Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Side 8
8 FRÉTTIR 11. DESEMBER 2020 DV Hæstiréttur mildaði síðar dómana yfir þeim tveimur og leit meðal annars til þess að þeir voru aðeins 17 ára er þeir áttu að hafa banað mönnunum tveimur. Kristján Viðar fékk í Hæstarétti 16 ár og Sævar 17. Nú liggur auðvitað fyrir að mennirnir voru saklausir hvað morðákærurnar varðaði og ásakanir á hendur þeim upp- spuni frá rótum. Þriðji maðurinn til þess að hljóta ævilangt fangelsi er Þórður Jóhann Eyþórsson. Ævilangi fangelsisdómur- inn yfir honum féll þann 22. október 1993. Var hann þar dæmdur fyrir að hafa orðið Ragnari Ólafssyni að bana við Snorrabraut. Áður hafði Þórður hlotið dóm fyrir morð árið 1983, og var á skilorði er hann myrti Ragnar. Hæsti- réttur mildaði síðar dóminn yfir Þórði í 20 ára fangelsi. Níu ár fyrir barnaníð Einn þyngsti dómur sem fallið hefur fyrir kynferðisbrot gegn börnum féll á þessu ári. Var þar Þorsteinn Halldórsson dæmdur í tveimur aðskildum málum fyrir kynferðisbrot gegn ungum piltum. Árið 2018 hlaut Þorsteinn fyrst sjö ára fangelsi fyrir ítrekuð kyn- ferðisbrot gegn 18 ára pilti sem hann hafði borið fíkniefni í með þeim afleiðingum að hann var nánast meðvitundar- laus í um viku. Brotin gegn piltinum hófust þegar hann var 15 ára gamall og stóðu í rúm tvö ár. Landsréttur mild- aði fangelsið í fimm og hálft ár skömmu áður en Þorsteinn hlaut svo annan dóminn í hér- aðsdómi. Þar dæmdi héraðs- dómur Þorstein til að sæta þriggja og hálfs árs refsiauka vegna um 50 kynferðisbrota gegn 14 ára gömlum pilti. Einn þyngsti dómur sem fallið hefur fyrir kyn- ferðisbrot gegn börnum féll í ár. FÍKNIEFNAMÁL HVÍTFLIBBAGLÆPIR R efsiramminn vegna fíkniefnabrota er á bilinu 30 dagar til 12 ára. Héraðsdómur hefur að- eins einu sinni fullnýtt þann ramma en sá dómur var þó mildaður í Hæstarétti. 67.485 E-töflur Árið 2002 var austurrískur maður að nafni Kurt Fellner staddur á Keflavíkurflugvelli á leið sinni frá Amsterdam til New York. Við gegnumlýs- ingu á farangri Kurts blasti við tollvörðum óvenjuleg sýn, rúmar 67 þúsund E-töflur sem Kurt ætlaði sér að smygla til Bandaríkjanna. Kurt var handtekinn hér og ákærður fyrir smyglið og hlaut fyrir vikið 12 ára fangelsisdóm. Refsiramminn sem hafði að- eins nokkrum mánuðum áður verið hækkaður úr 10 í 12 ár vegna fíkniefnabrota var þar með fullnýttur. Hæstiréttur mildaði reyndar dóminn yfir Kurt um þrjú ár. Skömmu áður hafði Tryggvi Rúnar Guðjónsson hlotið ell- efu ára fangelsisdóm í hér- aðsdómi sem Hæstiréttur mildaði síðar í 10 ár. Tryggvi Rúnar var gripinn með um 17 þúsund E-töflur, 200 grömm af kókaíni og 8 kíló af hassi. Með broti sínu braut Tryggvi jafnframt gegn skilorði sem hann var á vegna fyrri dóms. Tíu ár enn metið Síðan þá hefur Hæstiréttur reyndar jafnað það met nokkrum sinnum. Jónas Ingi Ragnarsson fékk 10 ára fangelsisdóm fyrir spíttverk- smiðju í Hafnarfirði 2008 og þeir Pétur Rabe og Rúnar Þór Róbertsson fengu sín 10 árin hvor í héraðsdómi vegna Papeyjarmálsins svokall- aða þegar varðskip og þyrla Landhelgisgæslunnar eltu skútu sem þeir höfðu siglt til landsins með rúmum 100 kíló af fíkniefnum í nágrenni við Papey árið 2009. Árni Hrafn Ásbjörnsson hlaut í því máli níu ára fangelsi og aðrir fengu vægari dóma. Hæstiréttur staðfesti síðar alla þessa dóma. Árið 2007 gerðu þeir Einar Jökull Einarsson, Alvar Ósk- arsson, Guðbjarni Traustason og Marinó Einar Árnason svo tilraun til þess að smygla rúm- um 40 kílóum af fíkniefnum auk 1.700 E-taflna til landsins í Pólstjörnumálinu svokallaða. Einar Jökull hlaut níu og hálfs ára fangelsisdóm, Alvar sjö og hálft ár, Guðbjarni sjö ár og Marinó fimm. Stærsta fíkniefnamál í kíló- um talið sem upp hefur komið er líkast til mál Þorsteins Kragh og Jacob van Hinte árið 2008. Voru þeir gripnir með 152 kíló af kannabisefnum og 1,3 kíló af kókaíni í húsbíl sem þeir óku til landsins með Nor- rænu. Hlaut Þorsteinn níu ára fangelsisdóm og Jacob sjö og hálft ár. Þá má nefna „Stóra fíkni- efnamálið“ árið 2000, sem er ef til vill ekki lengur svo stórt ef borið saman við seinni mál. Voru í því máli 19 ein- staklingar ákærðir og hlutu 15 manns dóm. Þyngstu dóm- arnir fengu þeir Sverrir Þór Gunnarsson og Ólafur Ágúst Ægisson. Hlaut Ólafur níu ár og Sverrir sjö og hálft. Þótti þar sannað að þeir hefðu flutt inn tugi kílóa af fíkniefnum um nokkurt skeið. D ómar vegna svokall-aðra hvítflibbaglæpa stökkbreyttust í kjöl- far hrunsins. Fram að því voru þyngstu dómar frekar mældir í mánuðum en árum. Al-Thani málið Þyngstu dómar Íslands- sögunnar í þessum flokki eru vegna Al-Thani málsins svokallaða árið 2015. Voru þar fjórir stjórnendur Kaup- þings banka sakfelldir eftir að þeir lánuðu sjeiknum Mú- hameð Al Thani fyrir 5% hlut í Kaupþingi árið 2008 sem hann notaði svo til þess að kaupa hlutabréf í bankanum. Með gjörningnum voru þeir sagðir hafa ætlað sér að hafa áhrif á verðmyndun hluta- bréfa í bankanum á markaði. Voru Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson stjórnarformaður, Ólafur Ólafsson, einn aðaleig- andi, og Magnús Guðmunds- son, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmis- notkun. Hreiðar Már fékk fimm og hálft ár í Hæstarétti, Sigurður fékk fjögur ár, og þeir Ólafur og Magnús fengu sinn fjögurra og hálfs árs fangelsisdóminn hvor. Fleiri voru ákærðir og sakfelldir, en þeim var ýmist ekki gerð refsing eða hún skil- orðsbundin. Magnús hlaut síð- ar 18 mánaða fangelsisdóm í Marple-málinu svokallaða, og var þar sérstaklega tekið fram að þar með væri Magnús sam- tals dæmdur í sex ára fangelsi og refsiramminn vegna brota hans þar með fullnýttur og því ekki hægt að dæma hann til þyngri refsingar. n Sakborningar í Pólstjörnumálinu í héraðsdómi ásamt lögmanni sínum. MYND/EYÞÓR Skútan Sirtaki í haldi varðskips Landhelgisgæslunnar eftir æsilega eftirför við Papey á Austurlandi. MYND/PJETUR Ólafur Ólafsson, sakborningur í Al-Thani málinu, gengur út úr húsa- kynnum Héraðsdóms Reykjavíkur ásamt lögmönnum. MYND/VILHELM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.