Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR 11. DESEMBER 2020 DV Heimir Hannesson heimir@dv.is ÞYNGSTU DÓMAR ÍSLANDSSÖGUNNAR Sá algengi misskilningur virðist lifa góðu lífi hér á landi að lengsti fangelsisdómur sem hægt er að dæma einstakling í sé 16 ár og að „lífstíðarfangelsi“ sé þannig 16 ára fangelsi. Þetta er alrangt en þó hefur enginn hérlendis verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Hæstarétti. Í 34. gr. almennra hegn-ingarlaga segir berum orðum: „Í fangelsi má dæma menn ævilangt eða um tiltekinn tíma, ekki skemur en 30 daga og ekki lengur en 16 ár.“ Orðið „eða“ spilar þarna lykilhlutverk. Þannig er refsiramminn í raun tvískiptur. Fyrst er það breiði glugginn á milli 30 daga og 16 ára sem dómarar hafa að vinna úr, og svo ævilangt. Hæstiréttur hefur aldr- ei nýtt sér seinni gluggann, ævilangt fangelsi, þótt þrír hafi reyndar verið dæmdir til ævilangrar fangelsisvistar í héraðsdómi, en báðir dómar voru mildaðir í Hæstarétti. Þó hefur Hæstiréttur komist ansi langt með að fullnýta sér refsirammann í grófustu of- beldisbrotunum, þar á meðal kynferðisbrotum, og fíkni- efnabrotum, sér í lagi þeim málum þar sem framleiðsla fíkniefna þykir sönnuð. Sakborningur leiddur inn í Héraðsdóm Reykjavíkur. Héraðsdómur hefur þrívegis dæmt mann í ævilangt fangelsi. Hæstiréttur mildaði alla þrjá dómana. MYND/EYÞÓR MORÐMÁL OG OFBELDISBROT Í 211. gr. almennra hegn-ingarlaga segir: „Hver sá sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.“ Refsiramminn er því milli 5 og 16 ár, eða ævilangt. Hæsti- réttur hefur ítrekað farið upp fyrir þennan glugga, og þá stuðst við svokallaðar refsi- hækkunarheimildir og eru þess meira að segja dæmi í nýlegum málum. Thomas Møller Olsen Þann 15. janúar 2017 sendi lögreglan á höfuðborgar- svæðinu frá sér svohljóðandi tilkynningu: „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Birnu Brjánsdóttur. Birna er fædd 1996, hún er 170 cm há, um það bil 70 kílógrömm, með sítt, ljósrautt hár. Birna var klædd í svartar galla- buxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martin skó [...].“ Næstu daga var leitað að Birnu víða og leiddi leitin björgunaraðila loks á spor rauðrar Kia Rio- bifreiðar. Bifreiðin hafði verið tekin á leigu af tveim græn- lenskum sjómönnum á togar- anum Polar Nanoq sem var í höfn í Hafnarfirði. Þegar grunur tók að beinast að sjómönnunum var skipið komið út fyrir landhelgi Ís- lands. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar flaug þá með sérsveit- armenn til móts við skipið sem snúið hafði verið við og sigldi í átt til Íslands aftur. Sérsveitarmennirnir fóru um borð í skipið og handtóku mennina tvo. Þeirra á meðal var Thomas Møller Olsen. Við rannsóknina fundu tollverðir 20 kíló af hassi sem mennirnir voru þá um leið grunaðir um að smygla. Þyrla Landhelgis- gæslunnar fann svo nokkrum dögum síðar lík Birnu við Sel- vogsvita skammt vestan við Þorlákshöfn. Thomas Olsen var að lokum ákærður fyrir smygl og að hafa orðið Birnu að bana og komið líki hennar fyrir í Ölfusá. Héraðsdómur dæmdi Thomas til 19 ára fangelsis- vistar fyrir morðið og smyglið á hassinu. Landsréttur stað- festi dóminn og Hæstiréttur hafnaði ósk um áfrýjunar- leyfi. Héraðsdómur þrisvar dæmt í ævilangt fangelsi Sem fyrr sagði hafa þrír verið dæmdir í ævilangt fangelsi af héraðsdómstólum landsins en Hæstiréttur mildað þá alla. Árið 1980 voru þeir Sævar Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir samtíning af „smáglæpum“ auk þess sem þeir voru sagðir hafa átt þátt í hvarfi Guðmundar Einars- sonar. Voru þeir ákærðir fyrir að hafa ráðist á Guðmund, misþyrmt honum og stungið með hníf svo bani hlaust af og komið svo líki hans fyrir á óþekktum stað. Þá voru þeir jafnframt dæmdur fyrir ým- iss konar þjófnaðarbrot, ávís- anafalsanir, fíkniefnalaga- brot og innbrot. Þá voru þeir Sævar og Kristján ákærðir fyrir að hafa ráðist á Geirfinn Einarsson, grafið hann, hellt bensíni yfir líkið og brennt. Framhald á síðu 8 ➤ Thomas Møller Olsen leiddur inn í dómssal í héraðsdómi. Thomas hlaut 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á 20 kílóum af hassi. MYND/EYÞÓR Hver sá sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævi- langt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.