Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 14
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Jón Hjaltalín Stefánsson
eðlisverkfræðingur,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn
1. desember. Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju, 10. desember kl. 15.
Vegna aðstæðna verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir
viðstödd athöfnina. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
MS-félag Íslands.
Birna Kjartansdóttir
Kjartan Jónsson
Guðrún Jónsdóttir Pooya Esfandiar
Snorri Brynjar Sölvason
Sara Birna Esfandiar
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Númi Friðriksson
lést í faðmi dætra sinna þann
2. desember á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Útför hans verður gerð frá Höfðakapellu,
föstudaginn 11. desember klukkan 13.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir.
Elva Dögg Númadóttir Þorleifur Lúðvíksson
Telma Hrönn Númadóttir Atli Haukur Arnarsson
Jóna Dís, Númi Már, Börkur Þorri, Arna Dögg,
Áki Rafn, Svandís Kara og Darri Hólm
Okkar ástkæri
Ásmundur Jóhannsson
Ási
byggingafræðingur,
Brúnavegi 9, Reykjavík,
lést á Hrafnistu, Laugardal, 2. desember.
Útförin fer fram frá Áskirkju, Reykjavík,
föstudaginn 11. desember kl. 16.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala
Hringsins. Útförinni verður streymt á
youtu.be/Kb6Bs-kq9Eo
Rúna Didriksen
Jóhann Ásmundsson Sigrún Júlía Kristjánsdóttir
Eva Ásmundsdóttir Jóhann Smári Karlsson
Sif Ásmundsdóttir Sigurjón Örn Ólason
Hanna Kristín Didriksen Ovidijus Zilinskas
Dagmar Ásmundsdóttir Geir Brynjar Hagalínsson
Ragnheiður Ásmundsdóttir Áslaugur Andri Jóhannsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona,
Líney Ingvarsdóttir
lést á Landspítalanum þ. 25. nóvember síðastliðinn.
Bálför hennar fór fram 2. desember.
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför Líneyjar.
Ingvar Á. Guðmundsson
Kristín Andersen
Sóley Margrét Ingvarsdóttir
Ólafur B. Ólafsson
Elskuleg systir, frænka og vinkona,
Ágústa K. Johnson
Flókagötu 61,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 10. desember kl. 13.00, að
viðstöddum nánustu aðstandendum.
Streymt verður frá athöfninni á slóðinni
youtu.be/qE4U9mRNS8k og einnig hægt að nálgast hana
á mbl.is/andlat. Þeim sem vilja minnast Ágústu er bent á
styrktarreikning Dómkirkjunnar, 513-26-3565,
kt. 5001695839.
Kristinn Johnson
Ásdís Kr. Smith
Edda Flygenring
Laufey Böðvarsdóttir
Ólöf Jónsdóttir
Faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Örn Aanes
vélstjóri,
Kársnesbraut 51,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi þann 3. desember.
Útför hans fer fram frá Garðakirkju föstudaginn
11. desember kl. 15.00. Aðstandendur vilja þakka
starfsfólki sem kom að umönnun hans fyrir alúð og
umhyggju. Vegna samkomutakmarkana verður streymt
frá útförinni á síðunni: www.netsamfelag.is
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristinn Jón Arnarson
Það var engin stór veisla haldin og ég ætla ekkert að kenna veirunni um það, heldur hefur félagsfælni mín aukist með aldrinum,“ segir Guðni Finnsson bassaleik-
ari, um hálfrar aldar afmælið sitt í gær.
„Við vorum bara saman fjölskyldan og
höfðum það notalegt. Ég hef gaman af
að búa til góðan mat, enda er það orðið
þannig að það gerir enginn neitt í eld-
húsinu nema ég, ég skipti mér svo mikið
af að fólk er hætt að reyna og kemur bara
í eldhúsið til að matast.“
Hann sleppur ekki með þetta, nú vil
ég vita hvað var á borðum. „Ég var á
tímabili að hugsa um að hafa mikinn
humar og svakalega steik en það er fullt
að gera í vinnunni þessa dagana svo það
endaði með að vera bara mikill humar.“
Guðni er að vinna í Hljóðfærahús-
inu við Síðumúla og að hans sögn er
þar alltaf líf og fjör. „Sem er gott. Ekki
er maður að spila svo mikið um þessar
mundir,“ segir hann. Kveðst þó ekkert
geta kvartað, hann hafi haft nóg að gera
áður en faraldurinn kom. Meðal þeirra
sem hann hefur spilað með síðustu árin
eru Mugison, Jónas Sig., Dr. Spock, Ens-
ími og Pollapönk.
En hvar og hvernig byrjaði ballið?
„Eins og margir þá slysaðist ég í þetta.
Ég er uppalinn á Neskaupstað og var
ráðinn sem söngvari í unglingahljóm-
sveit á staðnum. En þar var ágætur
vinur söngvari fyrir, svo ég varð f ljótt
einhver vandræðahlutur og var settur
á bassann meðan væri verið að finna
út úr þessu – og er enn á bassanum að
bíða eftir söngvarahlutverkinu! Annars
erum við með skemmtilega jólahljóm-
sveit hér í Hljóðfærahúsinu og ég fæ að
vera söngvari í henni.“
Það var árið 1989 sem Guðni f lutti
að austan. „Eins og gengur var það til
að elta stelpu,“ rifjar hann upp. „Móðir
mín spáði því að ég yrði kominn heim
eftir tvo mánuði með skottið á milli
lappanna en ég ákvað strax að láta það
ekki sannast og hef eiginlega skammar-
lega lítið farið austur síðan, mitt fólk er
þó allt þar. En ég hef spilað þar og kíkt
þangað á sumrin, mér þykir vænt um
æskustöðvarnar,“ segir Guðni sem er
fjölskyldumaður, harðgiftur, með tvö
börn á heimilinu og eitt uppkomið.
Athygli vekur að hann titlar sig lyft-
ingamann í símaskránni. „Það er nú eld-
gamall brandari sem ég hef ekki breytt,“
segir hann kíminn. „Ég hef aldrei verið
mikið að lyfta lóðum, meira glösum.
Sonur minn sér um lóðin.“
gun@frettabladid.is
Skráir sig lyftingamann
Hinn fimmtugi tónlistarmaður Guðni Finnsson á drjúgan feril að baki sem bassaleikari
í ýmsum böndum, en slysaðist í það hlutverk hjá unglingahljómsveit á Neskaupstað.
Guðni Finnsson plokkar bassa, svo fær hann að syngja í jólahljómsveit Hljóðfærahússins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Móðir mín spáði því að ég yrði
kominn heim eftir tvo mánuði
með skottið á milli lappanna en
ég ákvað strax að láta það ekki
sannast.
Merkisatburðir
1749 Skúli Magnússon er skipaður landfógeti, fyrstur
Íslendinga.
1793 Fyrsta dagblað í New York-borg, The American
Minerva, er stofnað af Noah Webster.
1926 Sjö hús brenna á Stokkseyri, eða mestallur miðhluti
þorpsins. Ekkert manntjón verður.
1956 Hamrafell, stærsta skip sem Íslendingar hafa þá
eignast, kemur til landsins. Það er 167 metra langt og getur
aðeins lagst að bryggju á einum stað á landinu, í Hafnarfirði.
1982 Kvikmyndin E.T. frumsýnd í Laugarásbíói. Það er
frumsýning myndarinnar í Evrópu.
9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT