Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 38
Við höldum að við
séum svo æðisleg,
við erum svo flott, svo
jafnréttissinnuð, við erum
algjört æði. Samt erum
við í rauninni bara
hallærisleg, lummó.
Brynjar Níelsson, þing-
maður Sjálfstæðis-
flokksins
07.12.2020
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 9. desember 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Helgi Vífill
Júlíusson
SKOÐUN
Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður dýr á fóðrum á næst-unni. Einungis örfáar hræður
koma til landsins og umfangs-
mikil stækkun stendur fyrir
dyrum. Brýnt er að ríkið leiti
leiða til komast hjá þeim miklu
fjárútlátum. Annaðhvort með því
að selja f lugstöðina – sem væri
æskilegt – eða fá einkaaðila, þar
með talið fagaðila í f lugrekstri
og lífeyrissjóði, til að koma að
uppbyggingunni og rekstrinum í
meira mæli. Ekkert er unnið við
að setja f lugvöllinn á fjárlög en
ýmsu fórnað.
Talið er að ríkissjóður verði
rekinn með tæplega 600 milljarða
króna halla í ár og á næsta ári í
ljósi aðgerða til að stemma stigu
við áföllum tengdum COVID-19.
Mikið er rætt um að fjárhagsstaða
ríkissjóðs sé góð og því hafi hann
burði til að skuldsetja sig veru-
lega. Minna er horft til þess að
jafnvel þótt skuldsetningin verði
í meðallagi árið 2025 í saman-
burði við önnur þróuð ríki, verður
vaxtabyrðin sú mesta miðað við
núverandi vaxtastig. Það verður
að horfa til beggja þessara þátta
þegar rætt er um skuldsetningu.
Eins verður að taka tillit til þess
að Ísland er með minnsta gjald-
miðil í heimi. Landið verður því
að standa betur að vígi en aðrar
þjóðir til að laða að erlenda fjár-
festa og halda fjármagni innan
lands. Til viðbótar eru hagvaxtar-
horfur í ár og fyrir næsta ár ekki
eins bjartar og í helstu viðskipta-
löndum okkar. Mörg rök hníga
að því að draga úr skuldsetningu
ríkisins ef kostur er.
Efnahags- og framfarastofnunin
(OECD) varpaði nýverið ljósi
á að Leifsstöð væri einn óhag-
kvæmasti og dýrasti f lugvöllur í
Evrópu. Jafnvel í samanburði við
f lugvelli af sömu stærð sem taka á
móti svipuðum fjölda farþega og
starfræktir eru við sambærilegar
veðurfarsaðstæður.
OECD leggur til að leitað verði
leiða til að auka samkeppnis-
hæfni Leifsstöðvar til dæmis með
breyttu eignarhaldi eða að bjóða
út tiltekinn rekstur f lugvallarins.
Slíkt tíðkast erlendis. Á árunum
2010 til 2016 næstum tvöfaldaðist
hlutfall f lugvalla í einkaeigu eða
einkarekstri í Evrópu, úr 22 pró-
sentum í 41 prósent. Á sama tíma
jókst farþegafjöldi þeirra úr 48
prósentum í 74 prósent. Stjórn-
völd eru því í vaxandi mæli að
treysta markaðnum fyrir rekstri
f lugvalla.
Óþarfi er að óttast aðkomu fjár-
festa að Leifsstöð. Flugvellir eiga í
alþjóðlegri samkeppni um hvert
f lugfélög f ljúga. Alþjóðlegi f lug-
völlur okkar eyjarskeggja starfar
ekki í tómarúmi heldur þarf að
leita leiða til að þjónusta alþjóðleg
f lugfélög og ferðamenn sem best.
Dýr
Leifsstöð
Vantar þig blaðið í dag, í gær
eða kannski helgarblað frá því
í fyrra?
Kíktu á BLÖÐIN á frettabladid.is
Á frettabladid.is finnur
þú Fréttablaðið í dag og safn
eldri blaða undir flipanum
Blöðin
Lestu Fréttablaðið
þegar þér hentar á
frettabladid.is
Hagnaður Kauphallar Íslands, sem er í eigu Nasdaq-samstæðunnar, jókst um 21 prósent á milli ára og var 70,6 milljónir
króna árið 2019. Tekjur jukust um 15 prósent
á milli ára og námu 573 milljónum króna. Arð-
semi eiginfjár var 20 prósent.
Eigið fé Kauphallarinnar var 385 milljónir
króna við árslok. Eiginfjárhlutfallið var 57
prósent. Samkvæmt ársreikningi leggur
stjórn félagsins til að ekki verði greiddur
arður til hluthafa á árinu 2020 vegna ársins
2019. Hugsanlega verði þó boðað til hluthafa-
fundar síðar á árinu og lögð fram tillaga um
arðgreiðslu.
Um 50 prósent af tekjum Kauphallar-
innar má rekja til fimm stærstu viðskipta-
vina félagsins. Í lok síðasta árs voru 24 félög
skráð á hlutabréfamarkað, þar af fjögur á
First North. Markaðsvirði skráðra skulda-
bréfa jókst um fjögur prósent á milli ára og
nam 2.645 milljörðum króna við árslok, þar
af voru 708 milljarðar ríkisskuldabréf. – hvj
Hagnaður Kauphallarinnar eykst
Magnús
Harðarson, forstjóri
Kauphallarinnar.