Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.12.2020, Blaðsíða 8
COVID -19 Vendipunktur varð í þróun kórónaveirufaraldursins sem hefur geisað um heiminn og litað samfélög hans frá því í upp- hafi þessa árs, þegar hin 90 ára gamla Margaret Keenan varð fyrsti Bretinn til þess að fá bóluefni sem Pfizer framleiddi gegn veirunni. Keenan, sem sagði bólusetn- inguna vera frábæra fyrir fram afmælisgjöf, fékk fyrsta skammt- inn af þeim 800.000 skömmtum af bóluefni sem sprautað verður í fólk í Bretlandi næstu vikurnar. Stefnt er að því að allt að fjórar milljónir manna verði bólusettar í Bretlandi áður en árið rennur sitt skeið. Talið er bandaríska lyfjaeftir- litið muni heimila bólusetningu þar í landi fyrir forgangshópa á fundi sínum sem haldinn verður á morgun. Þá muni Evrópska lyfja- stofnunin taka ákvörðun um hve- nær bólusetning hefjist í löndum Evrópusambandsins á fundi sínum 29. desember næstkomandi. Ísland hefur tryggt sér aðgang að nægi- legu magni til þess að bólusetja alla þjóðina í gegnum samninga sem Evrópusambandið hefur gert. Pfizer var fyrsta fyrirtækið til að fá leyfi fyrir notkun á bóluefni sínu. Moderna, sem átti raunar óprófaða útgáfu af bóluefni fyrir veiru sam- svarandi kórónaveirunni í janúar á þessu ári mun svo innan skamms hefja dreifingu á sínu bóluefni. Um er að ræða umfangsmestu bólusetningu í heiminum í sögunni. Bloomberg segir að eins og staðan sé núna hafi 7,85 milljarðar skammta af bóluefninu verið pantaðir af þjóðum heims. Það dugir fyrir fólksfjölda heimsins en í sumum tilfellum þarf að gefa bóluefnið í tveimur jöfnum skömmtum. Kínverjar og Rússar hafa þróað eigin bóluefni og heimiluðu notkun þeirra í júlí fyrr á þessu ári, áður en þau voru prófuð að fullu. Pfizer hefur í hyggju að framleiða 50 milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs og síðan 1,3 milljarða fyrir árslok 2021. Moderna býst hins vegar við því að framleiða 20 millj- ónir skammta fyrir Bandaríkin í desember og 100 milljónir skammta fyrir heiminn allan. AstraZeneca er hins vegar stórtækasti framleiðand- inn þar sem lyfjafyrirtækið ætlar að framleiða 3 milljarða skammta. Töluverða umgjörð þarf við flutn- ing á bóluefninu á milli staða en margar þjóðir, þar á meðal Banda- ríkin, munu fá Covax, sem er fyrir- tæki sem starfar á vegum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar til þess að sjá um f lutninginn til sín. Evrópusambandið mun hafa milli- göngu um f lutninginn til landa sambandsins. Þá mun mexíkóski milljarðamæringurinn Carlos Slim sjá að mestu leyti um flutninginn til landanna í Suður-Ameríku fyrir utan Brasilíu. Þrátt fyrir að margir séu orðnir óþreyjufullir eftir komu bóluefnis- ins á markað og skilji ekki hvers vegna það tekur svo langan tíma að þróa lyf sem nú þegar var til óprófað á lager hjá Moderna í það minnsta, þá er bóluefnið að koma á markað á methraða. Alla jafna tekur það nokkur ár að setja saman og þróa slíkt bóluefni. hjorvaro@frettabladid.is Bólusetnig fer á fullt víða um heiminn á allra næstu vikum Margaret Keenan varð í gær fyrsti Bretinn til að vera bólusett gegn kórónaveirunni þar í landi. Tæpu ári eftir að hafa þróað óprófaða gerð af bóluefni er Moderna í startholunum að setja það á markað. Banda- ríkjamenn stefna að því að fylgja fordæmi Breta á næstu dögum og Evrópubúar í upphafi næsta árs. Margaret Keenan var fagnað í kjölfar þess að hún fékk bóluefnið á sjúkrahúsinu í Coventry. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 7,85 milljarðar skammtar af bóluefni hafa verið pantaðir. Hörð mótmæli í Mumbai Fjöldi fólks kom saman og mótmælti nýlegum breytingum indverskra stjórnvalda á landbúnaðarkerfi landsins í Mumbai. Bændur eru ekki alls kostar sáttir við þá kjaraskerðingu sem felst í breytingunum og þustu reiðir út á götu til þess að láta megna óánægju sína í ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY COVID-19 Almannavarnadeild rík is - lögreglustjóra sendi frá sér tilkynn- ingu í gær þar sem landsmenn voru varaðir við því að dæmi væru frá löndum í Evrópu um sölu á efni sem markaðssett sé sem bóluefni en sé það alls ekki. Í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna gaf Europol út viðvörun til aðildarríkja sinna vegna upp- lýsinga um að skipulagðir brota- hópar nýttu tækifærið til að búa til og selja önnur efni en eru auglýst sem bóluefni. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra varar við því keypt séu efni sem í besta falli veiti falska vörn og vinni gegn markmiðum yfir- valda til að ná faraldrinum niður og í versta falli geta verið hættuleg heilsu fólks. – hó Vara við sölu á efni sem veitir falska vörn SAMGÖNGUR Flugvélaframleiðand- inn Boeing af henti í gær banda- ríska f lugfélaginu United Airlines fyrsta eintakið af MAX 737 vél, sem farið hefur í gegnum endurbætur á búnaði sínum, eftir að tvær vélar af slíkri gerð brotlentu fyrir tæpum tveimur árum. Þetta er afar mikilvægur áfangi fyrir Boeing og fyrsta skrefið í átt til þess að bæta tekjuflæði fyrirtækis- ins sem hefur verið af skornum skammti eftir f lugslysin. Boeing er með 450 Max-flugvélar sem hafa ekki verið í notkun síðan í mars 2019 þegar 346 fórust í f lugi í vélum af þeirri gerð. Bandarísk flug- málayfirvöld afléttu banni við Max- flugvéla í lofthelgi sinni um miðjan nóvember síðastliðinn. Yfirvöld annars staðar í heim- inum eiga eftir að taka ákvörðun um hvort þau fylgi fordæmi banda- rískra kollega sinna. Boeing stefnir að því að afhenda helming Max-véla sinna lok næsta árs. Lokið verði svo við að afhenda allar vélarnar árið 2022. – hó Boeing afhenti fyrsta eintakið úr yfirhalningu HRYÐJUVERK Leyniþjónusta Nýja- Sjálands og lögregla landsins gerðu mistök í aðdraganda hryðju- verkaárásarinnar sem framin var í Christchurch 15. mars í fyrra. Þetta er niðurstaða þarlendrar rann- sóknar. Hins vegar  segir í skýrslu um málið að  óvíst sé hvort mögu- legt hefði verið að koma í veg fyrir árásina. Fjöldi tillagna að úrbótum eru listaðar í skýrslunni og Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjá- lands, lofaði að innleiða þær þegar hún kynnti niðurstöðu skýrslunnar í gærmorgun. Tæplega þrítugur Ástrali varð 51 manni að bana og særði fjöru- tíu í árás á tvær moskur í borginni. Innan við tuttugu mínútum eftir að tilkynnt var um atlögurnar var lög- reglan búin að yfirbuga manninn.  Árásarmaðurinn afplánar lífs- tíðardóm sem hann fékk í ágúst síðastliðnum. – hó Viðurkenna mistök í Christchurch Jacinda Arden forsætisráðherra. 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.