Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Blaðsíða 20
8. tafla. Þurrkstíg heysins og þéttleiki bagga
við sl. kl.10.10 kl.13.30 kl.15.10 kl. 17.30 Þéttleiki bagga
meðferð heysins: kg þe./m3
I: Slegið 18,8 23,7 28,2 33,5 132
II: Slegið og knosað 18,8 21,8 26,4 33,3 156
Við hirðingu eftir liðlega 7 stunda þurrkun var þurrkstig heysins það sama í báðum liðum.
Uppskera var bæði mikil og þétt. Töluverð dögg var á grasi við sláttinn. Notað var
miðstig knosunar. Gætti hennar mjög lftið á stráunuin. Þótt liðlega helmingur vatnsmagns
í grasinu við sláttinn hafí gufað burt á þurrkunartímanum er líklegt að enn betri árangur
hefði náðst með þvf að snúa heyinu einnig. Þannig hefði mátt nýta allan þurrkflötinn og
„þynna á“ flekknum. Knosun við sláttinn virðist ekki hafa sparað heysnúning og múgun.
Hér má geta þess að nýlegar írskar rannsóknir sýndu að uppskerumagnið hafði mun meiri
áhrif á þurrkunarhraða heysins en bæði knosun og snúningur heysins (Patterson 1993).
Knosaða heyið reyndist mega binda í fastari rúllubagga en óknosaða heyið og var
munurinn marktækur (n = 4; 0,05 > P> 0,01). Úr múgunum mátti binda hindrunarlaust
og mjög auðvelt reyndist að fá jafna og vel lagaða bagga, enda múgabreiddin (110-112
cm) nálægt því að vera hin sama og breidd baggahólfs bindivélarinnar. Bosma (1992)
benti á að knosun auðveldaði þjöppun heys við votheysgerð og ætti því að öðru jöfnu að
stuðla að betri verkun heysins.
í athugun þessari gætti sömu lækkunar orkugildis heysins rétt eftir sláttinn og sagt
var frá í kafla 3.1 c hér að framan (7. tafla). Ekki reyndust breytingar á orkugildi heysins
eða hrápróteinmagni vera mismunandi á milli liðanna tveggja (I og II).
b. Knosun og heysnúningur í þremur grastegundum. Athugun þessi var gerð á
þremur grastegundum, sjá 2. töflu. Slegið var með Krone-sláttuþyrlu og heyið knosað
(miðstig knosunar). Tæpri klukkustund eftir slátt var heyinu á helmingi hvers ieits snúið
með heyþyrlu. Tölur um þurrkstig heysins á athugunartíma eru í 9. töflu:
9. tafla. Þurrkstig heysins á athugunartíma - þe.,%
dags. lS.júU - ló.júlí -
kl. 17.50 21.15 8.00 14.00
Beringspuntur - knosað 27,1 29,5 30,8 42,8
- knosað, snúið 27,1 28,3 30,9 44,5
-> snúið/ósnúið: blutf. - 0.96 1.00 1.04
Vallarfoxgras - knosað 27,7 28,4 30,7 41,1
- knosað, snúið 27,7 34,0 36,9 48,6
-> snúið/ósnúið: hlutf. • 1.16 1.20 1.18
Vallarsveifgras ■ knosað 26,6 27,4 29,8 39,9
- knosað, snúið 26,6 33,2 44,4 62,0
-> snúið/ósnúið: hlutf. - L21 1.49 1.55
15