Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 36
Þrátt fyrir 2 prósenta vaxtalækkun Seðla-banka Íslands á árinu, t i ltölu leg a stöðug t verðlag en versnandi efnahagshorfur, hafa langtíma raunvextir á Íslandi hækkað verulega síðustu mánuði. Þróun sem er á skjön við það sem er víðast erlendis og sem dæmi hefur bandaríski seðlabankinn lækkað stýrivexti um 150 punkta á sama tíma og langtíma raunvaxtamunur Íslands við Bandaríkin hefur meira en tvöfaldast á árinu og er nálægt 2 prósentum í dag. Fjármálaráðherra lét hafa eftir sér í lok nóvember að vel hefði gengið að fjármagna hátt í 300 milljarða króna hallarekstur ríkissjóðs á líðandi ári og „margir möguleikar“ væru fyrir hendi við fjármögnun hallans horft fram á veginn, sem stefnir í vel yfir 1.000 milljarða króna til ársins 2025. Þetta eru athyglisverð ummæli. Það sem af er ári hefur langmesti hluti fjármögnunar ríkissjóðs verið í formi stuttra skuldabréfa sem hafa að mestu verið fjármögnuð af fjár- málastofnunum, með fjármunum sem Seðlabankinn „úthýsti“ úr bundnum innlánum í bankanum síðastliðið vor. Útboð ríkissjóðs á lengri tíma skuldabréfum, sem og Lánasjóðs sveitarfélaga, hafa hins vegar gengið brösuglega og verið framkvæmd „á hnjánum“ þar sem nær öllum tilboðum fjárfesta í umræddum útboðum hefur verið tekið. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra ef markmiðið er að við- halda góðum fjármagnskjörum og endurspeglast í stöðugt versnandi lánsfjárkjörum ríkissjóðs og sveitar- félaga á lengri tíma skuldbindingum á síðari hluta ársins, þrátt fyrir vaxtalækkanir Seðlabankans. Ólíka þróun langtímavaxta hér og erlendis má að miklu leyti rekja til þess að vestrænir seðlabankar hafa almennt stutt við fjármögnun opinberra aðila og viðhaldið nægri eftirspurn á eftirmarkaði, sam- hliða mikilli fjárþörf útgefenda á frummarkaði. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur hins vegar verið skýr í málflutningi sínum og einfaldlega sagt að hér gildi önnur lögmál á Íslandi en í öðrum litlum, opnum hagkerfum. Seðlabankinn hefur því ekki treyst sér til að kaupa íslensk skuldabréf í neinum mæli sem skiptir, hingað til. Ummæli seðlabankastjóra þarf að setja í samhengi við skulda- söfnun ríkis og sveitarfélaga. Hið opinbera á Íslandi „spilar ekki í sömu deild“ og aðrar vestrænar þjóðir og efnahagsleg viðbrögð þurfa að taka mið af því. Erlendir seðlabankar og ríkissjóðir hyggjast víða stíga samstíga dans þar sem vöxtum til lengri og skemmri tíma er haldið lágum á meðan vonir eru um að vaxandi verðbólga og hag- vöxtur muni minnka skuldafjall heimsfaraldursins með tíð og tíma. Líkt og ofangreind þróun ber með sér, eru langtímavextir mun hærri hér en í öðrum þróuðum ríkjum og hljóta því að setja stífari skorður við skuldaaukningu en annars staðar. Jafnvel þótt ótti margra um að framtíðin muni bera með sér kreppuverðbólgu (vegna hárra skulda og mikils peningamagns) muni ekki rætast, er ljóst að áskor- un bíður íslenska þjóðarbúsins, að skapa þær útf lutningstekjur sem bera eiga uppi hagvöxt framtíðar, eftir að verstu áhrif heimsfarald- ursins hafa gengið yfir. Verði árleg- ur hagvöxtur sem dæmi almennt 2% næsta áratuginn, munu skuldir sem bandaríska ríkið fjármagnar í dag, minnka um 26% af lands- framleiðslu á tímabilinu, á meðan skuldir íslenska ríkisins lækka um 10% og skuldir íslenskra sveitar- félaga standa í stað. Það er engin sérstök ástæða til að óttast að skuldir hins opinbera verði ekki á endanum greiddar á tíma. Hitt er hins vegar ljóst að hin mikla skuldasöfnun í dag verður að sköttum og klyfjum framtíðarinnar – við því er engin töfralausn. Hið opinbera á Íslandi „spilar ekki í sömu deild“ og aðrar vestrænar þjóðir og efna- hagsleg viðbrögð þurfa að taka mið af því. Davos-ráðstefnan til Singapore Ráðstefnan The World Economic Forum, sem alla jafna er haldin í Davos í Sviss, verður færð til Singapore. Ástæðan er rakin til smithættu af COVID- 19 í Evrópu. Yfirleitt er ráðstefnan haldin í janúar en hafði áður verið færð fram í maí. Í október var tilkynnt að viðburðurinn yrði í borginni Lucerne sem er ekki jafn hátt uppi og Davos. Þetta verður í annað skiptið í 20 ára sögu ráðstefnunnar sem hún verður haldin í öðru landi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Skotsilfur -1,5% des jan feb mar apr maí jún júl ágú sep okt nóv des -1,0% -1,5% 0,0% 0,5% 1,0% 1,5% 2,0% 2,5% 10 ára raunvextir Ísland 10 ára raunvextir US Lánasjóður sveitarfélaga Skuldir framtíðarinnar  Agnar Tómas Möller sjóðstjóri skuldabréfa hjá Kviku eign- astýringu Dýrkeypt afskipti Fréttir af bóluefni hafa keyrt upp hlutabréfaverð Icelandair sem stendur nú í 1,7 krónum á hlut samanborið við útboðsgengið 1. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, sem bætti við sinn hlut í útboðinu, hefur á undanförnum dögum og vikum selt hluti í Icelandair með mörg hundruð milljóna króna hagnaði. Skörp hækkun bréfanna skapar þreifanlegan ávinning fyrir LSR en er umhugsunarefni fyrir sjóðfélaga Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem tók ekki þátt í útboðinu. Vitaskuld voru málefnalegar ástæður fyrir því að fjárfesta ekki í Icelandair og fleiri lífeyrissjóðir en LIVE ákváðu að sitja hjá. En ólíkt LIVE þá lék eng- inn vafi á því hjá hinum sjóðunum að stjórnir þeirra tóku sjálfstæða ákvörðun. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, beitti grímulausum þrýstingi fyrir opnum tjöldum og jafnvel þó að hann hefði dregið yfirlýsingar sínar til baka var skaðinn skeður. Óhjákvæmilegt var að grunsemdir myndu vakna um sjálfstæði stjórnarmanna LIVE. Afskipti hans kunna að hafa reynst sjóðfélögum dýrkeypt. Horfa til Arnarlax Fjárfestar vonast til þess að Arnarlax verði skráð tví- hliða í Kauphöll Íslands á nýju ári samhliða því að félagið færi sig yfir á Aðallistann í Noregi. Það er þrennt sem einkum er horft til; þrír íslenskir hluthafar, þar á meðal Kjartan Ólafsson stjórnar- formaður, eru á meðal þeirra tíu stærstu eftir vel heppnað hluta- fjárútboð á dögunum. Ef fram fer sem horfir verður fiskeldi í náinni framtíð ein af burðarstoðunum í útflutningstekjum þjóðarbúsins. Auk þess vex fyrirtækið hratt um þessar mundir en frá bankahruni hafa vaxtarfélög ekki sóst eftir skráningu í Kauphöllina sem skerðir verulega valkosti fjárfesta. Eins er líklegt að Marel muni fyrr en síðar hverfa af íslenska hlutabréfa- markaðnum og þá munar um að fá félag á markað sem er metið á 49 milljarða króna í norsku Kauphöll- inni. Vagg og vitleysa Kolbeinn Ótt- arsson Proppé, þingmaður VG, fullyrti að RÚV væri vagga upp- lýsingaflæðis á Íslandi. Því yrði að ausa meira fé í stofnunina. Það er rangt. RÚV hefur margoft misstigið sig og flutt rangar fréttir án þess að leiðrétta fréttaflutninginn. Nærtækt dæmi fyrir þingmanninn er að RÚV gerði því góð skil að farið væri fram á að Landspítalinn skæri niður í rekstrinum um 4,3 milljarða. Rétt fjárhæð er 400 milljónir. RÚV sá ekki sóma sinn í að koma skikk á eigin upplýsingaóreiðu. Sannleikurinn er sá að fjölbreytt fjölmiðlaflóra er bóluefnið gegn upplýsingaóreiðu. Ekki RÚV. 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.