Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Blaðsíða 33

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Blaðsíða 33
Athugun á dægursveiflum efnamagns og meltanleika þriggja grastegunda Bjarni Guðmundsson YFIRLIT Gerð var athugun á dægursveiflum meltanleika og efnamagns þriggja grastegunda með hliðsjón af heyverkun: vallarsveifgrass (Fylking), vallarfoxgrass (Korpa) og beringspunts (Northcoast). Athugunin var gerð á miðjum túnaslœtti, 12.-14. júlí 1993 og var vallarfoxgras á athugunareit að skríða dagana 11.-12. júlí. Veður á athugunarskeiði var breytilegt: ýmist skýjað og þungbúið með nokkurri vœtu eða sólríkt og bjart. Helstu niðurstöður athugunarinnar má draga saman þannig: • Meltanleikiþurrefhis grasanna var að meðaltali 2%-stigum meiri árdegis (kl. 8) en undir kvöld (kl. 20). Dægursveiflan varskýrust ívallarfoxgrasi; • Hrápróteinmagn grasanna hélst mjög stöðugt ogfylgdi ekki dœgursveiflum; • Sykrumagnið reyndist óháð tíma dags, nema í vallarfoxgrasi þar sem það steig jafhan, er leið á dag og þegar lofthiti óx; • Magn glúkósa ogfrúktósa breyttist lítið á athugmartímanum. Súkrósi tók hins vegar miklum breytingum - að nokkru í réttu hlutfalli við lofthita; • Með hliðsjón af votheysverkun reyndist hlutfall glúkósa miðað við hráprótein og vatnsmagn grasanna hagstæðast í vallarfoxgrasi en óhagstæðast í vallarsveifgrasi; • Sennilega má vænta 2-3% meiri uppskeru afmeltanlegu þurrefhi með því að slá að kvöldi dags fremur en árla morguns, efsólríkt hefur verið og þurrkur er eindreginn. 28

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.