Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Page 2
Einfaldir menn og reglur
S varthöfði er ekki flók-inn maður. Hann kann að meta að vakna á
sama tíma á hverjum degi,
borða klassískan hafragraut
með engum óþarfa sætuefn-
um eða ávaxtarugli, skila svo
grautnum akkúrat tuttugu
mínútum eftir fyrsta kaffi-
bollann og horfa á fréttatím-
ann á hverju kvöldi – þó svo
fréttatími sjónvarpsins sé
úreltur miðill sem endursegir
aðeins fréttir sem hægt var
að lesa á netmiðlum mörgum
klukkustundum fyrr. Sem
sagt einfaldur rútínumaður.
Þess vegna hafa þessar
sóttvarnaaðgerðir valdið því
að Svarthöfði er búinn að
naga neglur sínar svo mikið
að ef hann er alveg hrein-
skilinn er hann eiginlega
að stunda mannát á þessum
tímapunkti.
Að vita hvaða fjöldatak-
markanir gilda á hverjum
tíma í dag er eins og að spila
flókið borðspil. Fyrst þarf að
reikna út hvað viðstaddir eru
gamlir. Börn teljast ekki inni í
takmörkum. Svo þarf að gera
upp á milli fjölskyldumeðlima
og vina til að velja inn í svo-
nefnda jólakúlu. Ekki líklegt
til vinsælda enda eru fjöl-
skyldumeðlimir oft fljótir til
að stökkva í fýlu þegar gert
er upp á milli þeirra.
Fimmtán manna hópur má
ekki koma saman á heimili,
en má koma saman á veitinga-
stað og tæknilega séð geta
allir farið saman í IKEA og
í sund.
Svo eru þekktir tónlistar-
menn að boða jólatónleika
heima í stofu. Á einum tón-
leikunum eru búið að auglýsa
rúmlega tíu söngvara, tvo
kóra, stórhljómsveit og dans-
ara. Á bak við útsendinguna
er líklega stórt lið af tækni-
mönnum og öðrum. Líklega
eru þarna fleiri tugir að fara
að koma saman og enginn
getur sannfært Svarthöfða
um annað en að þessi hópur sé
líka að hittast til að æfa fyrir
tónleikana. Og þetta má fyrir
einhverja furðulega ástæðu?
Þetta er í lagi en það er ekki
í lagi fyrir tuttugu manna
vinnustað að fara saman í
jólahlaðborð.
Ekki efast Svarthöfði um
að þetta sé allt byggt á ein-
hverjum útreikningum, ex-
cel-skjölum, rannsóknum og
krúsídúllum.
Fyrir þá sem komu ekki
að því að búa þessar reglur
til geta þær virkað nokkuð
ósanngjarnar milli hópa.
Sund opið en ekki ræktin, rök-
stuðningurinn er fleiri smit
sem hafa greinst á líkams-
ræktarstöðvum. Samt er ekki
tekið tillit til þess að saman-
burðurinn er ósanngjarn í því
ljósi að mun fleiri sækja lík-
amsræktarstöðina svo smitin
eru líklega ekki fleiri hlut-
fallslega miðað við höfðatölu.
Þegar reglur eru flóknar og
illskiljanlegar, þá geta margir
einfaldir einstaklingar fengið
þá flugu í hausinn að virða
megi þær að vettugi.
Svarthöfði hefði frekar
viljað sjá óbreyttar reglur.
Ennþá harðar en einfaldari.
Bönnum frekar öll jólaboð
en að láta Svarthöfða þurfa
að gera upp á milli móður-
systkina og kunningja. Því
þegar faraldurinn er búinn
þá þarf Svarthöfði samt enn
að lifa með þeim ákvörðunum.
Og enginn er langræknari en
svikin frænka. n
SVART HÖFÐI
Aðalnúmer: 550 5060
Auglýsingar: 550 5070
Ritstjórn: 550 5070
FRÉTTA SKOT
550 5070
abending@dv.is
Er pabbi þinn heima?
É
g varð 36 ára gömul í vikunni en fann
mig engu að síður í sömu stöðu og
þegar ég var þrítug, tvítug og tíu ára.
Mér eldri karlmaður vildi ræða við
annan karlmann um mín störf.
Ég hef áður skrifað um það sem ég
kalla „Er pabbi þinn heima?“ heilkenni en það var
fyrir sléttum sex árum og þá var ég að furða mig á
því að ég væri enn að lenda í slíkum aðstæðum. Þá
var ég framkvæmdastjóri markaðssviðs Skjásins og
var mætt á fund með manni sem ég var að íhuga að
stunda stórtæk viðskipti við.
Ég lokaði dyrunum á fundarherberginu, settist við
borðið og hóf fundinn. Það voru ekki liðnar fimm
mínútur þegar maðurinn, sem er alla jafna kurteis
og skemmtilegur, sagði: „Ég bjóst nú við að forstjór-
inn sæti fundinn.“ Með þessu fylgdi: „Er pabbi þinn
heima?“-svipurinn. Þessi ágæti maður sem er þó
nokkuð eldri en ég var að vísa í karlkyns
forstjóra á svipuðu reki og hann sjálfur.
Hann vildi sem sagt eiga „karlaspjall“.
Sami maður vísaði í mig stuttu seinna
í símtali við forstjórann sem „stelp-
una“ þar sem hann setti út á störf
mín og benti á að ég ætti að vera
í sjónvarpi – ekki á skrifstofu. Ég
held að hann hafi séð það sem hrós.
Áðurnefnt heilkenni einkennir oft
eldri karlmenn sem treysta sér illa
til að tala við konur, sérstaklega
ef þær eru yngri en þeir. Heil-
kennið lýsir sé meðal annars
í ótta eldri manns sem horfir
yfir öxlina á konum í von
um að finna annan eldri
mann til að mynda augn-
samband og ræða við.
Það var svo í liðinni
viku sem þjóðþekktur
maður, sem er alla jafna
þeyttur rjómi, hafði
samband við eiginmann
minn til að ræða starf mitt og
verkefni dagsins. Þetta fannst
mér ömurlegt. Atvikið þótti
mér niðurlægjandi fyrir annars
frábæran mann að ræða við
eiginmann minn um mín störf. Störf sem téður eigin-
maður hefur ekkert með að gera og ég hef reynt að
setja hann sem minnst inn í.
Ég hefði tekið því vel að ræða og útlista málið beint
við manninn þó það reyndar hafi alls ekki fjallað um
hann, heldur dóttur hans. En jú, pabbi hefur samband
við eiginmann ritstjóra.
Ég held því alls ekki fram að þetta tilvik, né það
sem fyrr er rætt, sé sprottið af slæmum ásetningi
eða dónaskap. Þetta er gamli hugsunarhátturinn sem
er svo baneitraður. Ég er þrjátíu og fokking sex ára!
Ekki klaga mig í eiginmann minn, pabba minn, eða
aðra mér eldri karlmenn á svæðinu. Ekki tala fram
hjá mér á fundum og ekki voga þér að halda að ég
geti ekki talað mínu máli og gert heilkennið í þér fok-
helt ef þarf.
Nei! Pabbi minn er ekki heima! n
UPPÁHALDS
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is
FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Sigurbjörn Richter,sigurbjorn@dv.is PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000.
Pabbi, hvað er feðraveldi? MYND/GETTY
Vigdís Hauksdóttir, borgar-
fulltrúi Miðflokksins, deilir
með okkur 5 uppáhalds á
aðventu og jólum. Vigdís er
blómaskreytinga- og garð-
yrkjufræðingur og er fyrsti
Íslandsmeistarinn í blóma-
skreytingum. „Það eru alltaf
sömu fimm hlutirnir sem
ég fæ mér á aðventunni og
fyrir jólin. Ég er með frekar
skandinavískan og ein-
faldan smekk þegar kemur
að þessum árstíma. Vil hafa
hlutina einfalda og flotta
þannig að eitt skyggi ekki á
annað,“ segir Vigdís.
1 Rauðir túlípanar
Get ekki verið án þeirra á
aðfangadag.
2 Rauður amaryllis í potti
Verð að eiga einn slíkan á
aðventunni.
3 Rauð lítil epli
sem ég kaupi úti í matvöru-
búð. Ómissandi í skálar og á
hurðakransa – lyktin er svo
góð.
4 Stafafura
úr íslenskri náttúru
Uppáhalds græna efnið mitt í
skreytingum og hurðakröns-
um á aðventunni.
5 Grófir könglar
Þeir eru yndislega
fallegir með epl-
unum og
furunni.
AÐVENTU/JÓLA
2 EYJAN 11. DESEMBER 2020 DV