Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2020, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.12.2020, Qupperneq 8
COVID -19 Vendipunktur varð í þróun kórónaveirufaraldursins sem hefur geisað um heiminn og litað samfélög hans frá því í upp- hafi þessa árs, þegar hin 90 ára gamla Margaret Keenan varð fyrsti Bretinn til þess að fá bóluefni sem Pfizer framleiddi gegn veirunni. Keenan, sem sagði bólusetn- inguna vera frábæra fyrir fram afmælisgjöf, fékk fyrsta skammt- inn af þeim 800.000 skömmtum af bóluefni sem sprautað verður í fólk í Bretlandi næstu vikurnar. Stefnt er að því að allt að fjórar milljónir manna verði bólusettar í Bretlandi áður en árið rennur sitt skeið. Talið er bandaríska lyfjaeftir- litið muni heimila bólusetningu þar í landi fyrir forgangshópa á fundi sínum sem haldinn verður á morgun. Þá muni Evrópska lyfja- stofnunin taka ákvörðun um hve- nær bólusetning hefjist í löndum Evrópusambandsins á fundi sínum 29. desember næstkomandi. Ísland hefur tryggt sér aðgang að nægi- legu magni til þess að bólusetja alla þjóðina í gegnum samninga sem Evrópusambandið hefur gert. Pfizer var fyrsta fyrirtækið til að fá leyfi fyrir notkun á bóluefni sínu. Moderna, sem átti raunar óprófaða útgáfu af bóluefni fyrir veiru sam- svarandi kórónaveirunni í janúar á þessu ári mun svo innan skamms hefja dreifingu á sínu bóluefni. Um er að ræða umfangsmestu bólusetningu í heiminum í sögunni. Bloomberg segir að eins og staðan sé núna hafi 7,85 milljarðar skammta af bóluefninu verið pantaðir af þjóðum heims. Það dugir fyrir fólksfjölda heimsins en í sumum tilfellum þarf að gefa bóluefnið í tveimur jöfnum skömmtum. Kínverjar og Rússar hafa þróað eigin bóluefni og heimiluðu notkun þeirra í júlí fyrr á þessu ári, áður en þau voru prófuð að fullu. Pfizer hefur í hyggju að framleiða 50 milljónir skammta af bóluefni fyrir lok árs og síðan 1,3 milljarða fyrir árslok 2021. Moderna býst hins vegar við því að framleiða 20 millj- ónir skammta fyrir Bandaríkin í desember og 100 milljónir skammta fyrir heiminn allan. AstraZeneca er hins vegar stórtækasti framleiðand- inn þar sem lyfjafyrirtækið ætlar að framleiða 3 milljarða skammta. Töluverða umgjörð þarf við flutn- ing á bóluefninu á milli staða en margar þjóðir, þar á meðal Banda- ríkin, munu fá Covax, sem er fyrir- tæki sem starfar á vegum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar til þess að sjá um f lutninginn til sín. Evrópusambandið mun hafa milli- göngu um f lutninginn til landa sambandsins. Þá mun mexíkóski milljarðamæringurinn Carlos Slim sjá að mestu leyti um flutninginn til landanna í Suður-Ameríku fyrir utan Brasilíu. Þrátt fyrir að margir séu orðnir óþreyjufullir eftir komu bóluefnis- ins á markað og skilji ekki hvers vegna það tekur svo langan tíma að þróa lyf sem nú þegar var til óprófað á lager hjá Moderna í það minnsta, þá er bóluefnið að koma á markað á methraða. Alla jafna tekur það nokkur ár að setja saman og þróa slíkt bóluefni. hjorvaro@frettabladid.is Bólusetnig fer á fullt víða um heiminn á allra næstu vikum Margaret Keenan varð í gær fyrsti Bretinn til að vera bólusett gegn kórónaveirunni þar í landi. Tæpu ári eftir að hafa þróað óprófaða gerð af bóluefni er Moderna í startholunum að setja það á markað. Banda- ríkjamenn stefna að því að fylgja fordæmi Breta á næstu dögum og Evrópubúar í upphafi næsta árs. Margaret Keenan var fagnað í kjölfar þess að hún fékk bóluefnið á sjúkrahúsinu í Coventry. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 7,85 milljarðar skammtar af bóluefni hafa verið pantaðir. Hörð mótmæli í Mumbai Fjöldi fólks kom saman og mótmælti nýlegum breytingum indverskra stjórnvalda á landbúnaðarkerfi landsins í Mumbai. Bændur eru ekki alls kostar sáttir við þá kjaraskerðingu sem felst í breytingunum og þustu reiðir út á götu til þess að láta megna óánægju sína í ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY COVID-19 Almannavarnadeild rík is - lögreglustjóra sendi frá sér tilkynn- ingu í gær þar sem landsmenn voru varaðir við því að dæmi væru frá löndum í Evrópu um sölu á efni sem markaðssett sé sem bóluefni en sé það alls ekki. Í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna gaf Europol út viðvörun til aðildarríkja sinna vegna upp- lýsinga um að skipulagðir brota- hópar nýttu tækifærið til að búa til og selja önnur efni en eru auglýst sem bóluefni. Almannavarnadeild ríkislög- reglustjóra varar við því keypt séu efni sem í besta falli veiti falska vörn og vinni gegn markmiðum yfir- valda til að ná faraldrinum niður og í versta falli geta verið hættuleg heilsu fólks. – hó Vara við sölu á efni sem veitir falska vörn SAMGÖNGUR Flugvélaframleiðand- inn Boeing af henti í gær banda- ríska f lugfélaginu United Airlines fyrsta eintakið af MAX 737 vél, sem farið hefur í gegnum endurbætur á búnaði sínum, eftir að tvær vélar af slíkri gerð brotlentu fyrir tæpum tveimur árum. Þetta er afar mikilvægur áfangi fyrir Boeing og fyrsta skrefið í átt til þess að bæta tekjuflæði fyrirtækis- ins sem hefur verið af skornum skammti eftir f lugslysin. Boeing er með 450 Max-flugvélar sem hafa ekki verið í notkun síðan í mars 2019 þegar 346 fórust í f lugi í vélum af þeirri gerð. Bandarísk flug- málayfirvöld afléttu banni við Max- flugvéla í lofthelgi sinni um miðjan nóvember síðastliðinn. Yfirvöld annars staðar í heim- inum eiga eftir að taka ákvörðun um hvort þau fylgi fordæmi banda- rískra kollega sinna. Boeing stefnir að því að afhenda helming Max-véla sinna lok næsta árs. Lokið verði svo við að afhenda allar vélarnar árið 2022. – hó Boeing afhenti fyrsta eintakið úr yfirhalningu HRYÐJUVERK Leyniþjónusta Nýja- Sjálands og lögregla landsins gerðu mistök í aðdraganda hryðju- verkaárásarinnar sem framin var í Christchurch 15. mars í fyrra. Þetta er niðurstaða þarlendrar rann- sóknar. Hins vegar  segir í skýrslu um málið að  óvíst sé hvort mögu- legt hefði verið að koma í veg fyrir árásina. Fjöldi tillagna að úrbótum eru listaðar í skýrslunni og Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjá- lands, lofaði að innleiða þær þegar hún kynnti niðurstöðu skýrslunnar í gærmorgun. Tæplega þrítugur Ástrali varð 51 manni að bana og særði fjöru- tíu í árás á tvær moskur í borginni. Innan við tuttugu mínútum eftir að tilkynnt var um atlögurnar var lög- reglan búin að yfirbuga manninn.  Árásarmaðurinn afplánar lífs- tíðardóm sem hann fékk í ágúst síðastliðnum. – hó Viðurkenna mistök í Christchurch Jacinda Arden forsætisráðherra. 9 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.