Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 52
JÚLÍANNA SÉR MIKIÐ UM AÐ BEYGJA OG MÓTA SILFRIÐ OG ÉG SÉ UM AÐ KVEIKJA OG PÓLERA OG ALLT ÞAÐ SEM ER TÆKNI- LEGA FLÓKIÐ. Ester EINHVERN VEGINN VARÐ ÞAÐ SVO AÐ VIÐ VORUM KOMNAR AFTUR SAMAN FJÓRUM DÖGUM SEINNA OG BYRJAÐAR Á HUGMYNDAVINNU FYRIR KLIÐ. Júlíanna Þótt samstarf Júlíönnu Haf berg og Esterar Auðu nsdót t u r ha f i ekki staðið yfir í langan tíma, þá er það strax orðið einstaklega gjöf­ ult. Stöllurnar gáfu út línu af skart­ gripum sem hefur fengið nafnið Kliður, eftir ljóði sem Júlíanna samdi. Það er magnað að hugsa til þess að þær hafi í raun bara kynnst í september á þessu ári og strax komnar með fallega línu af skart­ gripum núna fyrir jól. „Ég sendi Esteri skilaboð á Insta­ gram í byrjun september og bauð henni í kaffi, til að spjalla um skart­ gripi. Ég vissi aðeins hver hún var og að hún hefði nýverið útskrifast sem gullsmiður, en ég hafði í nokkur ár verið að gera eyrnalokkana Tears in my Ears og hafði lengi langað til að gera „alvöru“ skartgripi úr silfri og gulli. Í rauninni var ég ekki með neitt plan um samstarf, heldur langaði mig bara að hitta hana og spjalla um skartgripi og bransann. En einhvern veginn varð það svo að við vorum komnar aftur saman fjórum dögum seinna og byrjaðar á hugmyndavinnu fyrir Klið. Síðan þá höfum við unnið að þessu öllum lausum stundum sem við höfum haft,“ segir Júlíanna. Ester tekur undir það að ferlið hafi gengið mjög fljótt fyrir sig. „Við höfðum í byrjun talað um að gera kannski 2­3 hluti saman fyrir jólin og sjá hvernig þetta gengi hjá okkur. En svo tók hönnunarferlið okkur mjög langa leið og við átt­ uðum okkur einn daginn á því að við værum komnar með heila línu. Það eru meira að segja margir hlutir og hugmyndir sem við tókum út, og því erum við með smá lager af útfærslum og hugmyndum sem við erum spenntar að vinna áfram með á nýju ári,“ segir Ester. Ólíkir styrkleikar Þær eru sammála um að samstarfið hafi gengið einstaklega vel fyrir sig. Þær séu líkar hvað varðar smekk og stíl, sem vissulega hjálpi. Þær segjast þó vera með rosalega mismunandi styrkleika og það sé þeim mögulega til framdráttar. „Ég er menntaður gullsmiður og hef því þessa tæknilegu þekkingu á smíðum, útfærslum og málmum. Ég hef líka starfað í ýmsum skartgripa­ verslunum og hef góðan skilning á því ferli sem á sér stað þar, og þekki aðeins inn á kúnnana og hegðun þeirra þegar kemur að því að kaupa skartgripi,“ segir Ester. „Ég er með BA­gráðu í hönnun úr Listaháskólanum og útskrifaðist nýverið úr skapandi leiðtoga­ og verkefnastjórnunarskólanum Kaos­ pilot í Danmörku. Þar að auki er ég myndlistarkona og algjör þúsund­ þjalasmiður. Mínir styrkleikar komu því sterkt fram í hugmynda­ og hönnunarferlinu sem og við allt það sem snertir verkefnastjórnun, og viðskipta­ og markaðssetningu. Það myndaðist því á milli okkar algjört traust fyrir því sem við vitum að hin er góð í og þann­ ig náum við til dæmis að skipta á milli okkar verkefnum fullkomlega og stíga inn á mismunandi stöðum með þekkingu og færni,“ segir Júlí­ anna. Hafa ólíka styrkleika Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þær Júlíanna og Ester hafi kynnst fyrir þremur mánuðum og séu nú komnar með heila skartgripalínu fyrir jólin. Hún heitir Kliður, eftir ljóði sem Júlíanna samdi í sumar. Ester og Júlíanna hafa unnið að gerð línunnar allar lausar stundir í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Mæðgurnar Þóra og Sunna sitja meðal annars fyrir. MYND/SAGA SIG Hægt er að skoða línuna nánar á klidur. com. MYND/SAGA SIG „Við smíðum alla skartgripina alfarið sjálfar úr sterlingssilfri. Júlíanna sér mikið um að beygja og móta silfrið og ég sé um að kveikja og pólera og allt það sem er tækni­ lega f lókið,“ bætir Ester við. Stjörnuteymi í tökum Nafn línunnar, Kliður, er úr ljóði sem Júlíanna samdi nú í sumar. „Innri kliður, líður upp og niður. Þessi setning er rosalega lýsandi fyrir það sem skartgripirnir standa fyrir. Línurnar koma síðan mikið til frá myndlistinni minni, en ég hef verið að teikna þessar f læðandi línur í mjög mörgu sem ég hef gert, bæði myndum og teikningum og ljóðum. Ég hef lengi verið að skrifa ljóð og teikna og er núna einnig að mála stór olíumálverk. Viðfangsefni mín eru alltaf í grunninn þessi auð­ mýkt og berskjöldun, tilfinningar og líðan, og er Kliður engin undan­ tekning frá því,“ segir Júlíanna. Myndirnar sem fylgja línunni hafa vakið mikla athygli, enda fengu þær einvalalið með sér í verk­ efnið. „Við fengum til liðs við okkur algjört stjörnuteymi til að gera myndatöku fyrir línuna, en Saga Sig tók allar myndir og svo sá Ísak Helgason um förðunina. Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstjóri tók síðan upp myndefni í tökunni sem er ótrúlega fallegt og svo fengum við Áslaugu Magnúsdóttur til þess að semja yfir myndefnið tón­ list. Myndefnið er enn í vinnslu og erum við spenntar að sýna frá því,“ útskýrir Ester. „Við höfðum ákveðnar hug­ myndir um það hvernig við vildum hafa tökuna. Okkur langaði að hafa mörg módel saman á myndunum. En þar sem þriðja bylgja hafði skoll­ ið á þá þurftum við að finna leiðir til þess að gera það. Því ákváðum við að hafa samband við fólk sem við vissum að væri nú þegar að umgangast hvert annað náið. Fengum við því bestu vinkonurnar Elínu og Vigdísi til að koma saman, mæðgurnar Þóru og Sunnu, og parið Camilo og Eydísi. Komu þau öll í hollum, ásamt Chanel Björk sem var stök,“ segir Júlíanna. „Þetta var einstaklega fallegur dagur og falleg myndataka. Orkan var svo góð á milli allra og það var gaman að fylgjast með hvað þetta var skemmtileg upplifun fyrir pörin að koma og gera eitthvað svona saman,“ bætir Ester við. Ýmis flækjustig Fyrst um sinn var ákveðinn spenn­ ingur fyrir að halda skemmtilegt opnunarpartí eða setja upp „pop­ up“ verslun í miðbænum yfir hátíð­ irnar. „En útlitið var bara ekkert rosa­ lega gott og ástandið var ekkert að batna. Þannig að við ákváðum bara að einbeita okkur að því að gera fal­ legt myndefni og heimasíðu. Við hlökkum svo bara til þess að geta gert skemmtilegan viðburð á næsta ári þar sem við erum meðal annars með hugmyndir og plön um list­ ræna sýningu á skartgripalínunni okkar,“ segir Ester. Júlíanna tekur undir það. „Ein­ hvern veginn hafa þessir f lóknu tímar verið góður jarðvegur fyrir svona verkefni. Það gafst miklu meiri tími og einbeiting, því það var jú svo lítið annað í gangi. Ég var nánast f lutt inn til Esterar og kærasta hennar, Hjálmars, þarna á tímabili því við unnum svo mikið saman og er Ester með verkstæði heima hjá sér þar sem við smíðum alla skartgripina. Auðvitað eru ýmis f lækjustig, en það eru kostir og gallar við þennan tíma sem hafa mótað verkefnið að því sem það er,“ segir hún að lokum. Hægt er að skoða línuna nánar á vefsíðunni klidur.com. stiengerdur@frettabladid.is 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.