Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 32
Skoðaðu bæklinginn á svefnogheilsa.is
Ö
ll
ve
rð
e
ru
b
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
in
ns
lá
tta
rv
ill
ur
.
MODULAX HVÍLDARSTÓLAR
HÖNNUN OG ÞÆGINDI Á HVERT HEIMILI
NÝTT!
MODULAX
MARGAR GERÐIR
Góð
hvíld
10
0%
SV
EFN – 100% HEILSA
100%
SVEFN – 100%
HE
IL
SA
ZERO
GRAVITY
ZERO
GRAVITY
IRIS
RAFSTILLANLEGUR
Verð 209.900.-
POSEIDON
RAFSTILLANLEGUR
Verð 249.900 kr.-
PANDORA
RAFSTILLANLEGUR
Verð 219.900.-
APOLLO
RAFSTILLANLEGUR
Verð 249.900.-
VÆNTANLEGUR
Í JANÚAR
MODULAX:
• 3-mótora hvíldarstóll.
• Handvirk og þægileg
höfuðpúðastilling 42°
• Innbyggð hleðslu-
rafhlaða. Endist 250
sinnum fyrir alla mótora.
SÆKTU APPIÐ
MODULAX OG SKOÐAÐU
HVERNIG STÓLLINN
LÍTUR ÚT Á ÞÍNU
HEIMILI
modulax.be
STILLINGAR
ALLA MODULAX STÓLA
ER HÆGT AÐ SÉRPANTA
SEM LYFTUSTÓLA
JAMES
STÓLL MEÐ
SKEMLI
Verð 149.900.-
GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ
JÓLABÆKLINGUR OKKAR ER KOMINN ÚT – FRÁBÆR TILBOÐ
Allt fyrir góðan svefn og betri heilsu
LISTHÚSINU LAUGARDAL s. 581 2233
BALDURSNESI 6, AKUREYRI s. 461 1150
UMBOÐSAÐILAR Húsgagnaval, Höfn í Hornafirði
og Bara snilld, Egilsstöðum | svefnogheilsa.isBALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK
Einn af ástsælustu hæginda-stólum sögunnar er úr sjón-varpsþáttunum Frasier sem
sýndir voru á árunum 1993 til 2004.
Í þeim bjó sálfræðingurinn Frasier
með föður sínum Martin sem
kom með hundinn Eddie og lúinn,
grænröndóttan hægindastól í búið.
Sjálfur átti Frasier heimsfrægan
Eames-hægindastól í ægiflottri
hönnunaríbúð og var stóll Martins
því mikið stílbrot.
Hægindastóll Martins hafði
stóru hlutverki að gegna. Hann
var sérhannaður af leikmunadeild
Frasier-þáttanna og bólstraður
með gatslitnu áklæði frá því um
1970. Hann var líka myndlíking
fyrir fjölskylduerjur sem risið geta
vegna lemstraðra en kósí mubla á
heimilum, þegar sumir vilja fá allt
nýtt. Eða eins og Daphne, vinkona
Frasiers, sagði í einum þáttanna, og
hún elskaði stól Martins: „Eins og
ég hef alltaf sagt, þá byrjar maður
með einni góðri mublu og skiptir
um rest þegar maður hefur efni
á því.“ Stóllinn er því jafnframt
prófsteinn á mælikvarðann um það
sem þú metur mest: Eru það hag-
kvæmni eða útlitið eitt og sér?
Kelsey Grammar, sem fór með
hlutverk Frasiers, sagði eitt sinn
að allir hefðu viljað eignast stól
Martins þegar þættirnir hættu en
að bannað hefði verið að taka neitt
úr settinu. Líklegast færi stóllinn
því á Smithsonian-safnið eins og
settið úr Staupasteini (e. Cheers).
8 KYNNINGARBLAÐ 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RHÆGINDASTÓLAR
Stóllinn Lou Speak Driade er falleg
hönnun og klæddur lúxusleðri.
Einn þekktasti hönnuður nútímans, hinn franski Phil-ippe Starck þykir hafa einstaka
framtíðarsýn og sköpun hans
þykir einstök. Hann vill að hlutir
sem hann hannar séu gagnlegir en
óhefðbundnir. Sömuleiðis er hann
ákaflega umhverfisvænn í hönnun
sinni og er meðvitaður um sjálf-
bærni og loftslagsvá. Hönnun hans
nær til smávöru á borð við sítrónu-
pressu upp í hótel og stórsnekkjur,
vindmyllur og rafmagnsbíla. Phil-
ippe er hugsjónamaður, skapari,
arkitekt, hönnuður og listrænn
stjórnandi.
Philippe fæddist árið 1949.
Faðir hans var verkfræðingur og
flugvirki sem hafði mótandi áhrif
á soninn í æsku. Philippe hefur
hannað mikinn fjölda lúxushótela
um allan heim og hlotið margvís-
legar viðurkenningar. Þá hefur
hann hannað bæði veitingastaði
og næturklúbba. Húsgögn hans og
smávara til heimilisins hafa verið
mjög vinsælar vörur.
Stóllinn á myndinni er hæginda-
stóll með snúningssetu. Hann þykir
svo þægilegur að fólk vill helst
sitja sem lengst. Þar fyrir utan er
hann glæsilegur í stofunni. Stóllinn
nefnist Lou Speak Driade og er hluti
af Lou stólasamstæðu eftir Philippe
Starck.
Glæsilegur
frá Starck
John Mahoney sem Martin Frasier í
stólnum góða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Prófsteinn á mælikvarða góðra gilda
Minningin um þennan sófa á eftir
að lifa lengi í hugum þeirra sem
ólust upp á 10. áratugnum.
Eftir erfiðan dag er gott að hlamma sér í sófann og slaka á. Persónur í frægum sjón-
varpsþáttum njóta þess líka og
áhorfendur hafa eytt miklum tíma
á sófanum með mörgum þeirra.
Þegar talað er um fræga sjón-
varpssófa hugsa líklega margir um
sófann á kaffihúsinu í Friends. Í
þáttunum er meira að segja gert
grín að því hvað aðalpersónurnar
eyða miklum tíma þar. Í einum
þætti var hópur sem var mjög líkur
þeirra eigin búinn að taka sófann
yfir og í öðrum taka hrekkjusvín
sófann af Ross og Chandler. En
sófinn var yfirleitt frátekinn fyrir
vinahópinn, sem má sjá á litlu skilti
á borðinu. Þess vegna gátu per-
sónur þáttarins alltaf gengið að því
vísu að geta hist þar og það skapaði
margar eftirminnilegar stundir.
Sófinn á heimili Simpson-fjöl-
skyldunnar er annar sem er
greyptur í minni ófárra Íslendinga.
Í byrjuninni á hverjum einasta
þætti kemur brandari sem tengist
sófanum og misvel heppnuðum til-
raunum fjölskyldunnar til að tylla
sér þar og ófá ógleymanleg augna-
blik hafa átt sér stað á þessum sófa.
Frægustu sófar
sjónvarpsins