Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Blaðsíða 10
1. INNGANGUR
Þurrkun heys á velli er sameiginlegur verkþáttur flestra heyverkunaraðferða sem nú er
beitL Með henni má losna við míkinn hluta vatnsins sem í heyinu er við sláttinn. Þannig
má létta fullþrrkun heysins í hlöðu og ná fastari tökum á gerjun heysins, sé það verkað
sem vothey. Mikilvægt er að þurrkun heysins gangi hratt því þá verður efnatap vegna
öndunar plöntufrumanna lítið og áhætta vegna úrkomu og óþurrka minnkar að mun. Eðli
plantnanna er að halda í lífssafa sinn. Það eru því ekki aðeins þurrkgæðin sem ráða því
hve hratt heyið þomar, heldur lfka eiginleikar plantnanna sjálfra svo og meðferð heysins á
vellinum (Bosma 1992, Atzema 1993).
Ýmsum aðferðum er beitt til þess að örfa þurrkun heys á velli. Notkun
snuningsvéla er sú algengasta en einnig hefur verið reynt að nota tæki sem meðhöndla
heyið þannig að vatnið eigi greiðari leið úr frumum þess. Einu nafni hafa tæki þessi verið
kölluð knosarar. Sú gerð, sem notuð hefur verið hérlendis, er tinda- eða knastavals,
byggður á sláttuþyrlu, sem mer og tætir heyið um leið og það er slegið. Eftir þessa
meðferð sér lítið á heyinu en innlendar mælingar hafa sýnt að þannig má hraða þurrkun
þess (Bjami Guðmundsson 1982). Jafnt og þétt hefur verið unnið að endurbótum á
þessum vélum sem og prófun annarra leiða til þess að flýta forþurrkun heysins (Klinner
og Hale 1985).
Sumarið 1993 vom í tengslum við prófanir tveggja sláttuþyrlna hjá Bútæknideild
RALA á Hvanneyri gerðar tilraunir með mismunandi vinnubrögð við forþurrkun heys.
Aðaltilgangur tilraunanna var að mæla áhrif vinnubragðanna á þurrkunarhraða heysins á
vellinum en einnig skyldi rannsaka áhrif þeirra á heygæðin. f tilraununum var við það
miðað að heyið væri síðan hirt f súgþurrkunarhlöðu eða bundið í rúllubagga. Var þvf
fylgst með þurrkun hcysins þar til það hafði náð a.m.k. 50% þurrefni. Alls vom gerðar
þijár tilraunir á fyrri slætti auk umfangsminni athugana.
2. EFNI OG AÐFERÐIR
a. Heyvimuvélamar. Eftirfarandi sláttuvélar vom notaðar:
KRONE-sláttuþyrla, gerð AM 242/Z, með heyknosara, sjá skýrslu Bútæknideildar
nr.636/1993;
DEUTZ-FAHR-sláttuþyrla, gerð SM 324 SC, með heyknosara, sjá skýrslu
Bútæknideildar nr.638/1993.
Til samanburðar var höfð sláttuþyrla af gerðinni PZ 185. Heyinu var snúið með heyþyrlu
af gerðinni FELLA TH 540 DHY, sjá skýrslu Bútæknideildar nr. 635/1993. Þyrfti að raka
heyinu saman, var það gert með stjömumúgavél af gerðinni BORELLO 4000S, sjá
skýrslu Bútæknideildar nr.637/1993.
í tilraununum var vélum beitt þannig við slátt:
Tilraun I:
Tilraun D:
Ökuhraði: 10 km/klst Tengidr.: 540 sn/mín
Krone - knosari: 850 sn/mín Minnsta/Mesta knosun
Ökuhraði: 10 km/klst Tengidr.: 540 sn/mín
Krone - knosari: 850 sn/mfn Tæpt miðstig knosunar
5