Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 6
Reykjavíkurborg mun því enn sem komið er bíða átekta svars íslenska ríkisins út þessa viku. Ebba Schram borgarlögmaður Við höfum farið fram á það við ráðherra að dagarnir teldu aðeins þegar netin væru í sjó en hann hefur ekki fallist á það hingað til. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri LS S J Á V A R Ú T V E G U R G r á s l e p p u - sjómenn af hentu Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra undirskriftalista í gær til stuðnings frumvarpi hans um kvótasetningu grásleppuveiða. Á listanum eru nöfn 244 handhafa grásleppuleyfa en það er meira en helmingur allra leyfishafa í landinu. Deilur hafa verið innan Lands- sambands smábátaeigenda (LS) um fyrirkomulagið, hvort halda eigi í útgáfu sérstakra leyfa og daga- fjölda, eða hvort setja eigi kvóta. „Við höfum heyrt það út undan okkur hringinn í kringum landið meðal grásleppumanna að rödd þeirra sem hafa verið iðnir síðustu ár hefur ekki náð fram að ganga. Þannig að við ákváðum nokkrir að gera óformlega könnun, en þó nokkuð formlega þar sem þetta var unnið mjög skipulega, og eyddum tíu dögum í að ræða við hagsmuna- aðila hringinn í kringum landið. Það er augljós niðurstaða,“ segir Stefán Guðmundsson, grásleppu- sjómaður og einn þeirra sem stóðu að undirskriftasöfnuninni. „Það er mikill meirihluti fyrir því að nota aðra veiðistýringu við grásleppuveiðar en það dagakerfi sem hefur gengið sér til húðar. Þess vegna vildum við koma þessu fylgi við frumvarp ráðherra á framfæri við hann.“ Alls er um að ræða 244 leyfis- hafa. „Það er fróðlegt í því ljósi að síðustu tuttugu ár hafa að meðal- tali 254 aðilar stundað veiðarnar og við náðum í 244 sem telja eindregið að skipta þurfi um veiðistýringu.“ Stefán segir dagakerf ið ekki heppilegt fyrirkomulag, miða eigi frekar við af lamark. „Dagakerfið er því marki brennt að þegar þú ferð út og leggur grásleppunet þá máttu byrja, til dæmis 20. mars eins og undanfarin ár, og frá því að þau fara í sjóinn þá fara dagarnir að telja. Það eru yfirleitt 20 til 25 dagar sem við fáum úthlutað. Ef það kemur bræla eða erf itt að sækja, þá halda dagarnir áfram að telja.“ Landssamband smábátaeigenda leggst gegn kvótasetningu. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir að málið sé umdeilt innan sambandsins og atkvæðagreiðsla á síðasta aðalfundi hafi verið naum. Nokkur rök mæli gegn því að grá- sleppa sé sett í kvóta. „Veiðistýr- ingin undanfarin ár hefur ekki leitt til þess að veitt hafi verið umfram ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar,“ segir Örn. Þá séu uppi áhyggjur um að erfitt verði fyrir unga nýliða að komast að. Undanfarin ár hafi verið hægt að hefja veiðar með því að kaupa bát með grásleppuleyfi, þeir sitji þá við sama borð og aðrir. Hætt sé að slíkir aðilar eigi ekki tök á því að hefja útgerð vegna kostnaðar. Örn segir betra fyrirkomulag að hætta að telja daga þegar netin eru tekin upp vegna brælu. „Við höfum farið fram á það við ráðherra að dagarnir teldu aðeins þegar netin væru í sjó en hann hefur ekki fallist á það hingað til.“ Kristján Þór segir að hann voni að frumvarpið komi til þinglegrar meðferðar. „Ég vona að þessi sterki vilji meðal grásleppuveiðimanna skili sér til þingsins því það er mjög brýnt að þingið ræði þá veiðistjórn- un sem í gildi hefur verið fyrir grá- sleppuna og ræði hvort breyta eigi um kúrs.“ arib@frettabladid.is Grásleppusjómenn afhentu ráðherra 244 undirskriftir Grásleppusjómenn afhentu sjávarútvegsráðherra undirskriftir til stuðnings við kvótasetningu. Fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að bæta megi fyrirkomulagið án þess að setja á kvóta. Sjávarútvegsráðherra vonast til að frumvarp um kvóta á grásleppu komi til kasta þingsins. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra tók við undirskriftum grásleppusjómanna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið STJÓRNSÝSLA Kröfufrestur ríkisins vegna 8,7 milljarða kröfu Reykja- víkurborgar rann út á föstudag. Borgin telur sig eiga inni vegna ósanngjarnra framlaga úr Jöfnunar- sjóði. Ebba Schram borgarlögmaður segir að sama dag og kröfufrestur- inn rann út hafi borist svör frá emb- ætti ríkislögmanns um að svar væri í vinnslu og þess væri að vænta fyrir lok vikulok. „Reykjavíkurborg mun því enn sem komið er bíða átekta svars íslenska ríkisins út þessa viku,“ segir hún. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráð- herra sveitarstjórnarmála, hefur þegar hafnað kröfunni í fjölmiðl- um. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku hefur byggðar- ráð Skagafjarðar mótmælt henni einnig og er að safna liði annarra sveitarfélaga gegn henni einnig. Óttast Skagfirðingar að krafan falli á Jöfnunarsjóð sjálfan sem myndi laska getu hans verulega. Borgarstjóri segir hins vegar að kröfunni sé beint gegn ríkinu en ekki sjóðnum sjálfum. Málið sé réttlætismál fyrir borgarbúa sem hafi hingað til niðurgreitt þjónustu sveitarfélaga með lægra skatthlut- fall. – khg Borgin gefur ríkislögmanni svarfrest út þessa viku S E YÐIS FJÖR ÐUR Hátt á þriðja hundrað einstaklinga skrifuðu undir undirskriftalista til að mót- mæla laxeldi í Seyðisfirði. Skipu- lagsstofnun auglýsti í lok nóvember frummatsskýrslu Fiskeldis Aust- fjarða um eldi í firðinum, en gert er ráð fyrir að ala þar tíu þúsund tonn af laxi. 6.500 tonn af frjóum laxi og 3.500 tonn af ófrjóum. Þóra Bergný Guðmundsdóttir var ein þeirra íbúa sem skiluðu undir- skriftalistanum til sveitarstjórnar Múlaþings í gær og segir hún Björn Ingimarsson bæjarstjóra hafa tekið vel í hugmyndir bæjarbúa. „Ég var að hitta hann í fyrsta skipti og leist bara mjög vel á hann. Hann tók mjög vel á móti okkur og fannst við hafa nokkuð til okkar máls að vilja ákveða þetta sjálf,“ segir Þóra. „ Þet t a sý nir hver su mik i l óánægja er með þetta hér í bænum. Þetta eru 280 raddir í einum kór. Raddir óánægðra íbúa,“ segir Þóra. „Ég myndi segja að þetta væri þokkalegur afrakstur, hér búa 650 manns.“ – bdj Mikil óánægja meðal íbúanna Undirskriftir voru afhentar í gær. MYND/GUNNAR GUNNARSSON STJÓRNMÁL Lilja Rafney Magnús- dóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, segir að frumvarp sitt um sam- vinnufélög muni verða tekið til atkvæðagreiðslu þó að það verði ekki fyrr en eftir áramót. Í frumvarpinu er kveðið á um beitingu dagsekta sé ekki farið að reglum um kynjahlutföll í stjórn- um fyrirtækja þar sem fleiri en 50 starfa. Þurfa þá minnst 40 prósent stjórnarmanna að vera konur. Þingmenn Miðf lokksins auk nokkurra þingmanna Sjálfstæðis- f lokksins fóru hörðum orðum um áformin á þingfundi á mánu- daginn, þau væru íþyngjandi og ekki væri gætt meðalhófs. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði að hægt yrði að ná markmiðunum með öðrum hætti. Frumvarpið var loks sent aftur til nefndar. „Það var niðurstaðan þegar það var ljóst að það stefndi í málþóf svo að þetta myndi ekki stífla önnur mikilvæg mál sem þarf að klára fyrir áramót,“ segir Lilja Rafn ey. Hún segir að viðbrögðin hafi komið sér á óvart þó að vitað sé um andstöðu sumra þingmanna. „Þetta opinberaði hvernig þeir eru þenkjandi, eins og árið sé 1930. Þetta er alveg með ólíkindum.“ Er þetta í þriðja skiptið sem Lilja Rafney leggur frumvarpið fram. „Það virðist vera að margir hunsi þessi lög. Við erum að horfa til þess að það séu viðurlög, sambærileg og eru í Noregi þar sem þessi mál eru með allt öðrum hætti. Málið hefur setið á hakanum inni í efnahags- og viðskiptanefnd vegna andstöðu nokkurra þingmanna þar, núna fór þetta inn í atvinnuveganefnd þar sem ég er formaður,“ segir hún. – ab Vill atkvæðagreiðslu um frumvarpið Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona VG Óli Björn Kárason er einn þeirra þingmanna sem mótmæla málinu. SAMFÉLAG Gríðar leg fjölgun hefur verið í um sóknum til Hjálp ræðis- hersins um matar að stoð fyrir jólin. Í Reykja vík er um að ræða 200 pró- senta aukningu og fyrir norðan er 30 prósenta aukning. „Það er rosa leg fjölgun. Það hefur verið að aukast frá því í sumar. Við höfum aldrei séð aðrar eins tölur,“ segir Hjör dís Kristins dóttir, foringi í Hjálp ræðis hernum í Reykja vík, í sam tali við Frétta blaðið. Í til kynningu frá Hjálp ræðis- hernum kemur fram að um 470 ein staklingar og pör fái að stoð frá Hjálp ræðis hernum í Reykja vík fyrir jólin, saman borið við 170 í desember í fyrra. Hjálp ræðis herinn í Reykja vík að stoðar ein stak linga og barn laus pör á höfuð borgar- svæðinu en fjöl skyldur geta sótt um að stoð til Hjálpar starfs kirkjunnar. Að stoðin er í formi gjafa korta í verslunum Krónunnar. – la Mun fleiri leita nú til Hersins 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.