Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Blaðsíða 15

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Blaðsíða 15
Ferilhraði knosara og form og stilling spjaldanna sem stýra heystraumnum frá sláttuvélinni hafa einkum áhrif á gerð og lögun múgans (sjá nánar kafla 3.1 d). Hollenskar og þýskar rannsóknir hafa ekki leitt í ljós teljandi mun á áhrifum mismunandi knosaragerða á þurrkunarhraða heys á velli þótt hann hafi fundist í stofutilraunum (Bosma 1992). Fyrir öryggi heyöflunarinnar og heyskaparafköstin skiptir þurrktími heysins að tilteknu þurrkstigi verulegu máli. f síbreytilegu veðurfari getur það skipt miklu máli hvort heyið nær hirðingarstigi síðdegis eða hvort bíða þurfi frekari þurrkunar að morgni. Tölumar í 3. töflu má því meta miðað við tvenn hirðingarstig - 40% þe. (R) og 50-55% þe. (SR). R gæti átt við heymetisgerð og verkun heys í rúlluböggum þar sem mikilla afkasta er krafist og þar sem miðað er við að geijun í heyinu verði óveruleg. SR gæti miðast við öfluga súgþurrkun og rúlluheyskap þar sem áhersla er lögð á mikla forþurrkun og mjög þétta bagga (kg þe. í bagga). í tveimur tilraunum af þremur (II og III) mátti ná R- stigi samdægurs væri heyið knosað við sláttinn og ekki dregið að snúa því meira en í 3-4 klst frá slætti. Jafnvel mátti einnig ná SR-stigi samdægurs (III og 13). í daufum þerri varð heldur minna úr mismuninun; hann varð þó 4-9 stundir að R-stigi á öðrum degi (I) knosaða heyinu í vil og meiri, ætti að þurrka heyið að SR-stigi. b) Áhrif veðurþátta á heyþurrkunina. Athuguð var fylgni veðurþátta og þunkunar heysins. Reynd var aðferð sem áður hefur verið lýst en hún byggist á því að skilgreina heyþurrk sem summu eimhungurs lofts yfir virkan þurrkunartíma, þ.e. á tímabilinu kl. 9- 21 (Bjami Guðmundsson 1972). Gerð er línuleg millijöfnun eimhungurs kl. 9 og kl. 15, og kl. 15 og kl. 21, og gildi reiknuð eftir meðaltali hvors tímabils. Heyþurrkurinn (AEt) hefúr því eininguna kPa-klst. Með þurrkstigi heysins á hverjum tíma (%) og eimhungurssummu frá slætti fékkst dágóð fylgni. 2. mynd sýnir dæmi um niðurstöður þar sem tekin eru gildi úr I og II tilraun; liðunum knosað og óknosað hey sem snúið var strax að slætti loknum. a? m >. O) ‘E « a. Heyþurrkur, kPa klst ■ óknosað E knosað 2. mynd. Tengsi heyþurrks og þurrkstigs heysins. 10

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.